Sveitarstjórn

8. fundur 01. október 2002 kl. 10:30

8.  fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 1. október 2002 klukkan 10:30 í Árnesi.  

Mættir voru hreppsnefndarmennirnir Már Haraldsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson og Matthildur Vilhjálmsdóttir.  Einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Dagskrá:

1.      Fundargerðir til staðfestingar

a)      Hreppsráðs frá 24. september.

Liður 3 áætlun um samstarf leik og grunnskóla.

Matthildur Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri gerði grein fyrir hugmyndunum.  Verkefnið samþykkt til reynslu í tvo mánuði.

Matthildur tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Liður 4 samþykkt um stjórn og fundasköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Sveitarstjóri lagði fram ný drög að grein 57 og kynnti ábendingar frá lögmanni félagsmálaráðuneytis.  Breytingar voru gerðar á gr.2 og gr. 9 var felld út. 

Þrándur lagði til að sett yrði á fót skipulagsnefnd í stað þess að vista skipulagsmálin hjá hreppsnefnd.  Tillagan var felld með 4 atkvæðum meirihluta.

Már lagði til að frekar yrði lögð áhersla á að ráða sameiginlegan skipulagsfulltrúa uppsveita og skipulagsmálin yrðu enn um sinn hjá hreppsnefnd og hreppsráði.  Það var samþykkt með 4 atkvæðum meirihluta.  Drögin voru samþykkt með áorðnum breytingum.  Sveitarstjóra falið að senda þau félagsmálaráðuneyti til staðfestingar.

Liður 15 erindi frá umhverfisráðuneytinu, hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir.

Liður 16 önnur mál, opnunartími sundlauga.

Samþykkt að auka við opnunartíma beggja lauga.  Við Skeiðalaug bætist opnunartími á laugardagskvöldum frá kl. 20 til 22, við Neslaug verði lengdur opnunartíminn á mánudögum og miðvikudögum þannig að opnað verði klukkan 19.

Fundargerðin staðfest með áorðnum breytingum.

b)      Brunamálanefndar Gnúpverja og Hrunamanna frá 17. september. 

Hreppsnefndarmenn eru sammála um nauðsyn þess að leiða skipulag brunavarna til lykta sem fyrst.

c)      Húsnefndar Árness frá 24. júlí og 10. september.

Fundargerðirnar staðfestar.

2.      Aðrar fundargerðir.

a)      Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 17. september.

b)      Stjórnar SASS frá 17. september.

c)      Félagafundar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 11. september.  Ásamt boðun aukafundar þann 9. október n.k.

Til viðbótar voru lagðar fram fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs frá 6. og 17. september.  Ennfremur afrit erindis frá meirihluta bæjarstjórnar Árborgar til stjórnar Aþs þar sem fram kemur gagnrýni á framgöngu stjórnar Aþs varðandi félagafund þann 11. september.  Samþykkt að fela sveitarstjóra að sitja aukafundinn 9. október fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

3.      Drög að umboði til Launanefndar sveitarfélaga til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps við Kennarasamband íslands, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Verkalýðsfélagið Báruna-Þór og Félag leikskólakennara.

Samþykkt.

4.      Erindi frá félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu dags. 18. september með ósk um aukið stöðugildi félagsmálafulltrúa.

Samþykkt.

5.      Önnur mál.

a)      Erindi frá Landslagi þar með tillögu að byggingarskilmálum á smábýlasvæði sunnan þjóðvegar móts við Árnes.  Lagt fram.

b)      Erindi frá ráðgjöfum Skeiða- og Gnúpverjahrepps varðandi aðalskipulagsvinnu dags. 1. október.  Lagt fram.

c)      Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Lögð fram.

d)      Erindi frá íbúum við Árnes dags. 24. september varðandi framkvæmd skipulags í hverfinu.  Lagt fram.

e)      Þrándur minnti á að vinna þyrfti útboð að snjómokstri.

 

Fundi slitið kl. 12:45

 

Már Haraldsson

Aðalsteinn Guðmundsson

Hrafnhildur Ágústsdóttir

Gunnar Örn Marteinsson

Þrándur Ingvarsson

Ólafur F. Leifsson

Matthildur Vilhjálmsdóttir