Sveitarstjórn

63. fundur 11. apríl 2006 kl. 10:30

63. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps  þriðjudaginn 11. apríl  klukkan 10:30 í Árnesi.

Mættir voru Aðalsteinn Guðmundsson oddviti, Tryggvi Steinarsson, Hrafnhildur Ágústsdóttir, Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Þrándur Ingvarsson, Gunnar Örn Marteinsson, Ólafur F Leifsson boðaðai forföll, Ingunn Guðmundsdóttir sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Gunnar Örn Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu á lið 9.  Matthildur E Vilhjálmsdóttir vék af fundi við afgreiðslu á  lið 10.

 

Dagskrá:

1.     Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2005 lagður fram til fyrri umræðu, Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi KPMG kom á fundinn og skýrði reikningana.  Almennar umræður fóru fram um reikninginn.

Ársreikningnum vísað til síðari umræðu.

Oddviti lagði til að liður nr 18 sem er tillaga að þriggja ára áætlun,  yrði tekinn fyrir meðan Einar Sveinbjörnsson væri staddur á fundinum. Engar athugasemdir voru gerðar við þá tillögu

 

2.     Tillaga að þriggja ára áætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árin 2007-2009 fyrri umræða.  Tillögunni vísað til síðari umræðu með athugasemdum. 

 

3.     Fundargerðir til staðfestingar 
a)   Hreppsráðs frá 29. mars. Liður 1a, tillaga til hreppsnefndar varðandi bókasafn/grunnskóla. 
Samþykkt að flytja bókasafnið í Brautarholt og að skólabókasafn verði í Þjórsárskóla í Árnesi. Kanna þarf nánari staðsetningu í húsnæði  hreppsins í Brautarholti.

Önnur mál b framkvæmdir við stækkun kirkjugarðs á Stóra-Núpi sem vísað var til hreppsnefndar.  Meðfylgjandi eru viðbótargögn.

Hreppsnefnd samþykkir heildarframlag til framkvæmdarinnar kr: 9.000.000 sem greiðist á 3 árum.

Fundargerðin staðfest með framkomnum breytingum.

b)    Byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu frá 28. mars 
Fundargerðin staðfest.

c)     Skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu frá 30. mars 
Fundargerðin staðfest.

4.     Aðrar fundargerðir 
Stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 22. mars 
Fundargerðin staðfest.

 

5.     Erindi frá SASS dags. 21. mars þar sem boðað er til aukaaðalfundar þann 26. apríl. 
Fulltrúar verða, aðalmenn: Aðalsteinn Guðmundsson oddviti, Hrafnhildur Ágústsdóttir og Þrándur Ingvarsson. Til vara: Matthildur E Vilhjálmsdóttir, Tryggvi Steinarsson,og Gunnar Örn Marteinsson.

 

6.     Uppgjör á Brunavörnum Gnúpverja og Hrunamanna.  Meðfylgjandi er samantekt sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps af fundi oddvita og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamanna þar sem fram koma tillögur um uppgjör.  Tillögurnar samþykktar, ennfremur staðfest samþykkt um starfrækslu Brunavarna Árnessýslu sem undirrituð var 8.mars 2006.

 

7.     Ákvörðun um þátttöku Skeiða- og Gnúpverjahrepps í umsókn um styrk frá stjórnvöldum um byggingu reiðhallar á starfssvæði Hestamannafélagsins Smára.  Oddviti og sveitarstjóri hafa fundað með fulltrúum félagsins og Hrunamannahrepps um málið. Sveitarstjóri lagði fram áætlun um stofnkostnað við reiðhöll. 
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að vera aðili að umsókn á vegum Hestamannafélagsins Smára um styrk frá íslenskum stjórnvöldum sem auglýstur hefur verið, til byggingar reiðhallar á Flúðum.

Jafnframt lýsir hreppsnefnd yfir vilja til að ganga til samstarfs við félagið á sviði fræðslu til ungmenna um hestaíþróttir samanber ályktun skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

8.     Erindi frá umhverfisstofnun dags. 30 mars um kortlagningu vega og vegslóða og óskað samstarfs sveitarfélagsins og athugasemda.

Erindið lagt fram

 

9.     Erindi frá Guðna Árnasyni Brúnum dags. 20. mars þar sem hann óskar eftir kaupum á landi sem hann hefur á leigu. 
Samþykkt að hafna erindinu þar sem það samræmist ekki  stefnu sveitarfélagsins.

 

10.     Erindi frá ábúendum í Norðurgarði á Skeiðum dags. 3. apríl þar sem óskað er meðmæla sveitarstjórnar með kaupum þeirra á jörðinni sbr. jarðarlög 81/2004. 
Sveitarstjóri kynnti drög að svarbréfi.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu á grundvelli draganna.

 

11.     Erindi frá Hauki Friðrikssyni f.h. Kílhrauns ehf þar sem kynnt er tillaga hans að deiliskipulagi í landi Kílhrauns.  (Erindið hefur verið sent Skipulagsnefnd uppsveita og vinnsla þess hafin þar.) 
 

12.     Tillögur um breytingar á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016.  Skipulagsfulltrúi uppsveita mætti  á fundinn.  
            a)   Sandlækur sbr. meðfylgjandi erindi frá Erlingi Loftssyni.  Áður fjallað um erindið og það samþykkt af hreppsnefnd í kjölfar auglýsingar.  Skipulagsstofnun hafnaði því nema auglýst yrði aftur. 
Samþykkt að auglýst verði breyting á aðalskipulagi í samræmi við erindið.

             b)   Skarð sbr. meðfylgjandi erindi frá Sigurði Björgvinssyni.  Áður fjallað um erindið og það samþykkt af  hreppsnefnd í kjölfar auglýsingar. Skipulagsstofnun hafnaði því nema auglýst yrði aftur. 
Afla þarf frekari upplýsinga.

             c)    Virkjanir í Neðri Þjórsá sbr. meðfylgjandi erindi frá Landsvirkjun.  Áður fjallað um erindið og tekið jákvætt í það en því frestað þar til lokið yrði staðfestingu aðalskipulags. 
Samþykkt að leita samráðs við Rangæinga til að hægt sé að fullvinna tillöguna

             d)     Kílhraun sbr. meðfylgjandi erindi Hauks Friðrikssonar.  Sjá einnig umfjöllun um erindið í fundargerð skipulagsnefndar uppsveita 30. mars 
Samþykkt að auglýst verði breyting á aðalskipulagi í samræmi við erindið.

 

13.     Tillaga að yfirlýsingu um samstarf um endurbyggingu Skaftholtsrétta. 
Tillagan samþykkt.

 

14.     Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 23. mars þar sem svarað er fyrirspurnum sveitarstjóra varðandi framlög í kjölfar sameiningar. 
Erindið lagt fram.

 

15.     Erindi frá HSK dags. 23. mars þar sem kynntar eru ályktanir 84. héraðsþings. 
Erindið lagt fram.

 

16.     Erindi frá samgöngunefnd Alþingis dags. 27. mars þar sem óskað er umsagnar um þingsályktunartillögu um uppbyggingu héraðsvega. 
Erindið lagt fram.

 

16.     Erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra dags. 20. mars varðandi sumardvöl barna og ungmenna í Reykjadal 
Erindið samþykkt.

 

17.     Erindi frá keppnisstjórn alþjóðarallsins á Íslandi dags. 5. apríl þar sem óskað er leyfis til aksturs þann 18. ágúst. 
Erindið samþykkt.

 

18.     Önnur mál 
a)   Vinnuskóli verður starfræktur í sumar í 7 vikur. 
b)   Opnun tilboða í verkið Félagsheimilið Árnes, viðhald á þaki.  Lægstbjóðandi var Höfuð-Verk ehf. sem var 86,5% af kostnaðarverði. 
c)    Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

d)    Sveinbjörn Benediktsson sækir  um sumarbústaðalóð á Löngudælaholti nr 12 
Samþykkt.

e)    Sveitarstjóri lagði fram tillögu um styrk til greiðslu fasteignagjalda til Afréttamálafélags Flóa- og Skeiða og til Slysavarnadeildar Gnúpverja. Fskj 1. Samþykkt. 
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að niðurfellingu á fasteignagjöldum af ónotuðum útihúsum til aldraðra. Fskj 2 
Samþykkt.

f)    Hrafnhildur reifaði mál um aksturstaxta vegna skólaaksturs. Sveitarstjóra og formanni skólanefndar falið að fara yfir málið með skólastjóra 
 

Fundi slitið kl. 15:05