Sveitarstjórn

27. fundur 07. október 2003 kl. 10:30

27. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í Árnesi þriðjudaginn 7. október kl.10:30.

 

Fundinn sátu Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson í forföllum Más Haraldssonar, Aðalsteinn Guðmundsson og Björgvin Þór Harðarson í fjarveru Gunnars Marteinssonar. Einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.      Fundargerðir til staðfestingar

a)      Hreppsráðs frá 30 september

b)      Umhverfisnefndar frá 25. september

Varðandi fundargerð hreppsráðs lið 12 tillögur að deiliskipulagi var eftirfarandi bókað:  Fyrir lá nýr uppdráttur af deiliskipulagi Brautarholts þar sem búið var að víxla lóðum sbr. tillögu hreppsráðs, einnig var búið að bæta númeringu lóða.  Hreppsnefnd samþykkti breytingarnar.  Samþykkt að gera lóðirnar byggingarhæfar á haustmánuðum, sveitarstjóri semji við Verkfræðistofu Suðurlands um hönnun og eftirlit með gatnagerð.  Einnig samþykkt að sveitarstjóri í samráði við Verkfræðistofuna leiti samninga við verktaka um framkvæmdina.

Eftirfarandi lóðaúthlutun samþykkt með fyrirvara um endanlegt samþykki Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi.

Brautarholt 10: Jóhanna Valgeirsdóttir og Ágúst Guðmundsson

Brautarholt 7: Camilla Fors og Björgvin Skafti Bjarnason

Brautarholt 9 og 24: María Karen Ólafsdóttir og Valdimar Bjarnason

Sveitarstjóra falið að semja tillögu að gjaldskrá fyrir lóðir þar sem gert er ráð fyrir að þegar sett er varanlegt slitlag á götur verði innheimt gjald af lóðarhöfum. Samþykkt að lóðarleiga verði 1% af fasteignamati lóðar og að framkvæmdum verði að ljúka innan þriggja ára frá undirskrift lóðarsamnings. Tillagan verði lögð fyrir næsta fund hreppsnefndar. 

Sveitarstjóri kynnti drög að lóðarleigusamningi, samþykkt að bæta inn ákvæði um inntaks og tengigjöld vegna vatns, rafmagns og holræsa.

Varðandi fundargerð umhverfisnefndar sem fjallaði m.a. um drög að náttúruverndaráætlun.

Tillaga meirihluta:  Hreppsnefnd er samþykk því að fram fari endurskoðun friðlandsmarka í Þjórsárverum en leggur áherslu á að útfærsla þeirra verði gerð í nánu samstarfi við hreppsnefnd.    Þá mælir hreppsnefnd með hverfisnefnd fyrir Höfðaflatir.

Þrándur lagði til að ályktun umhverfisnefndar þar sem mælt er með hverfisvernd fyrir Höfðaflatir og Þjórsársvæði verði samþykkt óbreytt. 

Tillaga Þrándar felld með fjórum atkvæðum meirihluta.  Tillaga meirihluta samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta.  Þrír fulltrúar minnihluta voru á móti.

Hreppsnefnd vekur ennfremur athygli á að sú tillaga að friðlandsmörkum sem liggur fyrir í drögum að Náttúruverndaráætlun kom ekki frá hreppsnefnd Gnúpverjahrepps.

Varðandi fundargerð umhverfisnefndar þ.e. úttekt á fráveitu samþykkir hreppsnefnd að einnig skuli gerð úttekt á fráveitu í þéttbýlinu í Árnesi og Brautarholti.

Fundargerðirnar staðfestar með framkomnum athugasemdum.

2.      Aðrar fundargerðir

a)      Oddvitafundar Laugaráslæknishéraðs frá 3. september

b)      Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 12. september

c)      Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 17. september

Fundargerðirnar lagðar fram.

3.      Erindi frá Landsvirkjun dags. 30. september með ósk um viðræður um Norðlingaöldumál

Samþykkt, lagt til að þrír fulltrúar hreppsnefndar taki þátt í slíkum viðræðum. Aðalsteinn Guðmundsson, Tryggvi Steinarsson og Þrándur Ingvarsson.  Til vara Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Gunnar Örn Marteinsson.

4.      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26. september þar sem kynntur er úrskurður félagsmálaráðuneytis um heimildarákvæði sveitarfélaga til að lækka eða fella niður fasteignaskatt af tekjulitlum elli og örorkulífeyrisþegum.

Lagt fram.

5.      Erindi frá Hestamiðstöðinni Rangárbökkum. Lagt fram.

6.      Önnur mál

a)      Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til aðalfundar samtakanna 14. og 15. nóvember n.k. að Laugalandi í Holtum.  Óskað er tilnefningar fulltrúa á aðalfundinn. Samþykkt að fundinn sitji Aðalsteinn Guðmundson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Ólafur F. Leifsson.  Til vara Hrafnhildur Ágústsdóttir, Tryggvi Steinarsson og Gunnar Örn Marteinsson.

b)      Lögð voru fram erindi frá umhverfisráðuneyti dags. 1. október og 30. september 2003 þar sem kynntar eru stjórnsýslukærur vegna virkjunar í neðri hluta Þjórsár og leitað umsagnar hreppsnefndar um þær.  Oddviti kynnti drög að umsögn, samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að ganga frá svörum á grundvelli draganna.

c)      Lögð fram fundargerð eigendafundar félagsheimilisins Árness frá 29. september 2003.

d)      Sveitarstjóri kynnti akstursáætlun vegna tómstundaþátttöku barna á Flúðum.

e)      Fyrir lá kaupsamningur dags. 11. september 2003 vegna 50% hlutar í jörðinni Ásbrekku Gnúpverjahreppi.  Samþykkt að falla frá forkaupsrétti.

f)        Sveitarstjóri lagði fram ný drög að starfslýsingu fyrir verkstjóra áhaldahúss.  Samþykkt að vinna tillögu að starfslýsingu fyrir flokksstjóra áhaldahúss á svipuðum grunni.

 

Fundi slitið klukkan 13:40