Sveitarstjórn

42. fundur 03. ágúst 2004 kl. 10:30

42. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 3. ágúst 2004 klukkan 10:30 í Árnesi.

Fundinn sátu:  Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Björgvin Þór Harðarson, Þrándur Ingvarsson, Tryggvi Steinarsson, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir og Ólafur F. Leifsson.  Einnig Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

1.     Fundargerðir til staðfestingar:
23. fundur hreppsráðs frá 29. júní
24. fundur hreppsráðs frá 1. júlí
5. fundur skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 29. júní
26. fundur skólanefndar frá 24. júní
7. fundur byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 29. júní
8. fundur byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 20. júlí
Varðandi lið 4 í fundargerð skólanefndar samþykkir hreppsnefnd að fela sveitarstjóra og formanni skólanefndar að undirbúa  sameiningu leikskólanna Leikholts og Nónsteins.  Fundargerðirnar staðfestar með framkominni athugasemd. 
2.     Fundargerðir til kynningar:
Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 25. júní
Fundargerðin lögð fram.
3.     Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2004
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun.  Hreppsnefnd samþykkti tillöguna með eftirtöldum breytingum:  Gatnagerð í Brautarholti hækki nettó um kr. 4.293þús. og kr. 1.500 vegna lýsingar í þéttbýliskjörnum Brautarholts og Árness falli út.

4.     Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 30. júní varðandi endurnýjun leyfis Svanborgar R. Jónsdóttur til reksturs gistingar á einkaheimili og reksturs veitingastofu á Stóra Núpi.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við endurnýjun leyfisins.

5.     Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 15. júlí varðandi endurnýjun leyfis Sigurðar P. Ásólfssonar til reksturs gistiskála á Ásólfsstöðum.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við endurnýjun leyfisins.

6.     Erindi frá Sorpstöð Suðurlands varðandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Óskað var eftir afstöðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps til þess að Sorpstöðin vinni svæðisáætlun fyrir starfssvæði sitt. Hreppsnefnd er samþykk erindinu.
7.     Lóðarframkvæmdir í Brautarholti og Árnesi.  Fyrir liggur áætlun Verkfræðistofu Suðurlands vegna nýrrar rotþróar í Brautarholti. Samþykkt að nota núverandi rotþró til að byrja með en þar sem hún skarast inná byggingareit lóðar 17-19 er einnig samþykkt að taka til baka úthlutun hennar og breyta einbýlishúsalóð neðan götunnar í parhúsalóð og úthluta til viðkomandi lóðarhafa.   Sveitarstjóri kynnti stöðu byggingarframkvæmda í Árnesi.  Verkfræðistofa Suðurlands er að vinna tillögu að lausnum við fráveitu í Árnesi.
8.     Erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 15. júní varðandi sölu á fasteignum sem nauðsynlegar eru til að sveitarfélag geti rækt lögskyld verkefni sín.
Erindið lagt fram.

9.     Afrit erindis Péturs Inga Haraldssonar dags. 28. júní, til Heilbrigðisnefndar Suðurlands varðandi aðalskipulag Hraungerðishrepps 2003-2005.
Lagt fram til kynningar.

10.    Erindi frá Guðbjörgu Guðmundsdóttur dags. 20. júní með upplýsingum um ,,Orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu”.
Erindið lagt fram til kynningar.

11.    Erindi frá Óbyggðanefnd dags. 28. júní varðandi kynningu á kröfum þeirra er telja til eignaréttinda á því landsvæði sem fellur innan kröfusvæðis íslenska ríkisins á Suðvesturlandi.
Erindið lagt fram.

12.    Erindi frá EBÍ dags. 27. júlí varðandi ágóðahlutagreiðslur 2004.
Lagt fram til kynningar.

13.    Niðurstaða skoðanakönnunar varðandi sameiningu sveitarfélaga sem hreppsnefnd lagði fyrir kjósendur Skeiða- og Gnúpverjahrepps samhliða forsetakosningum þann 26. júní.  Samantektin er unnin af Evu Marín Jónsdóttur stjórnmálafræðingi MA.
Lagt fram.

14.    Erindi frá Úrvinnslusjóði dags. 30. júní varðandi söfnun og endurnýtingu á heyrúlluplasti. Samþykkt að vísa erindinu til kynningar í umhverfisnefnd hreppsins.
15.    Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 5. júlí þar sem kynntar eru viðmiðunarreglur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.

16.    Tölvupóstur frá Þórði Bogasyni hdl varðandi væntanlegar framkvæmdir Landsvirkjunar við Sultartangalínu 3.
Lagt fram til kynningar.

17.    Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 24. júní þar sem kynntur er styrktarsjóður EBÍ og umsóknarfrestur 2004.
Lagt fram til kynningar og ræddar nokkrar hugmyndir að umsóknum.

 

Fundi slitið kl. 13:25