Sveitarstjórn

40. fundur 01. júní 2004 kl. 10:30

40. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 1. júní 2004 kl. 10:30 í Árnesi.  

Fundinn sátu Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.     Kosning fulltrúa til eins árs sbr. sveitarstjórnarlög og samþykkt um stjórn og fundasköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps:
Í kjörstjórn voru kosin.  Aðalmenn:  Bjarni G. Bjarnason, Örlygur Sigurðsson og Bergljót Þorsteinsdóttir.  Til vara Páll Árnason, Helga Guðlaugsdóttir og Einar Guðnason.
Oddviti var kosinn Aðalsteinn Guðmundsson með fjórum atkvæðum meirihluta fulltrúar minnihluta sátu hjá.
Varaoddviti var kosinn Tryggvi Steinarsson með fjórum atkvæðum meirihluta fulltrúar minnihluta sátu hjá.

Í hreppsráð voru kosin. Aðalmenn: Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Gunnar Örn Marteinsson.  Til vara:  Tryggvi Steinarsson, Aðalsteinn Guðmundsson og Ólafur F. Leifsson.
Skoðunarmenn reikninga voru kosnir.  Aðalmenn Sólveig Indriðadóttir, Birna Þorsteinsdóttir og til vara Viðar Gunngeirsson og Bjarni Ó. Valdimarsson.
Aðalfundur Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga. Samþykkt að fresta því kjöri þar til fundarboð berst.
2.     Fundargerðir til staðfestingar
Hreppsráðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 25. maí
Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 19. maí
Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 18. maí
Umræður og athugasemdir. 

Varðandi skipulagsmál í fundargerð hreppsráðs og  fundargerð skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu kom skipulagsfulltrúi á fundinn. 

Tekin var til umfjöllunar tillaga að deiliskipulagi í landi Stóra-Núps sbr. uppdrátt dags. 4. júní 2004 tillagan var til umfjöllunar í hreppsráði og vísað til endanlegrar afgreiðslu hreppsnefndar.  Fyrir lágu drög að svörum við athugasemdum sem bárust við auglýsta tillögu. Hreppsnefnd fól skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að ganga frá þeim á grundvelli draganna. 

Þá samþykkti hreppsnefnd eftirfarandi breytingar frá fyrirliggjandi uppdrætti. 

a)    Að lóð B á landi Stóra Núps 2 verði stækkuð þannig að hún nái að aðkomuvegi en að aðkoma að kirkju og kirkjugarði verði tryggð með kvöðum í greinargerð. 
Hreppsnefnd sér ekki ástæðu til að gera breytingar á texta í greinargerð og samþykkir tillögu að deiliskipulagi í landi Stóra-Núps svo breytta. 

Gunnar Örn Marteinsson bað um að bókað yrði að hann sjái ekki ástæðu til að verða við beiðni um stækkun lóðar B í landi Stóra Núps 2.

Vísað til skipulagsfulltrúa

 

Tekin voru fyrir eftirtalin mál úr fundargerð skipulagsnefndar.

Þrándartún í landi Þrándarlundar í Gnúpverjahreppi, 3 frístundabústaðir.

Lögð fram tillaga um framkvæmdaleyfi fyrir 3 frístundabústöðum í landi Þrándarlundar. Gert er ráð fyrir frístundalóðum fyrir hvern þeirra 6.848 m2 að stærð og fylgja skipulagsskilmálar tillögunni.

Skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu hefur á fundi sínum 19.maí lagt til að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir 3 bústöðum  enda olli misskilningur um skipulagsferli því að framkvæmdaaðili er langt kominn með undirbúning framkvæmdarinnar. Tillagan er í samræmi við tillögur um frístundabyggð á þessum stað í aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps sem er á lokastigi í vinnslu.

Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi fyrir 3 bústöðum skv. 3.tölulið viðauka við Skipulags-og byggingarlög með þeim fyrirvara að meðmæli Skipulagsstofnunar fáist fyrir framkvæmdaleyfinu. Vísað til skipulagsfulltrúa.

 

Þrándartún í landi Þrándarlundar í Gnúpverjarhreppi, frístundabyggð.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Þrándartúni sunnan þjóðvegar í landi Þrándarlundar. Gert er ráð fyrir 6 frístundalóðum að stærðinni 6.848 m2 hver og 6 hesthúsalóðum að stærðinni 5.000 m2 hver.

Skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu hefur  á fundi sínum 19.maí lagt til að tillagan verði auglýst skv. 25.grein Skipulags-og byggingarlaga.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um auglýsingu tillögunnar.

Vísað til skipulagsfulltrúa.

Votamýri á Skeiðum, 2 frístundalóðir
Lagður fram deiliskipulagsuppdráttur tveggja frístundalóða í landi Votumýrar á Skeiðum. Skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu hefur  á fundi sínum 19.maí lagt til að tillagan verði auglýst skv. 3.tl. viðauka við Skipulags-og byggingarlög enda er ekkert aðalskipulag í gildi í Skeiðahrepp.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um auglýsingu tillögunnar.

Vísað til skipulagsfulltrúa

Skipulagsfulltrúi kynnti ennfremur nýtt mál sem ekki hafði fengið umfjöllun skipulagsnefndar.

Ósabakki á Skeiðum, frístundabústaður

Lögð fram tillaga að nýrri frístundalóð í landi Ósabakka. Teikning sýnir einnig legu bústaðar sem byggður var fyrir allmörgum árum.

Sveitarstjórn samþykkir að veitar framkvæmdaleyfi fyrir bústaðnum skv. 3.tl. viðauka við Skipulags-og byggingarlög með þeim fyrirvara að meðmæli Skipulagsstofnunar fáist fyrir framkvæmdaleyfinu. Lega og lóðarafmörkun áðurgerðs bústaðar einnig samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að leiðbeina umsækjendum og hönnuði um frágang teikninga í samræmi við kröfur Skipulagsstofnunar um fylgigögn með framkvæmdaleyfum skv. 3.tölulið. Mikilvægt er að mörk og stærðir eignalanda og leigulóða séu skýrt framsett á uppdrætti. Vísað til skipulagsfulltrúa

Varðandi fundargerð hreppsráðs.  Tekið var til afgreiðslu erindi Skólaskrifstofu Suðurlands sem áður var til umfjöllunar í hreppsráði.  Lögð var fram umsögn skólastjóra Brautarholts og Gnúpverjaskóla.  Hreppsnefnd samþykkir að verkefnið verði falið Skólaskrifstofu.

Sveitarstjóri lagði fram nýjan lista yfir þátttakendur í vinnuskóla sem samþykkt var að hæfist þann 7. júní og lyki 30. júlí.

Fundargerðirnar staðfestar með framkomnum athugasemdum.

3.     Fundargerðir til kynningar
 Stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 5. maí
Gunnar Örn spurði um stöðu mála varðandi stöðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps við Brunavarnir Árnessýslu.  Hreppsnefndarmenn ræddu brunavarnir sem enn eru á tveimur stöðum fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp þ.e. Skeiðin hjá Brunavörnum Árnessýslu og Gnúpverjahreppur hjá Brunavörnum Gnúpverja og Hrunamanna.  Hreppsnefnd samþykkir að leita eftir viðræðum við Brunavarnir Árnessýslu um aðild fyrir Gnúpverjahluta hreppsins. Þá skorar hreppsnefnd á Hrunamenn að gera slíkt hið sama.

4.     Erindi frá Landsvirkjun varðandi aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2003-2015 Norðlingaöldulón.  Í erindinu fer Landsvirkjun framá að yfirfallshæð stíflu við Norðlingaöldulón verði 567.8 m y.s.  Að vetrarlagi yrði lónið rekið í um 567,5 m y.s. til þess að komast hjá alvarlegum vandamálum vegna ísmyndunar.
Oddviti lagði til að hreppsnefnd samþykkti að gera ráð fyrir þeirri tilhögun í aðalskipulagi.  Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Tryggvi Steinarsson lagði fram bókun: ,,Í ljósi leiðréttra hæðarmælinga í Eyvafeni auk lækkunar á vertrarhæð Norðlingaöldulóns miðað við það sem áður var óskað eftir tel ég framkvæmdina standast skilyrði í úrskurði setts umhverfisráðherra á mati á umhverfisáhrifum.”

Hrafnhildur Ágústsdóttir lagði fram bókun: ,,Ég lít þannig á að úrskurður setts umhverfisráðherra Jóns Kristjánssonar frá því í janúar 2003 hafi verið sú sátt sem allir hefðu getað fallist á. Því eru það vonbrigði að Landsvirkjun skildi ekki geta sæst á þann úrskurð sem sátt var um.  En lengra virðist ekki hægt að komast að svo komnu máli, þó hefur mikið áunnist með mikilli vinnu meirihluta hreppsnefndar.  Því greiði ég atkvæði með.”

Aðalsteinn Guðmundsson tók undir efni bókananna.

Áréttað er að samráðsnefnd hreppsnefndar og Landsvirkjunar mun starfa áfram varðandi undirbúning og aðdraganda allan.

5.     Tillögur að starfslýsingum, skipuriti og starfsmannastefnu vegna gerðar símenntunaráætlunar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Lagðar fram.
6.     Erindi frá Landvernd dags. 25. maí um Norðlingaölduveitu.  Lagt fram.
7.     Erindi frá Umhverfisstofnun dags. 11. maí varðandi aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Vísað til gerðar aðalskipulags.
8.     Önnur mál
a)      Oddviti kynnti eftirfarandi tillögu: ,,Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að óska eftir því við umhverfisráðherra að Þjórsárverin verði sett á heimsminjaskrá.” Greinargerð með tillögunni: ,,Þjórsárverin eru einstök svæði, ekki bara á íslenskan mælikvarða heldur á heimsmælikvarða.  Þetta er eitt þriggja ramsarsvæða á Íslandi. Mjög miklar úttektir hafa nú þegar verið gerðar af svæðinu, sem mun koma sér vel við umsókn sem þessa.” Hreppsnefndarmenn ræddu tillöguna lítillega og samþykktu að taka hana á dagskrá hreppsnefndarfundar þar sem nánari upplýsingar kæmu fram um þýðingu þessa fyrir sveitarfélagið.

b)      Samþykkt að halda hreppsnefndarfund 21. júní n.k. þar sem fjallað verður um aðalskipulag og fleira.

c)      Sveitarstjóri kynnti fyrirkomulag væntanlegs fundar fráveitunefndar umhverfisráðuneytis með sveitarstjórn.

d)      Lagt var fram erindi frá nefnd félagsmálaráðuneytisins um sameiningu sveitarfélaga dags. 26. maí. Þar sem boðað er til fundar með sveitarstjórnum uppsveita þann 3. júní n.k.

e)      Fundargerð félagsmálanefndar frá 24. maí ásamt tillögu að reglum um heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð. Fundargerðin staðfest.

f)        Erindi frá Landgræðslu ríkisins dags. 19. maí 2004 með ábendingu um gróðurskemmdir í nágrenni við Stöng.  Hreppsnefnd er samþykk því að nauðsynlegt sé að bregðast við með því að beina umferð hjá.

g)      Umræður um leikskólamál, samþykkt að fela sveitarstjóra að kalla saman vinnuhóp um leikskólamál.

 

 

Fundi var slitið klukkan 14:00