Sveitarstjórn

9. fundur 02. nóvember 2022 kl. 09:00
Nefndarmenn
 • Haraldur Þór Jónsson
 • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
 • Gunnar Örn Marteinsson
 • Karen Óskarsdóttir
 • Vilborg Ástráðsdóttir
Starfsmenn
 • Sylvía Karen Heimisdóttir sat fundinn og ritaði fundargerð.  

Sveitarstjóri setti fundinn og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

 1. Skýrsla sveitarstjóra á 9. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:

Þjórsárdalurinn - fundur með Minjastofnun.
NOS fundur og starfsemi Skóla- og velferðarþjónustu.
Fundur með Eflu vegna útboðs á Vikurnámum.
Fundur með Eflu vegna útboðs á Vallarbraut.
Flothetta. Starfssemi í Skeiðalaug.
Skeiðalaug. Framkvæmdir og viðhald.

Hjólhýsi án stöðuleyfi og óleyfisframkvæmdir.
Leikholt - breyting á húsnæði.
Stjórnunar- og verndaráætlun Þjórsárdals.
Starfsmannafundir í Þjórsárskóla og Leikholti.
SASS aðalfundur á Höfn.
Stýrihópur um skólaþing.
Búrfellshólmi - úttektarferð í vikurnámurnar.
Salernismál í Þjórsárdal.
Fjallaböðin - fyrsta skóflustungan.
Uppbygging innviða.
Auglýsing eftir umsjónarmanni Skeiðalaugar og félagsheimilis í Brautarholti.

 

 1. Fjárhagsáætlun 2023. Gjaldskrár og álagningaforsendur 2023

     Forsendur gjaldskráa sveitarfélagsins og álagningarforsendur fyrir árið 2023 ræddar.  

 

 1. Fjárhagsáætlun 2023 og 2024-26

Vinna er hafin við fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024 – 2026. Vinnan gengur vel og er langt komin. Eftir á að ljúka fjárhagsáætlunum og skiptingu í byggðasamlögum sem sveitarfélagið er aðili að og öðrum samstarfsverkefnum. Stefnt er að því að taka fyrstu umræðu að fjárhagsáætlun á næsta fundi sveitarstjórnar þann 16. nóvember nk.  

 

 1. Ósk um leiktæki við Þjórsárskóla

Nemendur Þjórsárskóla komu inn á fund sveitarstjórnar og óskuðu eftir að keypt yrði köngulóarróla á útisvæði við Þjórsárskóla, nýr kofi byggður í stað þess sem var ónýtur og rifinn og lítil niðurgrafin trampólín. Sögðu þau einnig frá sem betur mætti fara í starfsumhverfi sínu. Kom einnig fram í erindi þeirra hvað þeim finnst vel fara í starfsumhverfi sínu sem gaman er að heyra. Má þar t.d. nefna bókasafn skólans, útisvæði, brekkur og hólar, fótboltavöllur sem er mikið notaður og margar rólur.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þakkar nemendum Þjórsárskóla fyrir greinargott erindi og mun taka það til skoðunar í vinnu við fjárhagsáætlanagerðina. Sveitarstjórn samþykkir að í fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir efni og kostnaði við aðstoð til nemenda við að hanna og smíða nýjan kofa á skólalóðinni. Einnig mun sveitarstjórn fara yfir lista nemendanna um það sem betur má fara og hvernig hægt er að laga það m.t.t. aðstæðna og öryggis nemendanna og tryggja að farið verði í þær aðgerðir sem fyrst.

 

 1. Endurskoðun reglna um tómstundastyrki

Endurskoða þarf reglur um tómstundastyrki í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur áður heimilað á fyrri sveitarstjórnarfundi að hægt sé að greiða fyrir æskulýðsstarf með frístundastyrk. Einnig telur sveitarstjóri að heimila ætti styrkveitingu í sund- og/eða líkamsrækt þar sem ekki er skipulagt starf.

Sveitarstjóra falið að útfæra málið frekar og leggja fullmótaða tillögu fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

 

 1. Tilnefning í starfshóp um umsókn um dagdvalarrými

Tildrög stofnun stýrihóps eru þau að sveitarfélögin Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Hrumamannahreppur sóttu um til Heilbrigðisráðuneytisins að komið yrði á fót hjúkrunarheimili í Uppsveitum Árnessýslu. Á fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna áttu með starfsmönnum ráðuneytisins í vor kom fram að um langtímaverkefni væri að ræða sem tæki tíma að koma á fjármála- og framkvæmdaáætlun hjá ríkinu. Umsókninni var vel tekið og því sýndur skilningur að þörf væri fyrir úrræði á þessu svæði. Starfsmenn ráðuneytisins ræddu m.a. um það hvort þörf væri á dagþjónustu fyrir eldri borgara á svæðinu. Á fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna í Uppsveitum og Flóa áttu með fulltrúum HSU og félagsþjónustunnar í Laugarási í vor kom fram það mat starfsmanna sem koma að heimahjúkrun og heimaþjónustu að þörf væri fyrir slíkt úrræði.

Í framhaldi af því samþykktu öll sveitarfélögin sem eiga aðild að félagsþjónustunni í Laugarási að kanna nánar þörf fyrir dagþjónustu (dagdvöl) á svæðinu.

Niðurstaða greiningarinnar liggur fyir. Til að vinna áfram að málinu er lagt til að hvert sveitarfélaganna tilnefni einn fulltrúa í starfshóp sem undirbúi umsókn til heilbrigðisráðuneytisins um dagþjónusturými fyrir svæðið, vinni áætlun um reksturinn og greini hvaða staðsetninng og húsnæði myndi henta.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tilnefnir Harald Þór Jónsson til setu í starfshópnum sem mun undirbúa umsókn til Heilbrigðisráðuneytisins um dagþjónusturými fyrir uppsveitirnar.

 

 1. Áætlunargerð við fjárhagsáætlun- KPMG

KPMG kom inn á fund sveitarstjórnar og fór yfir stjórnsýsluumhverfi sveitarfélaga, vinnu við endurskoðun á bókhaldi sveitarfélaga og vinnu er varðar fjárhagsáætlun.

 

 1. Úrskurður ráðuneytis v. stjórnsýslukæru á vegaskrá

Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið vísaði kæru Náttúrugriða vegna vegaskrár frá.

Niðurstöður Umhverfis- og Auðlindaráðuneytisins lagðar fram til kynningar.

 

 1. Tilkynning um niðurfellingu héraðsvegar á Kílhraunsvegi

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti ofl.

Lögð fram drög að stefnu og viðbraðgsáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Drög að stefnu og viðbraðgsáætlun vísað áfram til Velferðar- og jafnréttisnefndar til umræðu og frekari umfjöllunar.

 

 1. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 587 fundar stjórnar Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

 1. Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga

Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga lögð fram til kynningar.

 

 1. Fjárhagsáætlun Brunavarna Árnessýslu 2023

Fjárhagsáætlun BÁ fyrir 2023 lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 19 fundar um svæðisskipulags Suðurhálendis

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

 1. Stofnfundargerð og samþykktir Arnardrangs

Fundargerð og samþykkt Arnardragns lögð fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 14. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 16. nóvember kl  09:00 í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: