Sveitarstjórn

65. fundur 11. ágúst 2021 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • oddviti
  • Jónas Yngvi Ásgrímsson í forföllum Einars Bjarnasonar
  • Matthías Bjarnason
  • Gunnar Örn Marteinsson í forföllum Ingvars Hjálmarssonar
Starfsmenn
  • Auk þess sat Sylvía Karen Heimisdóttir sveitarstjóri fundinn og ritaði einnig fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Úrskurður v. stjórnsýslukæru

Úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kynntur til umræðu. Niðurstaða úrskurðarins var sú að álagning sveitarfélagsins á gatnagerðargjöldum  í desember 2019 var talin ólögmæt á grundvelli þess að um skattlagningu er að ræða en ekki endurgjald á þjónustu. Þar af leiðir voru kröfurnar fyrndar. að mati ráðuneytisins.

Miklar umræður áttu sér stað. Farið var upphaflega eftir áliti lögmanna við ákvörðun um álagningu þessara gatnagerðargjalda sem töldu líklegt að álagning væri heimil. Sveitarstjórn telur ekki forsendu fyrir því að fara í frekari málaferli þar sem það væri mjög íþyngjandi fyrir íbúana og kostnaðarsamt og tímafrekt fyrir alla aðila.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hlíta úrskurði ráðuneytisins og falla frá þeim kröfum sem lagðar voru vegna þessara gatnagerðargjalda. Taka þarf tillit þessa úrskurðar í viðauka við fjárhagsáætlun.

 

2. Úrskurður Persónuverndar

Úrskurður Persónuverndar lagður fram og kynntur sveitarstjórn

 

3. Sorpútboð

Lögð fram fundargerð frá opnunarfundi tilboða v. útboðs við sorphreinsun í sveitarfélaginu sem haldinn var í Bláskógabyggð 8. júlí sl, ásamt minnisblaði um yfirferð tilboða, kostnaðaráætlun og tilboði íslenska gámafélagsins. Íslenska gámafélagið var lægstbjóðandi. Öll gögn hafa verið yfirfarin og uppfyllir lægstbjóðandi allar þær kröfur sem gerðar voru í útboðsgögnunum.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra umboð og heimild til að ganga til samninga við Íslenska gámafélagið um sorphirðu í sveitarfélaginu á grundvelli útboðsgagna.

 

4. Útboð fráveituframkvæmdir Skólabraut

Lögð fram tilboð v. útboðs við fráveituframkvæmdir við Skólabraut, þ.e. lagning, fráveituröra, vatnsveituröra og ljósleiðararöra, ásamt minnisblaði um yfirferð tilboða, kostnaðaráætlun og tilboði Ólafsvalla. Tvö tilboð bárust frá Ólafsvöllum ehf. og Nesey ehf. Ólafsvellir ehf. voru lægstir.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra umboð og heimild til að ganga til samninga við Ólafsvelli ehf., um framkvæmdir við Skólabraut á grundvelli útboðsgagna. Tekið hefur verið tillit til framkvæmdanna í áður gerðum viðauka við fjárhagsáætlun.

 

5. Reglur um gatnagerðargjöld í þéttbýli Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Oddviti kynnti drög að endurskoðaðri samþykkt um gjaldskrá gatnagerðargjalda í þéttbýli Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 

Sveitarstjórn tók samþykkt um gjaldskrá gatnagerðargjalda í þéttbýli Skeiða- og Gnúpverjahrepps til fyrstu umræðu. Athugasemdir voru ræddar og tekið tillit til þeirra. Vísað til annarrar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
 

6. Reglur um úthlutun lóða

Reglur um lóða úthlutun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Nýjar reglur um úthlutun lóða kynntar.

 

7. Reglur um skólaakstur

Gunnar Örn vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Oddviti kynnti reglur um skólaakstur í samræmi við reglugerð um skólaakstur nr. 656/2009. Reglur um skólaakstur vísað til skólanefndar.

 

Samhliða er einnig lagður fram og kynntur samningur við skólabílstjóra sem gildir í eitt ár.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir vék af fundi þegar samningur við skólabílstjóra var lagður fram og samþykktur.

 

8. Svör Landsvirkjunar við spurningum af 61. fundi

    Lagt fram til kynningar.

 

9. Starfshæfi sveitarstjórna

Ákvörðun Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins dags 27. júlí 2021 um framlengingu á heimild á grundvelli bráðabirgðaákvæðis til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnalaga til að tryggja starfshæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags kynnt og tekið til umræðu.

 

10. Gjaldskrá Leikskólans

Lögð fram gjaldskrá leikskólans Leikholts sem lögð var til á fundi skólanefndar 18. maí 2021. Leggur sveitarstjóri til að hún gildi frá 1. september 2021.

Gunnar Örn lagði fram eftirfarandi bókun og Jónas Yngvi tók undir hana:

Ég tel að sú ákvörðun að hafa gjaldfrjálsan leikskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi á undanförnum árum meðal annars stuðlað að jákvæðri íbúaþróun í sveitarfélaginu. Gjaldfrjáls leikskóli vegur einnig upp á móti kostnaði foreldra sem lengst búa frá leikskólanum en í mörgum tilfellum er þar um verulegan kostnað að ræða. 

Björgvin Skafti, Anna Sigríður og Matthías styðja og samþykkja framlagða gjaldskrá við leikskólann og að gildistími hennar sé frá 1. september 2021. Gunnar Örn greiðir atkvæði gegn tillögu að gjaldskrá og álagningu leikskólagjalds og Jónas situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

 

11. Umsókn Vörðufells um lóðir í Brautarholti

Vörðufell óskar eftir að fá vilyrði fyrir tveimur einbýlishúsalóðum sem skilgreindar eru á deiliskipulagi í Brautarholti og að þeim verði breytt í raðhús með þremur íbúðum.

Sveitarstjórn telur ekki hægt að veita vilyrði fyrir lóðum í Brautarholti að þessu sinni þar sem vinna deiliskipulags í Brautarholti er enn í gangi.

 

12. Umsókn um styrk v. atvinnuuppbyggingar

Umsókn Traðarlands ehf. um styrk til atvinnuuppbyggingar.

Sveitarstjórn hafnar beiðni um styrk úr Atvinnuvegasjóði þar sem sjóðurinn var lagður niður og lokað 31.12.2016 en fyrir mistök var veittur styrkur í nafni sjóðsins árið 2019.

 

13. Samningur vegna landgræðslusvæða og girðinga á Hafinu

Samningur og reglur vegna landgræðslusvæða og girðinga við Hafið við Landgræðsluna lagðir fram. Landgræðsla hyggst með samningnum afhenda landgræðslusvæði á Hafinu til Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Sveitarstjóra falið að ganga frá og samþykkja reglur og samning um girðingar og beitarfriðun við Landgræðsluna.

 

14. Niðurstöður ryksýna í Brautarholti

Niðurstöður ryksýna frá Náttúrufræðistofnun lagðar fram til kynningar.

Sveitarstjórn finnst ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til við framkvæmdirnar og þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg sem og starfsfólki, börnum og foreldrum barna á leikskólanum Leikholti fyrir þolinmæði í þessu verkefni.

 

Jónas Ingvi Ásgrímsson yfirgaf fundinn.

 

15. Fjárhagsmál- sjóðsstreymi yfirdráttur

Sveitarstjóri lagði fram sjóðsstreymisáætlun fyrir sveitarsjóð fyrir ágúst- október 2021. Mikið hefur mætt á rekstrinum sökum myglunnar í Brautarholti sem nú sér fyrir endann á. Yfirdráttarheimild á ráðstöfunarreikningi sveitarfélagsins stendur nú í 60 milljónum.. Framundan eru framkvæmdir á Skólabraut sem nú þegar heftur verið tekið tillit til í viðauka. Sveitarstjóri leggur til að yfirdráttarheimild verði framlengd óbreytt og óskar eftir heimild til að framlengja honum í 3 mánuði eða til 18. nóvember.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlengingu á yfirdráttarheimild óbreyttri til 18. nóvember og heimilar sveitarstjóra að ganga frá því við bankastofnun.

16. Afskriftir skulda viðskiptavina

Sveitarstjóri lagði fram afskriftartillögu á kröfum skuldara að fjárhæð 1.492.618 kr. sem sveitarstjóri telur litlar líkur á að náist innheimta á. Um er að ræða eldri kröfur allt frá árinu 2002 og því stór hluti krafnanna nú þegar fyrndar.

Afskriftarrtillaga samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að annast frágang málsins.

 

17. Heimild til lækkunar eða niðurfellingar dráttarvaxta

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags 16. Júlí 2021, varðandi heimild til þess að lækka eða fella niður dráttarvexti á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði vegna Covid 19 lagt fram og sveitarstjóra falið að setja upp reglur að heimild til lækkunar eða niðurfellingar dráttarvaxta.

 

18. Skýrsla um stöðu innleiðingar Árósasamningsins

Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags 21. júlí 2021 um uppfærslu á stöðu innleiðingar Árósasamningsins hér á landi lögð fram til kynningar. Umsagnarfrestur er til 23. ágúst 2021.

 

19. Aðalskipulag Grímsnes og Grafningshrepps- umsagnarbeiðni

Erindi skipulagsfulltrúa UTU dags 15. júlí 2021 um breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps lagt fram til kynningar. Umsagnarfrestur er til 20 ágúst nk. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um frest til umsagnar til 25. Ágúst nk.

 

20. Endurskoðun aðalskipulags Ásahrepps - umsagnarbeiðni

Erindi skipulagsfulltrúa UTU dags 23. júní 2021 um endurskoðun á aðaskipulagi Ásahrepps lagt fram til kynningar. Umsagnarfrestur er til 13.ágúst nk.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um frest til athugasemda til 25. Ágúst nk.

 

21. Fundargerðir skipulagsnefndar

220 fundur skipulagsnefndar

52. Selhöfði og Sandártunga í Þjórsárdal; Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis AF9; Aðalskipulagsbreyting - 2106075

Lögð er fram umsókn frá Rauðukömbum er varðar heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og gerð deiliskipulags vegna Selhöfða og Sandártungu í Þjórsárdal.

Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir með 2 atkvæðum heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og gerð deiliskipulags vegna Selhöfða og Sandártungu í Þjórsárdal. Anna Sigríður og Gunnar Örn sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Gunnar Örn leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég er ósáttur við að hin forna sprengisandsleið verði nýtt sem akstursleið fyrir gesti hótelsins við Reykholt.

   

53. Selhöfði og Sandártunga í Þjórsárdal; Deiliskipulag - 2106076

Lögð er fram umsókn frá Rauðukömbum er varðar heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og gerð deiliskipulags vegna Selhöfða og Sandártungu í Þjórsárdal.

Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir með tveimur atkvæðum heimild fyrir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og gerð deiliskipulags vegna Selhöfða og Sandártungu í Þjórsárdal. Anna Sigríður og Gunnar Örn sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Gunnar Örn leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég er ósáttur við að hin forna sprengisandsleið verði nýtt sem akstursleið fyrir gesti hótelsins við Reykholt.

   

54. Ásbrekka (L166535); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með kjallara og risi - 2104101

Lögð er fram beiðni um endurskoðun ákvörðunar skipulagsnefndar og sveitarstjórnar er varðar gerð deiliskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á 499,8 m2 íbúðarhúsi með kjallara og risi og innbyggðum tvöföldum bílskúr á jörðinni Ásbrekku í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reit innan sveitarfélags. Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðamynstur þ.m.t. nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa. Nefndin ítrekar fyrri bókun vegna málsins og telur að svo umfangsmikil framkvæmd á óröskuðu svæði í tæplega 1 km fjarlægð frá núverandi bæjarhlaði jarðarinnar sé þess eðlis að ástæða sé til að fara fram á gerð deiliskipulags. Samhliða mætti gera grein fyrir hugsanlegum framtíðar bygginga- og/eða framkvæmdaáformum innan jarðarinnar og gera grein fyrir núverandi notkun þeirra húsa sem þar eru fyrir. Skipulagnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að unnið verið deiliskipulag fyrir svæðið.

Sveitarstjórn samþykkir að farið verði fram á gerð deiliskipulags  á svæðinu vegna umsóknar um byggingarleyfi og muni þar m.a. þurfa að gera grein fyrir framkvæmdaheimildum innan jarðarinnar sem taka til húsbygginga, vega og/eða annarra framkvæmda innan svæðis

   

55. Mið- og Árhraunsvegur L225283; Skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting - 2103073

Lögð er fram umsókn frá Ósum ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi að Kílhrauni. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 70 fm í stað 25 fm samkvæmt núverandi skilmálum.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að viðkomandi breyting á deiliskipulagi verði samþykkt og að málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.

   

56. Sandlækur 1 (L166590); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús - 2106042

Fyrir liggur umsókn Valgerðar Erlingsdóttur og Lofts Erlingssonar, móttekin 10.06.2021, um byggingarleyfi til að byggja 87 m2 íbúðarhús á einni hæð á jörðinni Sandlækur 1 L166590 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar samþykkir sveitarstjórn að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

   

57. Markhóll (L230917); umsókn um byggingarleyfi; gestahús - 2106051

Fyrir liggur umsókn Anne B. Hansen fyrir hönd Elínar Þórðardóttur, móttekin 14.06.2021, um byggingarleyfi til að flytja fullbúið 25,8 m2 hús frá Árhraunsvegi 17 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á lóðina Markhóll L230917 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem skriflegt samþykki nágranna liggur fyrir mælist nefndin til þess að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

 

221 fundur skipulagsnefndar

32. Hraunhólar L166567; Íbúða- og frístundabyggð; Stækkun svæðis og fjölgun lóða; Aðalskipulagsbreyting - 1803045

Lögð er fram að nýju tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Hraunhóla L166567 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir kynningu. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íbúðarsvæði sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk þess sem frístundasvæði F42 stækkar sem nemur um 3 ha með möguleika á 4 lóðum til viðbótar. Athugasemdir bárust á kynningartíma tillögunnar sem brugðist hefur verið við innan gagna málsins.

Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Hraunhóla í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Hraunhóla í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.

                 

33. Minni-Mástunga (L166582); umsókn um byggingarleyfi; nautaeldishús - 2106156

Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Jóns M. Finnbogasonar og Finnboga Jóhannssonar, móttekin 24.06.2021, um byggingarleyfi til að byggja 138,3 m2 nautaeldishús á þegar byggðan áburðarkjallara (árið~1980) á jörðinni Minni-Mástunga L166582 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar samþykkir sveitarstjórn að vísa málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa..

 

22. Aðalskráning fornleifa - áfangaskýrsla 2

Skýrsla var lögð fram og kynnt á 64. fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps

 

23. Sorpstöð Suðurlands 303. fundargerð 22. júní 2021

Fundargerð lögð fram og kynnt

 

24. 2. og 3. fundur stjórnarnefndar Þjóðveldisbæjar júní 2021

Fundargerðir lagðar fram og kynntar.

 

25. Fundargerðir frá Byggðasafni Árnesinga

Fundargerðir lagðar fram og kynntar.

 

26. Aðalfundarboð Rangárbakka

Aðalfundur Rangárbakka 17. ágúst 2021. Anna Sigríður Valdimarsdóttir mætir á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

27. Önnur mál löglega fram borin

Umsókn um lóð. Lóðin Nautavað 2 var auglýst til laus umsóknar hinn 14. júní sl. Tvær umsóknir bárust, annars vegar frá Þórði Guðna Ingvasyni og Jóni Gautasyni. Hingað til hefur venjan verið sú að fyrstur kemur fyrstur fær. Þar sem Þórður sótti fyrst um hana mælir sveitarstjóri til að gerður verði lóðarleigusamningur við Þórð Guðna.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Þórðar Guðna Ingvasyni.

 

Skil á lóð. Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir og Grétar Ólafsson fengu úthlutaðri lóð í mars sl. að Hamragerði 14, Árnesi. Að þeirra beiðni óska þau eftir að fá að skila lóðinni aftur til sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að taka aftur við lóðinni.

 

Framkvæmdaleyfi Vikurnáma. Búið er að sækja um um framkvæmdaleyfi í samráðsgátt UTU. Oddviti lagði til að sveitarstjórn samþykkti framkvæmdaleyfi til handa BM Vallár vegna vikurnáms í Búrfellsnámu.

Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúi UTU gefi út framkvæmdaleyfi til handa BM Vallár.

 

Íbúafundur. Anna Sigríður leggur til eftirfarandi erindi:

Ég legg til að sveitarstjórn óski eftir opnum fundi þar sem Landvirkjun sitji fyrir svörum, m.a.er varðar umsókn um virkjanaleyfi vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Þá að kölluð sé ti lögfróð manneskja í skipulagsmálum til að fara yfir stöðu mála m.a. rétt og skyldu sveitar-stjórnar og sveitarfélagsins í þessum efnum og ferlum í skipulagsmálum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Önnu Sigríðar um íbúafund og felur sveitarstjóra og oddvita að undirbúa fund með íbúum.

 

Leiðrétting á samþykkt á aðalskipulagi. Anna Sigríður óskaði eftir að bókun hennar frá fundi sveitarstjórnar 6. nóvember 2019 við samþykkt á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps verði látin fylgja með í greinargerð að aðalskipulaginu

Samþykki mitt á aðaskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 er með þeim fyrirvara að innan þess rúmast hugmyndir sem ég tel að gagni um of á samfélags-, náttúru- og menningarverðmæti að ég geti tekið undir þau. Fyrir það fyrsta get ég ekki samþykkt fyrir mitt leyti Hvammsvirkjun, né virkjanir fyrir neðan Þjórsá. Það hef ég rökstutt á öðrum vettvangi og vsa til þeirra í opinberum gögnum (m.a. á ramma.is). Þá eru áform um uppbyggingu hótels- og veitingastaðar í Reykholti, Þjórsárdal sem ég tel að myndu valda óafturkræfum, neikvæðum áhrifum á náttúru- og menningarminjar í dalnum.

Sveitarstjóra falið að láta leiðrétta og bæta þessari bókun við greinargerð við aðalskipulagið.

Fundi slitið kl. 18.35. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  25. ágúst 2021 kl  14.00. í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: