Sveitarstjórn

19. fundur 06. maí 2003 kl. 10:30

19. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 6. maí klukkan 10:30.

Fundinn sátu: Már Haraldsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Auk þess kom til fundarins utan dagskrár, Sólveig Pétursdóttir félagsmálafulltrúi uppsveita og kynnti hreppsnefndarmönnum störf sín fyrir sveitarfélögin.

 

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
a)      Hreppsráðs frá 29. apríl

Til umfjöllunar var tekinn liður 4 í fundargerð skólanefndar þar sem óskað er eftir heimild til að ráða aðstoðarskólastjóra.  Fyrir lágu upplýsingar frá skólastjóra um aukinn kostnað því samfara. 

Samþykkt að heimila skólastjóra að auglýsa stöðu aðstoðarskólastjóra við Brautarholts- og Gnúpverjaskóla.  Ráðningin verði tímabundin til eins árs með tilliti til mögulegrar fækkunar á fjölda stöðugilda innan skólans. 

Tekinn var fyrir liður 3 í fundargerð hreppsráðs, erindi Umhverfisstofnunar um Norðlingaölduveitu ásamt eftirfarandi tillögu oddvita að áherslupunktum hreppsnefndar.

,,Hreppsnefnd leggur áherslu á eftirtalin atriði í útfærslu Norðlingaölduveitu m.t.t. friðlands í Þjórsárverum. 

Norðlingaöldulón verði í 566 m.y.s.  Ef miðað er við lónhæð 568 m.y.s. er það önnur framkvæmd en sú sem kynnt var í útskurði m.t.t. umfangs og aurskolunar.

Veitulón við Þjórsárjökul taki einungis til vesturkvíslar Þjórsár.  Rennsli til friðlandsins verði tryggt með því að ,,Litla-Arnarfellskvísl” renni óbreytt.

Ennfremur leggur hreppsnefnd til að hugað verði að eftirtöldu við gerð aðalskipulags. 

Friðlandsmörk verði lagfærð og taki mið af landfræðilegum og náttúrufarslegum aðstæðum.

Eyvafen og nærliggjandi svæði verði innan friðlandsmarka.

Aðstaða verði í Tjarnarveri til að taka á móti fólki; gisting, landvarsla, upplýsingar, merktar gönguleiðir.

Merkingar verði auknar og bættar þar sem komið er að friðlandinu.

Spurt er; hvaða gildi hefur friðlýsing í Norðurleit/Gljúfurleit ef kemur til Norðlingaölduveitu?

Umræður urðu um tillöguna og tóku eftirtaldir til máls auk oddvita.  Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Aðalsteinn Guðmundsson.  Þrándur lagði fram eftirfarandi tillögu að ályktun: 

,,Hreppsnefnda Skeiða- og Gnúpverjahrepps er tilbúin til samráðs varðandi þau atriði sem kveðið er á um í úrskurði setts umhverfisráðherra Jóns Kristjánssonar vegna Norðlingaölduveitu.  Jafnframt mun hreppsnefnd flýta gerð aðalskipulags eins og kostur er til samræmis við úrskurðinn.”

Eftirfarandi ályktun borin upp og samþykkt með fjórum atkvæðum:

,,Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps lýsir sig reiðubúna til samstarfs um útfærslu Norðlingaölduveitu og leggur áherslu á eftirtalin atriði:

Norðlingaöldulón verði í 566 m.y.s.  568 m.y.s. er önnur framkvæmd en sú sem kynnt var í útskurði m.t.t. umfangs og aurskolunar.

Veitulón við Þjórsárjökul taki einungis til vesturkvíslar Þjórsár.  Rennsli til friðlandsins verði tryggt með því að ,,Litla-Arnarfellskvísl” renni óbreytt.

Ennfremur leggur hreppsnefnd til að hugað verði að eftirtöldu við gerð aðalskipulags. 

Friðlandsmörk verði lagfærð og taki mið af landfræðilegum og náttúrufarslegum aðstæðum.

Eyvafen og nærliggjandi svæði verði innan friðlandsmarka.

Aðstaða verði í Tjarnarveri til að taka á móti fólki; gisting, landvarsla, upplýsingar, merktar gönguleiðir.

Merkingar verði auknar og bættar þar sem komið er að friðlandinu.

Spurt er; hvaða gildi hefur friðlýsing í Norðurleit/Gljúfurleit ef kemur til Norðlingaölduveitu?”

Þrándur og Ólafur greiddu atkvæði á móti og Gunnar Örn sat hjá.

Tillaga Þrándar borin upp og samþykkt með þremur atkvæðum, Már, Aðalsteinn, Hrafnhildur og Matthildur sátu hjá.

Tekin var til umræðu liður 8 ályktun um samgöngumál.  Fyrir lá tillaga oddvita og sveitarstjóra sem var samþykkt með lítilsháttar breytingum.

Gunnar Örn vakti máls á skipulagi Brautarholts, sveitarstjóri greindi frá stöðu málsins.

b)      Umverfisnefndar frá 2. apríl

Sveitarstjóri lagði fram tillögu að breytingu á 4.gr. erindisbréfs umhverfisnefndar.  Erindisbréfið samþykkt með þeim breytingum.

c)      Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 22. apríl

Fundargerðirnar staðfestar með áorðnum breytingum.

2.      Aðrar fundargerðir

a)      Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 2. og 8. apríl

b)      Aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 23. apríl ásamt tillögu að nýjum samþykktum fyrir Sorpstöðina.

c)      Stjórnar SASS frá 2. apríl

d)      Stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 27. febrúar

e)      Fulltrúaráðs almannavarna Árborgar og nágrennis frá 6. mars

f)        Heilbrigðisnefndar Suðurlands 23. apríl

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar

3.      17. júní í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 

Samþykkt að leita eftir tilnefningum frá ungmennafélögum og kvenfélögum í 17.júní nefnd, sveitarstjóri verði fulltrúi hreppsins og kalli nefndina saman.

4.      Tíma og kostnaðaráætlun vegna gerðar aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Fyrir lá áætlun frá hönnuðum skipulagsins þar sem gert er ráð fyrir að tillaga að aðalskipulagi verði auglýst í desember. Áætlunin samþykkt.

5.      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga meða ályktunum 63. fulltrúaráðsfundar. 

Lagt fram til kynningar.

6.      Erindi frá félagi eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi dags. 7. apríl með kynningu á nýstofnuðu félagi og ósk um fjárstyrk. 

Þegar eru samþykktar á fjárhagsáætlun kr.100.000 í styrk til félagsins að auki verður styrkur í formi húsaleigu í Brautarholti.

7.      Erindi frá Ástríki psv með ósk um afnot af Árnesvelli

Samþykkt heimild til félagsins til að nýta völlinn ásamt aðgangi að búningsklefum í Árnesi, húsnefnd Árness falið að ákveða leigugjald fyrir búningsaðstöðu.  Félagið sér um að merkja völlinn áhaldahús sér um reglubundna umhirðu eins og verið hefur.

8.      Tillögur að starfslýsingum fyrir umsjónarmann sundlauga og sundlaugarvörð. 

Tillögurnar samþykktar með smávægilegum breytingum.

9.      Önnur mál.

Aðalsteinn Guðmundsson vék af fundi.

a)      Aðalfundarboð frá stjórn Límtrés hf þann 13. maí n.k. Samþykkt að fela sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd hreppsnefndar.

b)      Fundargerð oddvitaráðsfundar Laugaráslæknishéraðs frá 5. maí ásamt samningi vegna ráðningar skipulagsfulltrúa uppsveita og samkomulagi um umsjón jarðarinnar Laugaráss.  Lagt fram og vísað til fundar hreppsnefndar 13. maí.

c)      Erindi frá Lögmönnum Suðurlandi vegna sölu jarðarinnar Hælis 2, óskað er afstöðu til forkaupsréttar.  Samþykkt að falla frá forkaupsrétti.

d)      Sveitarstjóri kynnti drög að fyrirkomulagi við unglingavinnu.

e)      Sveitarstjóri greindi frá óskum um flutning á gámasvæði.

 

Fundi slitið kl. 15.20