Sveitarstjórn

64. fundur 23. júní 2021 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Haraldur Ívar Guðmundsson
Starfsmenn
  • Einar Bjarnason ritaði fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Staða mála v. beiðna um sálfræðiþjónustu Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings

Bréf frá Ragnheiði Hergeirsdóttir Skóla og velferðarþjónustu Árnesþíngs.
Ég vil upplýsa ykkur um að staða biðlista eftir greiningu hjá sálfræðingum hjá skólaþjónustunni hefur farið versnandi frá áramótum. Um 20 nýjar tilvísanir í greiningar hafa borist í hverjum mánuði frá áramótum og eru nú 105 börn á biðlista. Þau sem lengst hafa beðið eiga  umsóknir sem eru rúmlega 9 mánaða gamlar.  Þá virðist sem aukning hafi orðið í akut málum þar sem bregðast þarf skjótt við og setja annað til hliðar. Er þá um að ræða t.d. sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og ofbeldismál. Biðtími eftir greiningu getur eins og staðan er núna verið allt að einu ári sem er óásættanlegt og langt frá okkar viðmiðum þar sem við teljum allt umfram sex mánuði vera óásættanlegt.

Eins og þið vitið þá höfum við ekki fengið umsóknir um þá stöðu sálfræðings sem Hugrún var í, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar og eftir því sem ég heyri víða að af landinu þá virðist vera mjög erfitt að fá sálfræðinga í þessi störf.
Við erum nú með samning við verktaka (sálfræðing) sem er tilbúinn að vera áfram en getur ekki bætt við sig umfram það sem verið hefur.

Við teljum nauðsynlegt að samið verði við annan verktaka til að stytta biðtímann en óskað er eftir samþykki ykkar þar sem kostnaður verður umfram það sem fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Kostnaður gæti verið í kringum 500 þús.kr. á mánuði auk aksturskostnaðar.“


Lagt fram og kynnt.

2. Ósk frá Tónlistarskóla Árnesinga um viðbótarkvóta

Sveitarstjórn hafnar beiðninni að svo komnu máli.

3. Tillaga að afskriftum  2021

Leiðréttingar og afskriftir sem standa útaf í bókhaldi samtals 1.516.808.- lagðar fram. Sveitarstjórn frestar málinu og frekari gagna aflað.

4. Erindi v. vega um Ásólfsstaði

Sigurður Páll Ásólfsstöðum
Sendir inn erindi til að athuga hvort sveitarfélagið taki þátt í kostnaði við að breyta vegi sem liggur í gegnum hlaðið hjá honum að Ásólfsstöðum.
Um er að ræða tvö lögbýli sem voru. Fyrir nokkrum árum var lögbýlið sem var innar selt til utanaðkomandi aðila og það húsnæði notað sem frístundahús. Eignina keyptu 8 aðilar saman.
Nú hefur umferð í gegnum hlaðið hjá Sigurði aukist svo mikið að líkja mætti þessi við samkomustað öðru hvoru að hans sögn. Þar sem vegurinn liggur í gegnum hlaðið hjá honum getur því oft skapast hætta v. umferðarinnar. Hann leitar því til sveitarfélagsins um fjárstuðning við að færa legu vegarins framhjá bænum hans.

Sveitarstjórn telur sig ekki eiga aðkomu að þessu máli en sveitarstjóra falið að kanna betur hvaða skyldur og möguleikar gætu verið fyrir hendi gagnvart Vegagerðinni.

5. Kynning á NPA setri Suðurlands

Hafdís Bjarnadóttir framkvæmdastjóri NPA setursins og Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir komu og kynntu fyrir sveitarstjórn NPA setur Suðurlands.

6. Starfsmannamál

Á fundi sveitarstjórnar þann 3. apríl 2019 var eftirfarandi bókað:

"10. Starfsmannamál
Samþykkt að lækka vinnuskyldu starfsmanna sveitarfélagsins frá 67 ára aldri um 10% í tilraunaskyni frá og með 1. apríl. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum"

Sveitarstjóri leggur fram eftirfarandi bókun
Það hefur sýnt sig að starfsmenn voru ekki að taka þessa lækkun á vinnuskyldu út. Tímarnir söfnuðust því upp í nokkurn tíma svo úr varð mjög kostnaðarsamt uppgjör þegar starfsmennirnir hættu. Það hefur sýnt sig að þetta hefur verið mjög dýrt og einungis aukið við uppsafnað frí hjá starfsmönnum.

Með tilkomu styttingu vinnuvikunnar telur sveitarstjóri ekki vera þörf á þessu ákvæði enda nær það ákvæði til allra  starfsmanna sveitarfélagsins.“

Sveitarstjóri leggur því til að fallið verði frá þessu tilraunaverkefni frá og með 1. júlí 2021.

Sveitarstjórn samþykkir að falla frá þessu verkefni frá og með 1. júlí 2021.

7. Persónuverndarfulltrúi

Samþykkt að ganga til samninga við Héraðsskjalasafn Árnesinga. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum.

8. Starfsleyfi Nónsteins

Lagt fram og kynnt.

9. Deiliskipulag Brautarholt 4

Sveitarstjórn samþykkir að falla frá áformum um stækkun lóðar Brautarholts 4 sem er samkvæmt deiliskipulagsbreytingunni sem er í auglýsingu núna.

10. 219. fundur Skipulagsnefndar

17.              Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting - 2009071

       Lögð er fram deiliskipulagsbreyting sem tekur til um 11 ha svæðis að Áshildarvegi 2-26 í landi Kílhrauns í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að frístundalóðir breytist í íbúðarhúsalóðir. Gert er ráð fyrir byggingarheimild fyrir íbúðarhús allt að 350 fm og 60 fm aukahúsi. Tillaga breytingar var kynnt frá 28. apríl - 19. maí.

       Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt í takt við fyrri afgreiðslur sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi og verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi innan svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins og það fái viðhlítandi málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi innan svæðisins.             

18. Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting - 2009070

       Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Kílhrauns land L191805, Áshildarvegur 2-26. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði. Tillaga breytingar var kynnt frá 28. apríl - 19. maí.

       Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, í takt við fyrri afgreiðslur, vegna Áshildarvegar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsinns og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

              

        19. Hvammsvirkjun; Virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli; deiliskipulag -    2008048

       Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi virkjunar í neðan verðri Þjórsár norður að Skarðsfjalli, skilgreind á aðalskipulagi innan svæðis I15 - Hvammsvirkjun, eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m y.s. og um 4 km2 að stærð og rúmmál lónsins verður um 13,2 milljón m3. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Framkvæmdarsvæði Hvammsvirkjunar er í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Nokkur fjöldi athugasemda og umsagna bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fyrir skipulagsnefnd til kynningar auk samantektar á viðbrögðum.

       Skipulagsnefnd UTU hefur farið yfir framkomnar athugasemdir og umsagnir sem borist hafa við auglýsingu deiliskipulagstillögunnar. Nefndin telur að öllum efnislegum erindum sé svarað að fullu og sé í samræmi við meðfylgjandi samantekt athugasemda og umsagna ásamt greinargerð frá Eflu verkfræðistofu dags. 10.12.2020 m.br. 31.5.2021. Nefndin telur að tillagan hafi verið uppfærð að teknu tilliti til framkominna athugasemda þar sem við á. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Meirihluti sveitarstjórnar telur að öllum efnislegum erindum sé svarað að fullu og sé í samræmi við meðfylgjandi samantekt athugasemda og umsagna ásamt greinargerð frá Eflu verkfræðistofu dags. 10.12.2020 m.br. 31.5.2021. Og að tillagan hafi verið uppfærð að teknu tilliti til framkominna athugasemda

Meirihluti Sveitarstjórnar samþykkir viðkomandi tillögu um deiliskipulag vegna Hvammsvirkjunar og verði hún send til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Anna Sigríður Valdimarsdóttir situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun.

Við málið bárust fjölmargar athugasemdir frá almenningi. Þó athugasemdir hafi ekki í öllum tilfellum átt við þetta tiltekna ferli, þá er langþreytt og mannskemmandi að horfa upp á hvernig athugasemdir og álit íbúa og annars almennings er virt að vettugi, einkum í jafn alvarlegum og varanlegum málum og hér eru undir. Athugasemdum er svarað, en í raun virðist lítið tillit tekið til ábendinga og athugasemda sem fram koma. Því sit ég hjá undir þessum lið.

 

 20.  Öll sveitarfélög: Svæðisskipulag Suðurhálendisins 2020-2032 - 2106017

       Lögð er fram skipulagslýsing vegna svæðisskipulags fyrir suðurhálendið. Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði 9 sveitarfélaga á Suðurlandi í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Auk þessara 9 sveitarfélaga taka Árborg og Flóahreppur þátt í verkefninu. Afmörkun skipulagssvæðis fylgir þjóðlendumörkum. Svæðisskipulag skal, skv. skipulagslögum nr. 123/2010, ná yfir svæði sem myndar heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti og getur þannig tekið til heilla landshluta eða annarra stærri heilda.

       Skipulagsnefnd UTU hefur farið yfir lýsingu skipulagsáforma fyrir svæðisskipulag Suðurhálendis 2020-2032 sem samþykkt var á fundi svæðisskipulagsnefndar þann 25. maí sl. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórnir aðildarfélaga UTU samþykki lýsinguna til kynningar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 3.2.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Sveitarstjórnir Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Bláskógabyggðar hafa nú þegar samþykkt lýsinguna til kynningar.   

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti lýsinguna á 63. fundi sveitarstjórnar 9. júní 2021   

11. Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2020

Lögð fram og kynnt.

12. 212. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

212. Fundargerð lögð fram og kynnt.

13. 12. Fundargerð Bygginganefndar Byggðasafns Árnesinga

Lögð fram og kynnt.

14. 570. fundur stjórnar SASS

Lögð fram og kynnt.

15. 899. stjórnarfundargerð SÍS

Lögð fram og kynnt.

16. 9. fundargerð starfshóps um svæðisskipulag Suðurhálendis

Lögð fram og kynnt.

17. Ársskýrsla Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands

Skýrsluna má finna hér: https://www.hsu.is/um-hsu/arsskyrslur/

Lögð fram og kynnt.

18. Aðalskráning fornleifa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Skýrslan lögð fram og kynnt.

19. Fundarboð og fundargögn aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands

Aðalfundur Eignarhaldsfélag Suðurlands 28. júní 2021. Oddvita falið að mæta á fundinn.

20. Fundarboð framhaldsaðalfundar Landskerfis Bókasafna

Tilkynnt um fund 28. júní 2021.

21. Kerfisáætlun Landsnets í opið umsagnarferli

„Kerfisáætlun 2021-2030 er nú komin í opið umsagnarferli.
Helsta breyting sem orðið hefur á áætluninni frá síðasta ári er að núna hefur bæst við 10 ára áætlun um styrkingu meginflutningskerfisins á Vestfjörðum.
Með því er komið á 10 ára áætlun um þróun meginflutningskerfisins, fyrsti hluti nýrrar kynslóðar byggðalínu, sem innifelur samfellda 220 KV tengingu frá Suðurnesjum að Austurlandi ásamt styrkingu á meginflutningskerfinu á Vestfjörðum.
Nánari upplýsingar um framkvæmdir, tímaramma og hagræn áhrif má finna á landsnet.is.  Við hvetjum alla sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins.

Hægt er að senda inn athugasemdir og ábendingar á póstfangið landsnet@landsnet.is
Frestur til að skila inn skriflegum umsögnum er til 30. júlí næstkomandi.
Frétt á vef Landsnets“

Sveitarstjórn bendir fólki á að kynna sér efni áætlunarinnar og senda inn athugasemdir og ábendingar eftir atvikum.

22. Óskað eftir rýni á Verkfærakistu í loftslagsmálum

Sent til sveitarfélaga

Góðan dag.
Undanfarna  mánuði hefur farið fram vinna við að útbúa verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum sem ætlað er að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu í sínum rekstri eins og kveðið er á um í lögum um loftslagsmál. Verkfærakistan er mótuð í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar með fjármagni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Sambandið leitar eftir aðkomu nokkurra sveitarfélaga helst víðs vegar um landið við að prufa vefsíðuna sem búið er að setja upp og veita nauðsynlega endurgjöf um þau gögn og upplýsingar sem eru í verkfærakistunni.

Í verkfærakistunni er að finna ýmis tól og fróðleik sem gerir sveitarfélögum kleift að meta losun sína og setja sér viðeigandi markmið og aðgerðir í loftslagsmálum, sem er grunnur fyrir mótun árangursríkrar loftslagsstefnu. Verkfærakistan inniheldur leiðbeiningar um gerð og innleiðingu loftslagsstefnu fyrir sveitarfélög. Hugmyndin er að í verkfærakistunni megi jafnframt nálgast loftslagsstefnur sveitarfélaga þegar þær eru tilbúnar.

Þau sveitarfélög sem vilja taka þátt í að rýna verkfærakistuna munu verða beðin um að:
•      Mæta á upplýsingafund um rýni verkfærakistunnar þann 30. júní kl. 13:00 sem verður fjarfundur.
•      Prufukeyra og rýna vefsíðuna hvert fyrir sig í sumar og jafnvel móta sér loftslagsstefnu ef mögulegt er. Athugið að safna getur þurft saman ýmsum gögnum úr rekstri sveitarfélagsins til að meta losun frá rekstri.
•      Safna saman og skila ábendingum um það sem má betur fara á innri og ytri síðu verkfærakistunnar fyrir 24. ágúst nk. til sambandsins og Umhverfisstofnunar.

Óskað er eftir að áhugasamir fulltrúar sveitarfélaga sem sjá sér fært að taka þátt í rýni verkfærakistunnar í sumar sendi tölvupóst á netfangið eygerdur.margretardottir@samband.is fyrir 25. júní nk.“

Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið kl. 16:20. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 11. ágúst. kl  14.00. í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: