Sveitarstjórn

62. fundur 07. mars 2006 kl. 10:30

62. fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 7. mars 2006 kl. 10:30 í Árnesi.

Mættir voru Aðalsteinn Guðmundsson oddviti, Tryggvi Steinarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur F Leifsson og Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1.      Fundargerðir til staðfestingar

a.       Hreppsráðs frá 27. febrúar 2006.

Fjallað var um lið 8 í fundargerðinni tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2006-2009.  Engin ályktun gerð. 

Fjallað var um lið 11 í fundargerðinni breytingar á samningi Héraðsnefndar Árnesinga.  Hreppsnefnd staðfesti samninginn með breytingum. 

Fundargerð hreppsráðs staðfest.

b.      Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 28. febrúar

Fundargerðin staðfest.

2.      Fundargerðir til kynningar

a.       Stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 20. febrúar.

b.      Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 24. febrúar.

Fundargerðirnar lagðar fram.

3.      Deiliskipulag í landi Réttarholts.  Þrír aðilar tóku þátt í hugmyndasamkeppni sem hreppsnefnd efndi til um deiliskipulag í landi Réttarholts:  Landform Oddur Hermannsson, Landhönnun Hermann Ólafsson og Landslag Þráinn Hauksson og Ómar Ívarsson.  Til að halda þeirri vinnu áfram þarf að taka ákvörðun um hver hinna þriggja þátttakenda verður ráðinn til að fullvinna deiliskipulagið. 

Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Landform Odd Hermannsson.

4.      Tillaga að deiliskipulagi í landi Vorsabæjar á Skeiðum.  Sjá meðfylgjandi bréf frá Oddi Hermannssyni landslagsarkitekt dags. 1. mars og uppdrætti.

Hreppsnefnd samþykkti að heimila auglýsingu deiliskipulagstillögunnar á grundvelli 3.tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum. Sveitarstjóra falið að leita heimildar Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillöguna.

5.      Erindi frá Hestamannafélaginu Smára varðandi uppbyggingu reiðhallar með tilstyrk frá landbúnaðarráðuneyti sbr. meðfylgjandi greinargerð ráðuneytisins frá 8. febrúar 2006.

Hreppsnefnd samþykkti að óska eftir fundi með forystumönnum Smára og ræða einnig við Hrunamannahrepp.

6.      Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 22. febrúar 2006 varðandi reglur um afslátt eða niðurfellingu fasteignaskatts í kjölfar breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.  Ráðuneytið óskar eftir að fá reglur sveitarfélaga um beitingu heimilda til afsláttar sendar, Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur þegar kynnt ráðuneytinu reglur sínar.

Erindið lagt fram til kynningar.

7.      Heildarstefnumótun um fræðslu- og uppeldismál í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.  Fram eru lögð gögn bæði til upprifjunar á málinu og einnig ný sbr. meðfylgjandi lista.  Fskj.  1.  Umræddur listi fjallar um gögn sem kynnt voru hreppsnefnd og skólanefnd á fundi þann 22. febrúar s.l. 

Umræður urðu um málið.  Samþykkt var að fela sveitarstjóra að kanna hvað nýr leikskóli í Árnesi fyrir 25 börn myndi kosta með búnaði og lóð.

8.      Erindi frá allsherjarnefnd Alþingis dags. 17. febrúar þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar. 

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

9.      Erindi vegna skólavistar.  Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.

10.  Uppgjör á embætti félagsmálastjóra uppsveita Árnessýslu 2005.

Lagt fram til kynningar.

11.  Uppgjör 2005 vegna ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu.

Lagt fram til kynningar.

12.  Staðfesting félagsmálaráðuneytis dags. 22. febrúar á breyttri samþykkt um stjórn og fundarsköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Lagt fram.

13.  Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 9. febrúar varðandi deiliskipulag í landi Löngumýrar,  samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa skipulagið í B deild stjórnartíðinda.  

14.  Bréf frá SASS dags. 1. mars 2006 ásamt bæklingum þar sem Suðurland er kynnt sem ákjósanlegur kostur þegar valinn er staður fyrir orkufrekan iðnað.

Lagt fram.

15.  Kostnaðarþátttaka Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna stækkunar kirkjugarðs á Stóra-Núpi.  Fram er lagt minnisblað um málið frá sveitarstjóra dags. 4. mars,  kostnaðaráætlun hönnuða frá 18. janúar 2006, álit lögmanns hreppsins varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélaga í kirkjugörðum sem barst með tölvupósti 3. febrúar.  Enn fremur til upprifjunar erindi frá sóknarnefnd 2002 ásamt kostnaðaráætlun. 

Hreppsnefnd leggur áherslu á að framkvæmt verði á sem hagkvæmastan hátt.

16.  Önnur mál.

a.       Sveitarstjóri sagði frá umsóknum um afslætti frá fasteignaskatti.   Hreppsnefnd áréttar að reglur um afslátt gera ráð fyrir að við afgreiðslu erinda skuli tekið mið af skatttekjum næstliðins árs þ.e. framtal 2006. 

b.      Fram voru lagðar tvær fundargerðir skólanefndar frá 6. mars. 

c.       Oddviti lagði fram til kynningar, bréf Sólveigar Pétursdóttur félagsmálastjóra uppsveita þar sem hún segir starfi sínu lausu frá og með 1. mars.

d.      Sveitarstjóri kynnti auglýsingu um endanlega samþykkt aðalskipulags.

e.       Sveitarstjóri óskaði heimildar til að bjóða út viðgerðir á þaki Árness.  Samþykkt að viðhafa lokað útboð í samráði við viðhaldsráðgjafa. 

 

Fundi var slitið kl. 14.23