Sveitarstjórn

27. fundur 15. janúar 2008 kl. 13:00

27. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps  þriðjudaginn 15.janúar 2008  kl.13:00 í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson,oddviti,Ari Einarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson,Björgvin Skafti Bjarnason 
og Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,svo reyndist ekki vera.

 

1.   Skýrsla Sigurðar Gunnarssonar,hdl.,um Almannavarnanefnd.(Skýrslan er á skrifstofu sveitarstjóra). Einnig bókun hreppsnefndar 
Hrunamannahrepps um skýrsluna.Hreppsnefnd ítrekar fyrri yfirlýsingar um að stofnuð verði ein nefnd fyrir Árnessýslu og verði 
það hlutverk þeirrar nefndar að vinna að frekari útfærslu. 

 

2.   Bréf frá Skógrækt ríkisins varðandi lóðarleigusamning Skriðufells.(Samningur og uppdrættir lagðir fram á fundinum).Lagt fram. 

 

3.   Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi framlag vegna sérþarfa nemenda.Lagt fram. 

 

4.   Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu,þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar varðandi bréf Atla Gíslasonar,hrl.,f.h. 
Bjargar Evu Erlendsdóttur,Finnboga Jóhannssonar og Kjartans Ágússonar varðandi atriði tengd afgreiðslu á breytingum á 
aðalskipulagi 2004-2016.Lögð fram drög að svari sem Ívar Pálsson,hdl,hefur unnið fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir 
fyrirliggjandi drög og að þau verði send til Samgönguráðuneytisins.Með vísan í umsögn gerir Skeiða-og Gnúpverjahreppur eftirfarandi 
kröfur:  að hafnað verði kröfu kærenda um að hreppsnefnd beri að víkja sæt við málsmeðferð breytinga á aðalskipulagi Skeiða-
og Gnúpverjahrepps 2004-2016,varðandi virkjanir í neðrihluta Þjórsár sbr. afgreiðslu sveitarstjórnar frá 13.nóv.s.l.   að vísað verði 
frá kröfu kærenda um að tillaga að aðalskipulagi verði tekin til meðferðar á nýjan leik,til  vara að þeirri kröfu verði hafnað. 

 

5.   Styrktarbeiðni vegna þátttöku hjá IFBB í Fitness.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu,þar sem þetta fellur ekki undir 
nýsamþykktar reglur um styrkveitingar. 

 

6.   Bréf frá stjórn Sorpstöðvar Suðurlands varðandi framtíðarlausn í meðhöndlun úrgangs fram til ársins 2020. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar.Sveitarstjórn samþ. erindin. 

 

7.   Menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvörp varðandi Grunnskóla og Leikskóla. Einnig um frumvarp til laga um 
framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda.Sveitarstjórn gerir eftirfarandi athugasemdir varðandi frumvarp 
um grunnskólalög: Verksvið Skólaráðs þarf að skilgreina betur, sveitarstjórn bendir á að í fámennum sveitarféögum er 7 manna ráð 
veruleg aukning við það sem nú er.  Sveitarstjórn telur ástæðu til að hafa þagnarskyldu starfsmanna í lögunum.Samþ. að senda 
frumvörpin til umsagnar Skólanefndar. 

 

8.   Ráðstefna um stefnumarkandi áætlun í barnavernd 2007-2010.Lagt til að fulltrúa sveitarfélagsins í Félagsmálanefnd verði boðið að 
sækja ráðstefnuna. 

 

9.   Lóðamál í Brautarholti.Sveitarstjórn samþ. að afla frekari upplýsinga um möguleika á byggingarhæfi lands. 

 

10.   Fyrirspurn um lóð í Brautarholti.Umsókn frá Heiðarholti ehf. um lóð nr.12 í Brautarholti. Sveitarstjórn samþ. umsóknina. 

 

11.   Skipan 17.júní nefndar.Sveitarstjóra og oddvita falið að koma með tillögu á næsta fundi um skipan mála. 

 

12.   Landskiptagjörð fyrir Þrándarholt.( Gögn lögð fram á fundinum)  Samþ. Að taka einnig á dagskrá vegna Vestra- Geldingaholts og 
stofnun lóða nr. 4 og 5 í Árhraunslandi.Sveitarstjórn samþ. erindin. 

 

13.   Skólamál. – Íbúafundur.Sveitarstjórn samþ. að stefna að íbúafundi laugardaginn 8.mars n.k. 
 

14.   Nefndarlaun. – Endurskoðun samkv. samþykktum þar um.Sveitarstjórn samþ. að laun hækki um 8,3% í samræmi við þróun launavístölu. 

 

15.   Fundargerðir: 
a)      Heilbrigðisnefnd frá 18.12.07 Lögð fram

b)      Brunavarnir Árnessýslu frá 8.12.07.Lögð fram.

c)      Stjórn SASS frá 19.12.07.Lögð fram.Aukaaðalfundur AÞS og SASS verður 25.jan.n.k. Sveitarstjórn samþ. að kjörnir 
fulltrúar á aðalfund sæki aukaaðalfundina.

16.   Fundargerð Skipulagsnefndar frá 17.12.07.Samþ. 

 

17.   Mál til kynningar: 

a). Rætt um heimasíðu sveitarfélagsins. Samþ. að ræða við Jóhönnu Lilju Arnardóttur um ákveðnar endurbætur á síðunni.

 

 

 

         Fleira ekki gert.                   Fundi slitið kl. 16:00