Sveitarstjórn

55. fundur 09. ágúst 2005 kl. 10:30

55. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 9. ágúst 2005 kl. 10:30 í Árnesi. 

Mætt voru Aðalsteinn Guðmundsson, Tryggvi Steinarsson, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Ólafur Fr. Leifsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri, og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Oddviti lagði fram tillögu um dagskrárbreytingu , að liður 10 og 11 yrðu færðir fram  þar sem skipulagsfulltrúi var mættur.  Samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

1.     Skipulagsmál, skipulagsfulltrúi kom á fundinn.
         a)Aðalskipulag. Erindi frá Eiríki Þórkelssyni í Vorsabæ varðandi fyrirliggjandi tillögu að vegarstæði við Vorsabæ.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að ræða við landeigendur og Vegagerð.  Ennfremur að kanna lagalega stöðu gagnvart svo síðbúinni athugasemd við aðalskipulag.

         b)   Deiliskipulag.  Fyrir liggur landeigendakort sem Verkfræðistofa Suðurlands vann af landareign hreppsins umhverfis Árnes í landi Réttarholts.  Ákveða þarf hvernig hefja skuli vinnu við gerð deiliskipulags.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa tillögu að fyrirkomulagi við gerð deiliskipulags.

Ingunn greindi frá fundi með tveimur hjólhýsaeigendum í Þjórsárdal,

varðandi deiliskipulag á svæðinu.

2.       Erindi frá Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða dags. 28. júlí varðandi vegarstæði á afréttinum.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að leita umsagnar umhverfisstofnunar.

3.       Fundargerðir til staðfestingar
           a)    Hreppsráðs frá  29.júní. 
Breytingartillaga um lið 2b, varðandi gjaldskrá leikskólanna frá Matthildi E Vilhjálmsdóttur:  Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþ. að ekki verði greitt hærra gjald fyrir 9. vistunartímann í leikskólum sveitarfélagsins

Tillagan samþ með 4 atkv.( MEV,GÖM,ÞI,ÓFL) 1 á móti TS, 2 sátu hjá AG og HÁ vistunarreglur og gjaldskrá staðfest að öðru leiti.

           b)    Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 26.4, 28.6 og 19.7.  

           c)     Vinabæjarnefndar frá 1.júlí.  Oddviti bar fram þakkir til allra sem þátt tóku í vináttuheimsókn frá Vestvogoy dagana 4. – 5. ágúst sl.  Bæði vinabæjarnefnd, félaga og kóra ekki síður almennra íbúa.  Gunnar Örn bar fram sérstakar þakkir til Matthildar formanns vinabæjarnefndar, aðrir hreppsnefndarmenn tóku undir þakkirnar.
            d)  Stjórnar Hitaveitu Brautarholts frá 6.júlí.
Fyrir lá gróf kostnaðaráætlun v. framkv. við endurbætur og nýlagnir Hitaveitu Brautarholts í heild 6 -7 millj. kr.  Hreppsnefnd samþykkir að heimila framkvæmdirnar.  Stjórn hitaveitunnar falið að gera tillögu að nýrri  gjaldskrá fyrir næsta hreppsnefndarfund.

Fundargerð skipulagsnefndar uppsveita frá 23. júní.
 

 Fundargerðirnar samþykktar með framkomnum breytingum.

 

Fundargerðir til kynningar
 Sameiningarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 22.6, 4.7 og 8. 8.
Stjórnar SASS frá 13. júní
Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 20. júlí
Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 19. júlí
 

Erindi frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands dags. 11.júlí varðandi heilsársveg um Kjöl.
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að taka þátt í verkefninu og leggja fram kr. 250.000,

 

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands dags. 14.og 27. júlí varðandi reglubundið eftirlit með sundlaugum.
Lagt fram.

 

Tillaga að gjaldi fyrir heimaþjónustu sbr. 17. grein í reglum um félagslega aðstoð:  kr. 250 fyrir hverja klukkustund sem heimaþjónusta er veitt.
Samþykkt að fresta ákvörðun um gjaldtöku.

 

Umsókn um lóð undir sumarhús við Kálfá 1 frá Ýtuvélum ehf, Víðibergi 13, 221 Hafnarfirði.
Samþykkt samhljóða.

 

Erindi frá Byggðastofnun þar sem óskað er eftir áliti á hvernig tekist hafi til með framkvæmd Byggðaáætlunar.  Fram er lögð útprentun af skýrslu iðnaðarráðherra um framvindu byggðaáætlunar fyrir árin 2002-2005 (lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004-2005.)
Eftirfarandi samþykkt var gerð:

 

Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að sá tími sem ætlaður er til að veita umsögn um framkvæmd byggðaáætlunar sé of stuttur sérstaklega ef tekið er tillit til þess að umsagnartíminn fellur undir aðal sumarleyfistíma sveitarstjórna í landinu. Framkvæmd byggðaáætlunar varðar hinar dreifðari byggðir það miklu að sveitarstjórnir ættu að hafa gott svigrúm til að taka þátt í umfjöllun hennar.  

Hreppsnefnd minnir á að samgöngubætur í uppsveitum Árnessýslu hafa gengið mjög hægt en þar er brýnt að brúa ár og leggja vegi varanlegu slitlagi.  Auka þarf fjárframlög til reglubundinnar umhirðu vega sem ekki eru bundnir varanlegu slitlagi.  Byggðaáætlun gerir ráð fyrir eflingu sveitarstjórnarstigsins.  Úrbætur í samgöngumálum eru skilyrði fyrir sameiningu sveitarfélaga í hinum dreifðari byggðum. Heildstætt atvinnu- og þjónustusvæði verður ekki myndað nema með greiðum samgöngum.  Hreppsnefnd  áskilur sér rétt til að tjá sig um framkvæmd byggðaáætlunar síðar.

 

 

Tilboð í veiði í Fossá eftir sameiginlega auglýsingu Skógræktar ríkisins og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.  Hjálögð eru afrit af tilboðum sem bárust.  Sveitarstjóri óskar eftir áliti hreppsnefndar og heimild til að ganga til samninga í félagi við Skógræktina.
Hrafnhildur vék af fundi við afgreiðslu málsins.

 

Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðendur.

Ennfremur að kanna hvort hugsanlega eigi  fleiri aðilar veiðirétt þarna en Hreppurinn og Skógræktin og hvort ekki sé skylt að stofna veiðifélag.

 

Erindi frá Matthildi Vilhjálmsdóttur hreppsnefndarfulltrúa dags. 2. ágúst 2005 þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í hreppsnefnd og nefndum á hennar vegum til loka kjörtímabils vegna anna við nám og önnur störf.
Matthildur gerði grein fyrir erindi sínu og tók fram að hún óskaði eftir lausn frá og með 7. september nk.

Hreppsnefnd samþykkir erindið.

 

 

Önnur mál
 

a.  Oddviti sagði frá því að samvinnunefnd um miðhálendi Íslands myndi fjalla um  aðalskipulag hreppsins á fundi í lok vikunnar.  Í tilefni af því vill meirihluti hreppsnefndar  koma á framfæri eftirfarandi bókun:

 

Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps (meirihluti) hefur í engu breytt afstöðu sinni frá síðustu bókun sinni dags 3.maí sl. Þar sem hún hafnar Norðlingaölduveitu, alfarið og færir rök fyrir því að framkvæmdin gengur gegn hagsmunum sveitarfélagsins.

Hreppsnefndin gerir sér grein fyrir því að nefndarmenn í samvinnunefndinni er ærinn vandi á höndum, hvað Norðlingaöldu áhrærir.  Þar sem afstaða aðliggjandi sveitarfélaga fer ekki saman, eins og þekkt er.  Í því sambandi vill hreppsnefnd benda á nokkrar staðreyndir í málinu.

 

Stærsti hluti fyrirhugaðra framkvæmda er innan marka Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

Fram er komin kæra á úrskurð setts umhverfisráðherra Jóns Kristjánssonar sem tekin verður fyrir í haust.

 

Meirihluti þjóðarinnar vill stækkun á friðlandsmörkum, 65% samkv. Gallupkönnun.

Ekki er þörf fyrir þessa raforku lengur, ef svo væri þá er auðvelt að leysa það á annan hátt.

Hlífum þessari paradís, mestu gróðurvin á miðhálendi Íslands.  Nú þegar er búið að taka liðlega 40% af eðlilegu rennsli Þjórsár.  Því segjum við eins og skáldið forðum “ekki meir, ekki meir”

Hreppsnefnd minnir á að til þessa hefur samvinnunefndin um miðhálendi Íslands markað sér þá farsælu stefnu  að  virða ákvörðunar rétt sveitarfélaga í þeim málum sem inná borð nefndarinnar koma, og er það því einlæg von hreppsnefndar að samvinnunefndin víki ekki út frá þessari stefnu sinni við afgreiðslu tillögu að breytingu á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands sunnan Hofsjökuls.

Aðalsteinn Guðmundsson.

Hrafnhildur Ágústsdóttir

Matthildur E Vilhjálmsdóttir
Tryggvi Steinarsson                                            

            Bókun frá minnihluta hreppsnefndar:

Í fundarboði er ekki gert ráð fyrir umræðum um skipulag við Norðlingaölduveitu.  Við förum fram á að bókunin verði ekki færð til bókunar.  Auk þess kemur ekkert nýtt fram í þessari bókun.

Þrándur Ingvarsson

Gunnar Örn Marteinsson

Ólafur Fr. Leifsson.

Erindi frá eigendum Efri-Brúnavalla 2, 30. júlí þar sem óskað er umsagnar um eignaskipti.  Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd  við eignaskiptin.
 

Erindi frá Sýslumanninum Selfossi dags. 1. júní þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Ketilhóli ehf um leyfi til reksturs veitingahúss og hótels í Hótel Heklu.  Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt.

Erindi dags 2.ágúst 2005 frá Sorpstöð Suðurlands ásamt tillögu að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.  Lagt fram
 

Fundi slitið kl: 14:50