Sveitarstjórn

21. fundur 03. júní 2003 kl. 14:00

21.  fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 3. júní 2003 í Árnesi kl. 14:00.

Fundinn sátu: Már Haraldsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Svala Sigurgeirsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Matthildur Vilhjálmsdóttir og Þuríður Jónsdóttir fulltrúi sem ritaði fundargerð.  Einnig Björgvin Guðmundsson frá KPMG endurskoðun undir lið 1.

 

Dagskrá:

Ársreikningur 2002 lagður fram til fyrri umræðu.
Björgvin Guðmundsson frá KPMG útskýrði og fór yfir ársreikninginn.

Fundargerðir til staðfestingar
a)      Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 20. maí.

Fundargerðin staðfest.

Aðrar fundargerðir.
Stjórnar SASS frá 7. maí og 14. maí.
Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 21. maí.
c.   Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 29. apríl

Stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 29. apríl.
Fundargerðirnar  lagðar fram.

Tillaga að umsögn hreppsnefndar um skýrslu um mat á umhverfisáhrifum virkjana í neðri hluta Þjórsár.
,,Við mat á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda ber að hafa í huga að þær eru á tiltölulega þéttbýlu svæði þar sem landbúnaður er aðalatvinnugrein, en einnig

vaxandi ferðaþjónusta.

Framkvæmdirnar, ef af verður, hafa því mikil áhrif á umhverfi og afkomumöguleika margra og mikilvægt að náið samráð verði haft við landeigendur og aðra hagsmunaaðila um tilhögun við framkvæmdir og væntanlegar mótvægisaðgerðir.

Einnig er bent á að með uppbyggingu varanlegra mannvirkja, t.d. íbúðar- og iðnaðarhúsnæðis, á skipulögðum svæðum megi bæta að hluta tímabundið og varanlegt rask sem óhjákvæmilega verður, ef virkjað verður við Miðhús. Auk þess  nýta umframefni til vegagerðar í samráði við Vegagerð ríkisins og til annarrar uppbyggingar og draga um leið úr haugsetningu.

Hreppsnefnd leggur áherslu á að komið verði á varanlegu vegasambandi yfir Þjórsá við Núp í tengslum við framkvæmdina.

 

Af einstökum þáttum hefur vatnsborðshæð lóna einna mest áhrif á landnotkun og ásýnd sveitanna og vísast til fyrri umsagna um það efni.

Þá ber að nefna minnkað rennsli neðan lóna og sjónræn áhrif mannvirkja og efnishauga þar sem umframefni verður haugsett.”

 

Tillagan var rædd og tjáðu fundarmenn sig um hana

Þrándur kom með viðauka við tillögu að umsögninni.  Viðaukinn hljóðar þannig:

 

,,Hreppsnefnd leggur áherslu á að Núpsvirkjun verði staðsett við Miðhús, og telur að hún valdi minni umhverfisáhrifum en aðrir kostir til framtíðar.  Í því sambandi má benda á minni lón, skurði og minna rask við Búða.”

 

Tillagan borin fram með viðauka  frá Þrándi.  Tillagan felld með jöfnum atkvæðum.

 

Tillagan borin fram án viðauka  og hún samþ með 4 atkv gegn 3.

 

Erindi frá Birki Þrastarsyni dags. 13. maí með tilboði í grenjaleit fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Samþykkt að taka tilboðinu.

Önnur mál
Lagt fram til kynningar leigusamningur við Loft Erlingsson v tjaldsvæðis við Brautarholt, og samkomuhúsið. Allir tóku vel í þetta og þessu vísað til húsnefndar Brautarholts.

Fyrirspurn kom frá Svölu um gang mála hvað varðar Brautarholt 6.

 

Fundi slitið kl. 17.55