Sveitarstjórn

13. fundur 06. febrúar 2007 kl. 10:30

3. fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 6. febrúar 2007  kl. 10:30 í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti 
Bjarnason, Sigurður Jónsson sveitarstjóri og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Gunnar setti fund og spurði fundarmenn hvort einhverjar athugasemdir væru við boð fundarins en svo reyndist ekki vera.

 

Dagskrá:

 

1.   Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2006. 

Sveitarstjóri upplýsti fundarmenn um að það kæmi 7.1 millj. frá Jöfnunarsjóði  v. flutnings á leikskólanum

 

2.   Bréf frá Skipulagsfulltrúa. 

Umsókn um landnýtingaráform á Árhrauni.

Lagt fram til kynningar.

 

3.   Bréf frá Jöfnunarsjóði úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda. 
Lagt fram.

 

4.   Bréf frá Umhverfisráðuneytinu. 
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Lagt fram.

 

5.   Bréf frá Sigrúnu Símonardóttur og Þuríði Jónsdóttur þar sem sveitarfélaginu er boðinn forkaupsréttur á Heilsubælinu. 
Sveitarstjóra falið að ræða við eigendur og fá  verðhugmyndir og kanna notkunarþörf skólans.

 

6.   Bréf frá Hrunamannahrepp um Almannavarnarnefnd. 
Lagt fram, sveitarstjórn leggur áherslu á að ganga sem fyrst frá þessum málum.

 

7.   Tilkynning um Brännpunkt Norden 2007, norrænu skólamálaráðstefnuna. 
Lagt fram og vísað til skólanefndar.

 

8.   Bréf varðandi átak til að berjast gegn heimilisofbeldi. 
Lagt fram og vísað til félagsmálanefndar.

 

9.   Bréf frá Hrunamannahreppi varðandi fasteignagjald af Límtrésverksmiðjunni. 
Sveitarstjórn samþykkir að falla frá fasteignagjöldum af Límtrésverksmiðjunni.

 

10.   Afsláttur af fasteignagjöldum fyrir elli og örorku lífeyrisþega (meðfylgjandi reglur og viðmiðun 2006). 
Sveitarstjórn samþykkir að tekjuviðmiðun hækki um 6% samkv. neysluvísitölu.

 

11.   Svar frá Félagsmálaráðuneytinu um meðferð bókhaldsgagna. 
“Að mati ráðuneytisins verður að líta það sem meginreglu samkvæmt sveitarstjórnarlögum að kjörnir fulltrúar 
fái ekki afrit af bókhaldagögnum sem innihaldið geta upplýsingar um viðkvæm málefni. Þar undir getur 
aðalbók sveitarfélagsins meðal annars fallið. Úrskurðurinn verður birtur í heild sinni á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

12.   Umsókn um lóð, Hamragerði 3. 
Umsóknin samþykkt.

 

13.   Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, breytingar á grunnskólalögum. 
Lagt fram, erindinu vísað til skólanefndar til kynnignar.

 

14.   Bréf frá Menntamálaráðuneytinu varðandi verklagsreglur í barnaverndarmálum. 
Lagt fram, erindinu vísað til skólanefndar.

 

15.   Bréf frá Fornleifavernd ríkisins. Deiliskipulag í landi Hamarsheiðar. 
Lagt fram.

 

16.   Bréf frá Heilbrigðis og tryggingaráðuneytinu, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að reglugerð um takmarkanir 
á tóbaksreykingum. 
Lagt fram. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við bréfið.

 

17.   Skipulagsmál. 1. mál í síðustu fundargerð. 
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

18.   Bréf varðandi Staðardagskrá 21 velferðaráætlun sveitarfélaga. 
Sveitarstjórn samþykkir að fá fund með Ragnhildi H Jónsdóttur og umhverfisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

 

19.   Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN- hópsins. 
Erindinu hafnað.

 

20.   Bréf frá vinabæ okkar Vestvågöy í Noregi. 
Sveitarstjórn vísar erindinu til vinabaæjarnefndar.

 

21.   Drög að leigusamningi um Hólaskógi. 
Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

 

22.   Oddviti gerir grein fyrir fundi með fulltrúum Landsvirkjunar 26.01.07. 
Oddviti lagði til að hreppsnefndin sæti öll í samráðsnefnd  við Landsvirkjun vegna framkvæmda í neðri-Þjórsá.

 Samþykkt.

 

23.   Fundargerð Umhverfisnefndar frá 24.01.07. 
Fundargerðin staðfest.

 

24.    Fundargerðir. 
a)      Stjórn SASS frá 10.01.07. Fundargerðin lögð fram

b)      Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá 9.01.07. Fundargerðin lögð fram.

c)      Atvinnuþróunarfélag Suðurlands 8.12.06 og 12.01.07. Fundargerðin lögð fram

d)      Fræðslunefnd v/Flúðaskóla frá 25.01.07.

Sveitarstjórn telur brotalöm á fundaboðun Fræðslunefndar Flúðaskóla.  Farið er fram á að boða 
bréflega með minnst tveggja daga fyrirvara.

 

25.   Fundargerð Skipulagsnefndar frá 11.01.07. 
Sveitarstjórn leggur áherslu á að flítt verði vinnu við kortlagningu á áhrifasvæði flóða við Hvítá.

 

26.   Fundargerð Félagsmálanefndar frá 9.01.07. 
Fundargerðin lögð fram.

 

27.   Oddviti og sveitarstjóri gera grein fyrir fundi með oddvita og sveitarstjóra Hrunamannahrepps um æskulýðs- og íþróttamál. 
Sveitarstjóri skírði frá fundinum, fyrir liggur að boða til fundar með UMF Skeið og UMF Gnúp um þessi mál og önnur.

 

28.   Fundargerð oddvita uppsveita Árnessýslu. 
Bókun:

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir innkomu Flóahrepps í samstarf uppsveitanna um embætti 
      skipulags og byggingafulltrúa,  með þeim skilyrðum að fyrst verði gengið frá, með formlegum hætti hvernig samstarf 
      þeirra sveitarfélaga sem fyrir eru verður háttað bæði hvað varðar ofangreind embætti eins þau samstarfsverkefni önnur 
      sem sveitarfélögin eru aðilar að.

 

Við bendum á þá leið að þangað til að þeirri vinnu verður lokið geti Flóahreppur gert þjónustusamning við uppsveitirnar 
      sem felur það í sér að þeir starfi með í þessu samstarfi á sama grundvelli og hin sveitarfélögin og greiði kostnað af embættinu 
      í samræmi við þá kostnaðarskiptingu sem rædd var á oddvitafundinum þann 25. janúar 2007.                                                                                                                 
      Fundargerðin staðfest að öðru leiti

 

Mál til kynningar 
 

a)      Bréf frá Kvenfélagi Skeiðamanna. Tekið til afgreiðslu á næsta fundi.

b)      Kynnt tillaga um veitumál.

 

 

Fundi slitið kl: 14.28