Sveitarstjórn

44. fundur 21. september 2004 kl. 10:30

44. fundur var haldinn í hreppsnefnd þriðjudaginn 21. september klukkan 10:30 í Árnesi. 

Fundinn sátu Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson, Matthildur Vilhjálmsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Fram var lagt erindi Skipulagsstofnunar dags. 9. september varðandi virkjun við Núp. Einnig umsagnir um skipulagstillöguna frá Villingaholtshreppi dags 20. ágúst og Hraungerðishreppi dags. 6. september.
Fulltrúar hönnuða Ómar Ívarsson og Oddur Hermannsson komu til fundarins.  Farið var yfir athugasemdir nágrannahreppa og Skipulagsstofnunar, enn vantar umsögn frá Bláskógabyggð og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Varðandi erindi Skipulagsstofnunar um virkjun við Núp í Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps var eftirfarandi ályktun gerð.  Hreppsnefnd fellst á að fresta skipulagi á svæði því sem tekur til virkjunar í neðri Þjórsá samkvæmt fram komnum hugmyndum Landsvirkjunar. Að því tilskyldu að þeim hluta Aðalskipulags Rangárþings Ytra sem tekur til virkjunar í neðri Þjórsá verði breytt,  þar sem það samræmist ekki gildandi Aðalskipulagi fyrir Gnúpverjahrepp 1993-2013.  Hreppsnefnd telur að Skipulagsstofnun hafi gert mistök með staðfestingu Aðalskipulags Rangárþing Ytra að því er varðar virkjun í neðri hluta Þjórsár þar sem gert er ráð fyrir tveggja þrepa virkjun.  Vegna ósamræmis við Aðalskipulags Gnúpverjahrepps 1993-2023 og einnig vegna þess að þeim tíma þegar staðfesting fór fram var afstaða Skeiða- og Gnúpverjahrepps ljós varðandi virkjanir í neðri Þjórsá og hafði verið kynnt á fundi hjá Skipulagsstofnun og gerði ráð fyrir virkjun í einu þrepi. Til að gæta jafnræðis hefði verið eðlilegt að fresta skipulagi beggja megin ár.

Skipulagshönnuðum falið að breyta greinargerð og uppdráttum til samræmis við framkomnar athugasemdir hreppsnefndar og koma þeim á framfæri við Skipulagsstofnun þar sem óskað verður eftir endanlegri heimild til auglýsingar Aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016.

2.     Þriggja ára áætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps – síðari umræða.  Eftirfarandi breytingar á tillögunni samþykktar.  Rekstrarkostnaður leikskólans Nónsteins verði 6.900.000kr 2005, 2006, og 2007. Þriggja ára áætlun samþykkt þannig með fjórum atkvæðum meirihluta, fulltrúar minnihluta sátu hjá.
3.     Fundargerðir til staðfestingar
25. fundur hreppsráðs frá 31. ágúst
10. fundar byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 31. ágúst
Fundargerð frá sameiginlegum fundi Staðarnefndar Brautarholts og Húsnefnd Árness sem haldinn var 25. ágúst um samræmdar reglur um útleigu húseigna hreppsins.
Fundargerðir frá fundum Húsnefndar Árness frá 3. september og 14. september.
Umræður og athugasemdir.

Vegna fundargerðar Húsnefndar Árness benti Hrafnhildur á nauðsynlegar endurbætur á eldhúsi Árness í kjölfar staðsetningar á nýjum ofni. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningi við Jóhann ehf um leigu á veitinga og gistiaðstöðu í Árnesi.

Vegna fundargerðar um útleigu húsa gerðu hreppsnefndarmenn nokkrar ábendingar varðandi drög að reglum, drögin verða til áframhaldandi vinnslu.

Fundargerðirnar staðfestar með fram komnum athugasemdum.

4.     Fundargerðir til kynningar
Stjórnarfundar SASS frá 3. september
Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 7. september
Fundur forystumanna sunnlenskra sveitarfélaga um málefni Sjúkrahúss Suðurlands frá 30. ágúst
Fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 24. ágúst
Stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 25. ágúst
Fundargerðirnar lagðar fram.

5.     Erindi frá Svölu Sigurgeirsdóttur dags. 10. september þar sem hún segir af sér störfum fyrir hreppsnefnd vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
Samþykkt að Helga Guðlaugsdóttir varafulltrúi í  umhverfisnefnd verði aðalmaður í stað Svölu. Varasæti Svölu í skólanefnd og varasæti Helgu í umhverfisnefnd verður skipað á næsta fundi.

6.     Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 3. september með kynningu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.
Lagt fram.

7.     Erindi frá fjárlaganefnd Alþingis dags. 4. september þar sem sveitarstjórnum er gefinn kostur á fundi með nefndinni.
Lagt fram.

8.     Erindi frá lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 3. september með upplýsingum varðandi yfirvofandi verkfall grunnskólakennara.
Lagt fram til kynningar.

9.     Tillaga varðandi nýframkvæmd vega.  Efni tillögunnar er saman sett af formanni samgöngunefndar og sveitarstjóra í kjölfar umræðu undanfarinna mánaða.
Samþykkt að skoða vegamálin í víðara samhengi og afgreiða ályktun á næsta fundi.

10.    Erindi frá svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Suðurlandi dags. 31. ágúst varðandi aðgengi fatlaðra.
Erindið lagt fram.

11.    Önnur mál
a)   Oddviti kynnti fundartíma samráðsnefndar Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem framundan er.  Samþykkt að Aðalsteinn Guðmundsson taki sæti aðalmanns í samráðsnefndinni í stað Más Haraldssonar.


b)   Fundargerð 6. fundar bókasafnsnefndar frá 16. september ásamt drögum að samningi við Landskerfi bókasafna um sérfræðiþjónustu vegna bókasafnskerfis. 
Fundargerðin staðfest.  Hreppsnefnd beinir því til nefndarinnar að samningur um Landskerfi bókasafna rúmist innan fjárhagsáætlunar.

c)   Viðbótarlán Íbúðalánasjóðs.  Sveitarstjóri greindi frá fyrirspurn um viðbótarlán vegna íbúðarkaupa.  Samþykkt var að heimila sveitarstjóra að sækja um heimild til úthlutunar tveggja lána fyrir yfirstandandi ár og þriggja lána fyrir árið 2005.  Sveitarstjóra einnig falið að gera tillögu að reglum fyrir úthlutun viðbótarlána.


d)   Akstur með grunnskólabörn til þátttöku í tómstundastarfi á Flúðum. Fjárhagsáætlun 2004 gerði ráð fyrir 600.000 króna fjárhæð í verkefnið sem var öll notuð á vorönn.  Samþykkt að ekið verði í tengslum við opið hús á Flúðum, börn verði sótt í Árnes og Brautarholt og ekið á Flúðir og heim aftur.


e)   Sveitarstjóri lagði fram skuldabréf frá Landsbankanum kr. 5.000.000 á 5.5% vöxtum, tryggt með vísitölu neysluverðs til 10 ára.  Samþykkt heimild til sveitarstjóra til að undirrita skuldabréfið.  Fjárhagsáætlun 2004 gerði ráð fyrir lántöku uppá 15.000.000kr áður hefur verið gengið frá láni kr. 10.000.000. 


f)   Fundur um sameiningu Gnúpverjahluta hreppsins við Brunavarnir Árnessýslu hefur verið ákveðinn 29. september.  Fundin munu sitja fyrir hönd BÁ stjórn og slökkviliðsstjóri.  Af hálfu hreppsnefndar sitja fundinn Aðalsteinn Guðmundsson, Þrándur Ingvarsson, Valdimar Jóhannsson, Ólafur F. Leifsson og sveitarstjóri.
 

Fundi var slitið klukkan 13:55