Sveitarstjórn

46. fundur 09. nóvember 2004 kl. 10:30

46. fundur hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn þriðjudaginn 9. nóvember 2004 klukkan 10:30 í Árnesi.

Fundinn sátu, Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E. Vilhjálmsdóttir, Gunnar Örn Marteinsson, Þrándur Ingvarsson, Ólafur F. Leifsson, Tryggvi Steinarsson og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.     Fundargerðir til staðfestingar
Hreppsráðs frá 26. október – áður send til hreppsnefndarmanna
Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 26. október
Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 26. október
Í fundargerð hreppsráðs var samþykkt að vísa staðfestingu á reglum um gjaldskrá fyrir útleigu á húsnæði í eigu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hreppsnefnd samþykkti reglurnar.

Fundargerðirnar staðfestar með framkominni athugasemd.

2.     Fundargerðir til kynningar
Stjórnar Sass frá 20. október
Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. og 20. október
Stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 15. júní, 22. sept. og 20. okt.
Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 2. nóvember
Aðalfundur vottunarstofunnar Túns frá 15. október
Fundargerðirnar lagðar fram.

3.     Tillaga að fjárhagsáætlun 2005 – fyrri umræða
Sveitarstjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun, forsendur og undirbúningsvinnu.  Hún lýsti þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að endurskoða verð á ýmissri þjónustu til samræmis við kostnað.  Þá verði einnig að ræða og taka ákvarðanir um hagræðingu á ýmsum sviðum í rekstrinum.  Hreppsnefndarmenn vöktu einnig máls á ýmsum atriðum varðandi fjármál sveitarfélaga.  Sveitarstjóri lagði til að milli umræðna yrðu endurskoðendur sveitarfélagsins fengnir á vinnufund með hreppsnefndinni til að undirbúa endanlega afgreiðslu áætlunarinnar þann 14. desember n.k.  Samþykkt að vísa tillögunni til umfjöllunar í skólanefnd.  Sveitarstjóra falið að vinna áfram að áætluninni og skipuleggja vinnufund hreppsnefndar og endurskoðendur.

4.     Erindi frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands dags. 28. október þar sem tilkynnt er um veitingu styrks vegna merkinga og uppsetningar á upplýsingaskiltum í Þjórsárdal.
Lagt fram til kynningar.

5.     Sérdeild Gaulverjaskóla – fyrir börn með geð- og tilfinningaraskanir.  Tillaga Skólaskrifstofu Suðurlands sem verður til umfjöllunar og afgreiðslu á aðalfundi SASS 13. og 14. nóvember n.k.
Hreppsnefnd lýsti yfir stuðningi við verkefnið.

6.     Erindi eignarhaldsfélagsins Karats ehf um þátttöku í kostnaði vegna mats á skemmdum vegna jarðskjálftanna 2000.  Áður á dagskrá í september.
Hreppsnefnd samþykkti að hafna erindinu þar sem lokað hefur verið á framlög til sveitarfélaga til slíkra verkefna.

7.     Önnur mál
a)      Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi dagsett 2. nóvember þar sem óskað umsagnar hreppsnefndar varðandi umsókn um leyfi til reksturs hótels og veitingahúss fyrir Hótel Freyju í Minni Mástungu.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

b)      Umsókn frá Olgu Andreasen fyrir Hótel Freyju um leyfi til áfengisveitinga.

Hreppsnefnd heimilar sveitarstjóra að veita leyfið til eins árs, að uppfylltum lögboðnum skilyrðum og umsögnum.

c)      Erindi frá Fasteignamiðstöðinni dags. 27. október 2004 þar sem tilkynnt eru aðilaskipti á landi úr Réttarholti.

Lagt fram.

d)      Sveitarstjóri kynnti skýrslu um refa og minkaveiðar árið 2004 þar sem fram kemur að kostnaður hreppsins nemur tæplega 1.100 þúsundum.  Ekki er kunnugt um hvert framlag umhverfisráðuneytis í ár.

e)      Skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti erindi frá Ágústi Guðmundssyni Brautarholti 2 en hann óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Brautarholti 10. Skipulagsfulltrúi lagði fram uppdrátt dags. í nóvember 2004.  Tillagan samþykkt og vísað til skipulagsfulltrúa að standa fyrir grendarkynningu um hana.  Hreppsnefnd ábyrgist það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.

f)        Fyrir lá minnisblað dags. 8. nóvember frá hönnuðum Aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016.  Skipulagsfulltrúi las minnisblaðið yfir ásamt hreppsnefndarmönnum.  Hreppsnefnd gerði ekki efnislegar athugasemd við minnisblaðið.

g)      Fréttatilkynning frá Landsvirkjun dags 8. nóvember varðandi sameinaðan rekstur stöðva í Tungá og Þjórsá.

Lögð fram til kynningar.

h)      Fundargerðir oddvitafunda uppsveita Árnessýslu frá 6. 7. 8. og 9. funda frá maí til júlí. Lagðar fram.

i)        Hreppsnefnd samþykkti að fela Þuríði Jónsdóttur fundaritun hreppsnefndarfunda.

 

 

Fundi var slitið kl. 14:50