Sveitarstjórn

59. fundur 08. desember 2005 kl. 10:30

9.fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps fimmtudaginn 8. desember 2005 kl. 10:30 í Árnesi.

Mættir voru Aðalsteinn Guðmundsson oddviti, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Tryggvi Steinarsson, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur F Leifsson, Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.    Tillaga að breyttri/endurskoðaðri fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2005.  Meðfylgjandi er tillagan ásamt sundurliðun á breytingunum. 
Sveitarstjóri mælti fyrir tillögunni.  Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum L lista,  fulltrúar A lista sátu hjá.

 

2.     Tillaga að fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2006 til síðari umræðu.  Meðfylgjandi er tillagan ásamt tillögu að þjónustugjöldum.  Enn fremur fylgja styrkbeiðnir félaga þ.e Kvenfélagi Skeiðahrepps, Félagi eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Kvenfélagi Gnúpverja, Ungmennafélagi Gnúpverja, og æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Smára. 
Breytingatillaga fyrir fjárhagsáætlun 2006 kom frá Tryggva um að framlag til endurbygginga  Skaftholtsrétta  verði 2.500.000, í stað 500.000 á móti komi lækkun á framlagi til Flúðaskóla um 1.000.000 og hagnaður af sölu eigna hækki um 1.000.000.

Tillaga kom frá Þrándi um að framlag til Skaftholtsrétta verði 1.000.000, í stað 500.000. Oddviti bar tillögu Þrándar undir atkvæði. Atkvæði greiddu með tillögunni Þrándur og Ólafur.  Tryggvi, Hrafnhildur og Aðalsteinn voru á móti Gunnar og Matthildur sátu hjá. Tillagan var því felld með 3 atkvæðum.

Þá bar odddviti upp tillögu Tryggva og var hún samþykkt með fjórum atkvæðum Tryggva, Aðalsteins, Hrafnhildar og Gunnars.  Þrándur og Ólafur voru á móti og Matthildur sat hjá.

Þá bar oddviti upp tillögu  að álögum samkv. fylgiskjali 1. Fasteignaskattur A og B, kaldavatnsgjöld, fráveitugjöld og lóðarleigugjöld. Samþykkt samhljóða Gunnar sat hjá. Þá bar oddviti upp tillögu að fjárhagsáætlun 2006 með áorðnum breytingum. Samþykkt með 4 atkvæðum L lista 3 fulltrúar A lista sátu hjá.

 

3.     Tillaga að samþykkt og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi ásamt tillögu að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu. Fylgiskjal 2 
Tillagan borin undir atkvæði og hún samþykkt með 6 atkvæðum, Þrándur sat hjá.

 

4.     Fundargerðir til staðfestingar 
Bókasafnsnefndar frá 8. nóvember 
Skólanefndar frá 21. og 23. nóvemeber 
Stjórnar Hitaveitu Brautarholts frá 23. nóvember 
Umhverfisnefndar frá 19. október og 23. nóvember 
Skipulagsnefnd uppsveita Árnessýslu frá 27. október og 17. nóvember. 
Byggingarnefnd uppsveita 29.11 
Afréttamálanefndar Gnúpverja frá 28. nóvember 
Varðandi fundargerð bókasafnsnefndar samþykkti hreppsnefnd eftirfarandi bókun samhljóða.  Hreppsnefnd telur nauðsynlegt  að skoða hvort ekki sé rétt að hafa bókasafnið á einum stað.

Í tilefni fundargerðar skólanefndar 21. 11 2005  gerði Matthildur eftirfarandi tillögu: Ég legg til að hreppsnefnd samþykki tillögu Vilborgar Maríu Ástráðsdóttur leikskólastjóra, sem hún lagði fram á skólanefndarfundi 21. nóvember s.l.  Ég tel þessa tillögu vara tímabæra og í samræmi við samþykkt hreppsnefndar frá 28. júní s.l. þar sem ma. segir:  “Unnið verði að því að móta skíra tillögu um öll fræðslu- og uppeldismál í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með það að markmiði að reyna að ná fram hámarks gæðum með lágmarks kostnaði”.  Ég tel að með því að samþykkja þessa tillögu tryggi hreppsnefnd að fram komi hugmyndir sem lúta að gæðum, faglegum og hagkvæmis sjónarmiðum í stefnumótun sveitarfélagsins í uppeldis- og fræðslumálum.

Tillagan borin undir atkvæði og greiddu Matthildur og Ólafur atkvæði með en Aðalsteinn, Hrafnhildur, Tryggvi, Þrándur og Gunnar greiddu atkvæði á móti.

Fundargerð skólanefndar um leikskólamál staðfest Ólafur og Matthildur sátu hjá.

Fundargerð skólanefndar um grunnskólamál staðfest Ólafur sat hjá.

Fundargerð Hitaveitu Brautarholts staðfest.

Fundargerðir Umhverfisnefndar staðfestar.

Fundargerðir Skipulagsnefndar staðfest

Fundargerð Byggingarnefndar staðfest.

Fundargerð Afréttarmálanefndar staðfest.

 

5.     Fundargerðir til kynningar 
Fræðslunefndar Hrunamannahrepps vegna Flúðaskóla frá 15. nóvember. 
Fundar um stofnun áhugamannafélags um endurbætur á Skaftholtsréttum dags. 20. nóvember ásamt lögum félagsins. 
Stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 3. nóvember 
Fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu frá 3. nóvember ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 
Stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 16. nóvember 
Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 21. nóvember 
Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 2. nóvember 
Stjórnar SASS frá 27. október og 24. nóvember 
Aðalfundar SASS frá 25. og 26. nóvember 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

6.     Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 7. nóvember um endurskoðun Jöfnunarsjóðs. 
Lagt fram til kynningar.

 

7.     Erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 28. nóvember varðandi útsvar. 
Lagt fram til kynningar.

 

8.     Kaupsamningur og afsal dags. 29. nóvember vegna kaupa Skeiða- og Gnúpverjahrepps á landi undir stækkun kirkjugarðs á Stóra-Núpi lagt fram til staðfestingar. 
Samningurinn staðfestur einróma

 

9.     Afsal Skeiða- og Gnúpverjahrepps á landi undir stækkun kirkjugarðs á Stóra –Núpi til Sóknarnefndar Stóra-Núps sóknar dags. 29. nóvember lagt fram til staðfestingar. 
Samningurinn staðfestur einróma.

 

10.     Erindi frá Hraungerðishreppi dags. 21. nóvember þar sem óskað er umsagnar vegna tillögu að aðalskipulagi. 
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

11.     Erindi frá FOSS dags. 5. október með ályktun aðalfundar félagsins. 
Lagt fram

 

12.     Erindi frá Svæðisvinnumiðlun Suðurlands dags. 2. nóvember varðandi gjaldfrjálsan aðgang fólks á atvinnuleysisskrá að sundstöðum. 

Lagt fram.

 

13.     Erindi frá umhverfisstofnun dags. 2. nóvember varðandi umsagnir stofnunarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum er spillt geta svæðum á náttúruminjaskrá. 
Lagt fram.

 

14.     Erindi frá fulltrúum í slökkviliði Gnúpverja dags. 20. nóvember varðandi breytt skipulag brunavarna. 
Hrepppsnefnd harmar afstöðu bréfritara og óskar eindregið eftir áframhaldandi góðu  samstarfi við slökkviliðsmenn Gnúpverja.

 

15.     Erindi frá Héraðssambandinu Skarphéðni dags. 18. nóvember með ósk um fjárstuðning. 
Erindinu hafnað þar sem styrkur Skeiða- og Gnúpverjahrepps kemur í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga.

 

16.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps: 
a.       Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 10. nóvember varðandi tillögu að aðalskipulagi sem stofnunin hefur til umsagnar. 

b.      Erindi frá Landvernd dags. 9. nóvember

c.       Tölvupóstur sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps dags. 18. október varðandi skipulagsvald sveitarfélaga.

d.      Svar lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22. nóvember með svari við ofangreindum tölvupósti sveitarstjóra.

e.       Afrit af afgreiðslubréfum Skipulagsstofnunar til umhverfisráðuneytis dags. 25. og 26. október vegna breytingar Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015, svæðið sunnan Hofsjökuls.

          Samþykkt að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar í janúar.

           

17.     Erindi frá Tómasi Gunnarssyni dags. 1. nóvember með ósk um endurrit fundargerða samstarfsnefndar Landsvirkjunar og Hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um aðalskipulagsmál. 
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við fulltrúa hreppsnefndar í samráðsnefnd.

 

18.     Önnur mál 
Sveitarstjóri kynnti fyrirspurn sem hún hefur sent  til Jöfnunarsjóðs v. framlaga á grundvelli reglugerðar 295/2003 um fjárhagslega aðstoð v. sameiningar sveitarfélaga. 
Lagður fram leigusamningur v leigu á Hólaskógi. Samingurinn byggist á tilboði Gunnars Arnar Marteinssonar og Kari Torkildsen 
Samþykkt heimild til sveitarstjóra að undirrita samninginn.

Gunnar Örn vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

 

 

Fundi slitið kl. 15.15