Sveitarstjórn

10. fundur 03. desember 2002 kl. 13:00

10. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 5. nóvember 2002 klukkan 10:30 í Árnesi.  Mættir voru Már Haraldsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Jóhannes Eggertsson, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Dagskrá:
 

1.      Fundur hreppsráðs nr. 7 frá 26. nóvember,  umræður og afgreiðslur:

Önnur mál a).  Tillaga að launum fyrir störf í sveitarstjórn og nefndum Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Tillagan samþykkt með þeirri breytingum að almennir skólanefndarmenn fái kr. 6.500 fyrir fundarsetu.  Umræður urðu um að takmarka fundafjölda nefnda, samþykkt var að ræða það við gerð fjárhagsáætlunar.

Fundargerðin staðfest með fram komnum athugasemdum.

 

2.      Fundargerðir til kynningar

a)      Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 20. nóvember

b)      Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 25. nóvember.

Fundargerðirnar lagðar fram.

 

3.      Erindi frá Landformi ehf dags 25. nóvember með tillögu að deiliskipulagi á nýbýlinu Skálmholtstúni sem liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Villingaholtshrepps.

Hreppsnefnd samþykkir að tillagan fái umfjöllun skv. 25.gr. laga nr. 73/1997 um kynningu, samþykkt og gildistöku deiliskipulags.  Einnig samþykkir hreppsnefnd að leitað verði samþykkis jarðanefndar skv. 10.gr. jarðarlaga og að tillagan verði auglýst sameiginlega með Villingaholtshreppi.

 

4.      Erindi frá Heilsugæslunni í Laugarási og félagsmálastjóra uppsveita Árnessýslu dags. 22. nóvember, þar sem kynntar eru hugmyndir varðandi svæðisbundna þjónustu opinberra aðila í uppsveitum Árnessýslu. 

Hreppsnefnd samþykkir að beina erindinu til oddvita uppsveita Árnessýslu.

 

5.      Tillaga frá sveitarstjóra að reglum um innheimtu vanskilaskulda ásamt drögum að  innheimtubréfi.  Samþykkt að banki sjái áfram um reglubundna innheimtu gjalda fyrir sveitarsjóð og að senda ítrekun ef greiðslur berast ekki innan 30 daga.  Lögmönnum Suðurlandi verði falin frekari innheimta og lögfræðileg innheimta vanskila.

 

6.      Tillaga frá Gunnari Erni Marteinssyni varðandi starfsemi grunnskólans:  ,,Undirritaður leggur til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps láti fara fram óháða úttekt á faglegu starfi í grunnskóla sveitarfélagsins, þar sem úttektaraðilar verði jafnframt látnir gefa álit sitt á kostum þess og göllum að reka grunnskólann, annars vegar á einum stað og hinsvegar á tveimur stöðum. Jafnframt verði Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands fenginn til að reikna út hvað það myndi kosta sveitarfélagið að reka grunnskólann, annars vegar á einum stað og hinsvegar á tveimur stöðum.”

Þrándur Ingvarsson mælti fyrir breytingartillögu sinni og Ólafs F. Leifssonar svohljóðandi:  ,,Gerð verði fagleg úttekt á fyrirkomulagi skólahalds í grunnskóla og leikskóla í sveitarfélaginu.  Sérstaklega skal hugað að velferð nemenda, því húsnæði sem til staðar er, svo og kostnaði við skólastarfið.”

Til máls tóku auk tillöguflytjenda, Aðalsteinn Guðmundsson, Jóhannes Eggertsson og Már Haraldsson.  Már lagði til að málinu yrði frestað þar sem engar rekstrartölur lægju fyrir eða önnur reynsla af starfinu fyrr en að minnsta kosti eitt skólaár væri liðið með núverandi fyrirkomulagi.

Frestunartillagan samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta, Þrándur og Ólafur sátu hjá og Gunnar var á móti.

 

7.   Tillaga að erindisbréfi fyrir skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 

Samþykkt að fela skólanefnd að taka erindisbréfið fyrir og gefa hreppsnefnd umsögn um það.

 

8.   Önnur mál.

a) Erindi frá leikskólastjóra Leikholts þar sem farið er framá viðbótarstarfsmann.  Samþykkt heimild til leikskólastjóra að ráða í 40-50% stöðu tímabundið sbr. erindið.

b) Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 26. júní þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun gistiheimilisleyfis Aðalsteins Guðmundssonar að Húsatóftum 2a.  Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við áframhaldandi leyfi til sölu gistingar og/eða veitinga. Aðalsteinn vék af fundi við afgreiðslu málsins.

c) Sveitarstjóri greindi frá stöðunni varðandi endurskoðun fjárhagsáætlunar og væntanlegum aukafundi hreppsnefndar um þau mál þann 17. desember.  Hún sagði einnig frá samningi um snjómokstur og fundi um vatnsveitufélagið Fall.  Þá ræddi hún vinnu við gerð aðalskipulags og aukafund hreppsnefndar varðandi það þann 12. desember.

 

 

Fundi slitið kl. 13:33.