Sveitarstjórn

16. fundur 04. mars 2003 kl. 10:30

16. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 4. mars kl. 10:30 í Árnesi.

 Fundinn sátu: Már Haraldsson oddviti, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Matthildur Vilhjálmsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá.

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2003
Oddviti greindi frá vinnu við áætlunina milli funda, fram kom að fyrir liggja fundargerðir frá þeim sex nefndum sem fengu áætlunina til umsagnar.  Þá lagði hann fram og kynnti tillögu að breytingu við fyrri drög að áætlun ásamt nýjum drögum að samstæðureikningi.  Umræður urðu um áætlunina. Gunnar Örn ræddi endurbætur á íbúðarhverfi í Árnesi og flokkun sorps.  Þrándur ræddi möguleika á lækkun kostnaðar við rekstur grunnskólans og sölu á Hólaskógi. Oddviti lagði fram tillögu að svohljóðandi bókun:  “Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings er kr. 14.200.000.  Óvissa er um útgjöld vegna framkvæmda við nýjar lóðir og úttekt á viðhaldsþörf fasteigna.  Í ljósi þess er samþykkt að endanleg ákvörðun um lántöku og ráðstöfun rekstrarafgangs verði tekin við endurskoðun áætlunar fyrir 15. maí n.k.” Áætlunin borin upp og samþykkt samhljóða með framlögðum breytingartillögum og bókun.

Fundargerðir til staðfestingar:
a)      Hreppsráðs frá 25. febrúar 2003

b)      Atvinnumálanefndar frá 24. febrúar s.l.

c)      Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 25. febrúar s.l.

d)      Tvær fundargerðir bókasafnsnefndar frá 25. nóvember 2002 og 25. febrúar 2003

e)      Samgöngunefndar frá 3. mars 2003

f)        Húsnefndar Árness frá 27. febrúar 2003

g)      Skólanefndar frá 27. febrúar 2003

Fundargerðirnar staðfestar.

Fundargerðir til kynningar:
a)      Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 25. febrúar 2003

b)      Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 19. febrúar 2003

Lagðar fram

Erindi frá samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingsályktunartillögu varðandi aðgang landsmanna að GSM farsímakerfinu.
Hreppsnefnd lýsir yfir stuðningi við tillöguna. 

Erindi frá fimleikadeild UMF Hrunamanna dags. 23. febrúar með ósk um fjárstuðning vegna tækjakaupa fimleikadeildar.
Samþykkt framlag kr.75.000.

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með kynningu á ráðstefnu um Staðardagskrá 21.
Lagt fram.

Erindi frá Félagi áhugafólks og aðstandenda alzheimers sjúklinga með ósk um fjárstuðning.
Hreppsnefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.

Önnur mál.
a)      Boð frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands um aðalfund þann 21. mars 2003. Samþykkt að fela sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd hreppsins og oddvita að vera til vara.

Niðurstaða frá vinnuhópi um rafrænt samfélag dagsett 3. mars 2003 þar sem því er hafnað að sækja um þátttöku en gerð tillaga um vinnuhóp til að vinna að bættum flutningsleiðum um internetið. Tillaga um vinnuhóp samþykkt og Ingunn Guðmundsdóttir verði fulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Fundi slitið kl. 14:15.