Sveitarstjórn

33. fundur 17. febrúar 2004 kl. 10:30

33. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 17. febrúar 2004 klukkan 10:30 í Árnesi. 

Fundinn sátu Aðalsteinn Guðmundsson, Matthildur Vilhjálmsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Björgnin Þór Harðarson, Þrándur Ingvarsson, Tryggvi Steinarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Til fundarins komu einnig skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu Arinbjörn Vilhjálmsson og fulltrúar hönnuða aðalskipulags Oddur Hermannsson og Ómar Ívarsson.

 

Dagskrá:

1)      Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Kynnt var endurkoðuð tímaáætlun dags. 7. janúar 2004. Samþykktar eftirfarandi breytingar á henni.  Samræmingarfundur í hreppsnefnd verði 20. apríl, íbúafundur 29. apríl og fundur hreppsnefndar 4. maí. 

Farið var yfir tilhögun varðandi virkjanir í neðri Þjórsá.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir símtali við fulltrúa Landsvirkjunar þann 16. febrúar varðandi málið.

Farið var yfir skipulag á afrétti þar sem m.a. er gert ráð fyrir lónhæð Norðlingaöldu í 566mys. Gert er ráð fyrir stuðningi við stækkun friðlands í Þjórsárverum, rætt hvernig standa skuli að því. Rætt um að gera ráð fyrir ákvæðum um aðgengi að fossum í Þjórsá.

Tillaga kynnt um hverfisvernd við Laxárgljúfur og í Þjórsárdal. 

Lögð fram samantekt frá Páli Imsland jarðfræðingi varðandi jarðfræðileg atriði sem ætti að taka inni aðalskipulag að hans mati.

2)      Önnur mál

a)      Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi með umsókn um leyfi til sölu gistingar og/eða veitinga frá Eignarhaldsfélaginu Karat, Hótel Heklu á Brjánsstöðum, óskað er umsagnar hreppsnefndar.  Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

b)      Kynnt tilboð vegna stólakaupa í Brautarholti, samþykkt að kaupa 80 stóla og yfirdekkja 30.

c)      Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 10. febrúar þar sem kynnt er Grunnskólaþing sveitarfélaga.

d)      Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við Loft Erlingsson um leigu á Brautarholtsskóla og tjaldsvæði til ferðaþjónustureksturs.

 

Fundi slitið kl. 12:45