Sveitarstjórn

29. fundur 02. desember 2003 kl. 10:30

29. fundur haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 2. desember 2003 kl 10:30 í Árnesi.

 Fundinn sátu Aðalsteinn Guðmundsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

Matthildur setti fund og lagði til að Aðalsteinn stýrði honum og var það samþykkt.  Aðalsteinn tók við fundarstjórn og greindi frá að hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefði hlotið hvatningarverðlaun Náttúruverndarsamtaka Íslands 2003. Samtökin gáfu einnig bókina ,,Um víðerni Snæfells” eftir Guðmund Pál Ólafsson.

Dagskrá:

1.      Tillaga um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2004 13.03% samþykkt.
2.      Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.  Sveitarstjóri lagði fram og kynnti tillögu að fjárhagsáætlun ásamt greinargerð.  Einnig var lagður fram vinnulisti fyrir tegundaáætlun.   Samþykkt að fela hreppsráði að vinna áætlunina frekar á grundvelli umræðna sem fóru fram á fundinum.  Einnig að vísa einstökum köflum til umsagnar viðeigandi nefnda.
3.     Fundargerðir til staðfestingar
a)      Hreppsráðs frá 25. nóvember

b)      Skólanefndar frá 25. nóvember ásamt samanburði á rekstri grunnskóla á einum stað eða tveimur.

c)      Umhverfisnefndar frá 18. nóvember

d)      Vinabæjarnefndar frá 18. nóvember og 14. október

Varðandi fundargerð skólanefndar var rætt um úttekt á skólahaldi.  Samþykkt að gerð verði úttekt á grunnskólastarfinu og leitað til Hrunamanna um að Flúðaskóli verði einnig aðili að úttektinni.  Formanni skólanefndar falið að leita eftir aðilum til slíkrar úttektar.

Matthildur ræddi fundargerð vinabæjarnefndar.

Fundargerðirnar staðfestar með framkomnum athugasemdum.

4.     Tilboð í sveitarstjórnarpakka Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá VÍS, samþykkt að taka tilboðinu og gera samning til þriggja ára.
5.     Akstur vegna tómstundastarfs grunnskólabarna á Flúðum.  Sveitarstjóri kynnti breytta áætlun sem gerð var í kjölfar könnunar á nýtingu akstursins.  Einnig greindi hún frá kvörtunum tveggja aðila í kjölfar breytinganna.  Engar athugasemdir voru gerðar.
6.     Erindi frá félagsmálaráðuneytinu varðandi nýtingu heimildarákvæðis í lögum um tekjustofna þ.e. lækkun/niðurfellingu fasteignaskatts af tekjulitlum ellilífeyris og örorkuþegum. Lagt fram.
7.     Snjómokstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, kynning á fyrirkomulagi ásamt tillögu að reglum.  Samþykkt að setja kynninguna í fréttabréfin. Sveitarstjóra falið að kanna hjá Vegagerðinni möguleika á tilfærslu mokstursdaga innan vikunnar. Einnig að spyrja um fyrirkomulag moksturs á Þjórsárdalsvegi frá Árnesi.
8.     Tillaga að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og stofngjald vatnsveitu.  Frestað til næsta fundar.
9.     Tillögur að starfslýsingum fyrir verkstjóra og flokksstjóra áhaldahúss.  Samþykktar.
10.   Sameiginleg skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu.  Ræddar hugmyndir Sveins Sælands oddvita Bláskógabyggðar.  Matthildur sagði frá væntanlegum oddvitafundi sem mun fjalla um og útfæra hugmyndirnar nánar.  Hluti hreppsnefndarmanna hefur efasemdir um sameiginlega skipulagsnefnd, Matthildi falið að koma þeim á framfæri við oddvitafund.
11.   Minnisatriði funda viðræðunefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar frá 11. nóvember og 24. október.
Þrándur hóf umræðuna og hvatti til þess að hreppsnefnd hraðaði niðurstöðu sinni í Norðlingaöldumáli, auðvelt væri að taka afstöðu á grundvelli þeirra gagna sem væru komin fram.  Tryggvi taldi að einungis þyrfti einn fund til viðbótar til að ljúka málinu á grundvelli þeirra viðbótarupplýsinga sem fram væru komnar.  Aðrir fundarmenn lýstu vilja sínum til að ljúka málinu sem fyrst.

12.    Önnur mál.
a)      Fyrir lá kaupsamningur um hluta úr landi Efri Brúnavalla Skeiða- og Gnúpverjahreppi dagsettur 21. nóvember 2003 og óskað afstöðu til forkaupsréttar. Samþykkt að neyta ekki forkaupsréttar.

b)      Fyrir lá kaupsamningur um Hraunbú Skeiða- og Gnúpverjahreppi dags. 27. nóvember 2003 og óskað afstöðu til forkaupsréttar.  Samþykkt að neyta ekki forkaupsréttar.

 

Fundi slitið kl. 15:40