Sveitarstjórn

38. fundur 04. maí 2004 kl. 10:30

38. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 4. maí kl. 10:30 í Árnesi. 

Fundinn sátu Aðalsteinn Guðmundsson, , Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson og Ingunn Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.     Ársreikningur vegna ársins 2003 lagður fram til fyrri umræðu.  Til fundarins var mættur fulltrúi KPMG Endurskoðunar Einar Sveinbjörnsson.  Kynnti hann ársreikninginn og endurskoðunarvinnuna.  Samþykkt var að vísa ársreikningi til síðari umræðu.
2.     Fundargerðir til staðfestingar
a)      Félagsmálanefndar uppsveita frá 19. apríl

b)     Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 30.mars

c)      Skipulagsnefndar uppsveita frá 13. apríl  

Fundargerðirnar staðfestar.

3.     Fundargerðir til kynningar
a)      Stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 15. mars

b)     Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 24. mars

c)      Skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga frá 13. apríl

d)     Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 31. mars

e)      Héraðsnefndar Árnesinga frá 13. mars

f)       Stjórnar SASS frá 2. apríl´

Fundargerðirnar lagðar fram.

4.     Deiliskipulag Stóra-Núpi.  Tekin var fyrir tillaga að deiliskipulagi bæjartorfunnar á Stóra-Núpi sbr. uppdrátt dags. 4. júní 2003 sem samþykktur var til auglýsingar þann 1. júlí 2003.  Rifjaðar voru upp þær athugasemdir sem bárust í kjölfar auglýsingar.  Í kjölfar athugasemdanna hafa hönnuðir, skipulagsfulltrúi og sveitarstjóri rætt við málsaðila á nokkrum fundum. Skipulagsfulltrúi og sveitarstjóri kynntu tillögur að smávægilegum breytingum sem urðu til við lokayfirferð á fundi hönnuða, skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra sbr. uppdrátt dags. 3. maí 2004 og sveitarstjóri hafði kynnt málsaðilum símleiðis.  Kynnt voru drög að svari til athugasemdaraðila. Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar hreppsnefndar. 
5.     Erindi frá Málflutningsskrifstofunni þar sem óskað er afstöðu til forkaupsréttar og aðilaskipta á 6.36 ha landspildu úr landi Skaftholts.  Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við skiptingu landsins eins og samningurinn gerir ráð fyrir og samþykkir einnig að falla frá forkaupsrétti.
6.     Erindi frá Landvernd þar sem tilkynnt er afhending Grænfánans sem er alþjóðlegt merki um gott umhverfisstarf og menntun í skólum til Brautarholts og Gnúpverjaskóla og leikskólans Leikholts.   Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mun afhenda fánana þann 18. maí n.k.
7.     Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi þar sem óskað er umsagnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um leyfi til reksturs veitingastofu í Brautarholti. 
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.

8.     Erindi frá Landgræðslu ríkisins dags. 6. apríl varðandi ástand lands á Gnúpverjaafrétti með tilliti til gæðastýringar í sauðfjárrækt.  Einnig afrit af samskonar erindi til afréttamálafélags Flóa og Skeiða.  Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar hreppsnefndar.
9.     Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dags. 6. apríl með tillögu um stofnkostnaðarþátttöku sveitarfélaga á Suðurlandi í Íþróttamiðstöð Íslands, Laugarvatni.
Hreppsnefnd samþykkir að taka þátt í uppbyggingu íþróttamiðstöðvar miðað við framlagðar forsendur.

10.    Tilboð frá K-2 ehf dags. 19. apríl í hreinsun loftræstikerfa í Árnesi og Skeiðalaug.
Lagt fram til kynningar.

11.    Ársreikningur Hitaveitufélags Gnúpverja ehf lagður fram til kynningar.
12.    Erindi frá Rangárbökkum hestamiðstöð Suðurlands ehf dags. 22. mars þar sem óskað er eftir framlagningu á hlutafé.  Samþykkt að greiða kr.400.000 á árinu 2004 og eftirstöðvar framlags sbr. erindið árið 2005.
13.    Erindi frá Landbúnaðarnefnd Alþingis dags. 1. apríl þar sem óskað er umsagnar um frumvörp til jarðarlaga og ábúðarlaga. 
Lagt fram.

14.    Tillaga að gjaldskrá sundlauga, stök skipti, börn 100kr og fullorðnir 250kr.  Tíu skipta kort barna kr.500 og fullorðinna 1.500kr. Samþykkt.
15.    Tillaga að gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir gatnagerðargjald í þéttbýli.
Samþykkt.

16.    Erindi frá framkvæmdanefnd búvörusamninga dags. 11. mars um eftirlit búfjáreftirlitsmanna með skráningu bænda í gæðahandbók.
Hreppsnefnd mótmælir þeirri upphæð sem Framkvæmdanefnd búvörusamninga hyggst greiða fyrir vinnu búfjáreftirlits við gæðahandbók og skorar á að hún verði í samræmi við vinnuframlag.

17.    Greinargerð frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dags. í apríl í tilefni af starfi nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.
Lögð fram til kynningar.

18.    Kynning á afstöðu sveitarfélagsins Ölfuss vegna sorpurðunar í Kirkjuferjuhjáleigu dags. 10. febrúar 2004
Lagt fram til kynningar.

19.    Erindi frá Trésmíðafélagi Reykjavíkur dags. 19. apríl þar sem óskað er heimildar til skógræktar á Stóra Hofi.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að stunduð verði skógrækt á Stóra-Hofi.

20.    Önnur mál.
a. Hreppsnefnd fagnar því að rekstur Kertasmiðjunnar skuli vera hafinn í Brautarholti. 

b.      Opnun tilboða í viðhald utanhúss í Brautarholti.  Tilboð bárust frá Skrauthúsum ehf í Kópavogi kr.8.892.300, Fulningu ehf, Hafnarfirði, kr.11.431.045, Ólafi F. Leifssyni Skeiðum kr.11.832.473, Ólafi F. Leifssyni frávikstilboð kr.11.116.734, Hagleiksmenn ehf Skeiðum kr.14.180.900, RBG-Verktakar ehf Reykjavík kr.14.914.100. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá kr.11.510.600. 

Samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra í samráði við Guðjón Sigfússon að velja það tilboð sem hagstæðast er talið fyrir verkkaupa, að því gefnu að reynsla og staða bjóðanda sé ásættanleg.

Ólafur F. Leifsson vék af fundi meðan þessi liður var til umfjöllunar og afgreiðslu.

c. Aðalfundur Límtrés sem haldinn verður föstudaginn 7. maí n.k. Samþykkt að fela Ingunni Guðmundsdóttur að fara með atkvæði hreppsins á aðalfundinum.

 

Fundi var slitið kl. 14:40