Sveitarstjórn

34. fundur 03. júní 2008 kl. 10:30

34. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 3.júní 2008 kl.10:30 í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson,oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Haukur Haraldsson ,Tryggvi Steinarsson,
Jóhanna Lilja Arnardóttir og Sig.Jónsson, sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,svo reyndist ekki vera.

Oddviti óskaði eftir að taka á dagskrá tvö mál vegna skipulagsmála og verða þau mál nr. 21 og 22 í dagskránni. Samþykkt samhljóða.

1.   Kosning samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Skeiða-og Gnúpverjahrepps til eins árs í júní ár hvert,skv.51.gr. 
a)      Oddvitakjör. Oddviti og varaoddviti skv.14.gr.sveitarstjórnarlaga nr.45/1998.Oddviti var kosin Gunnar Örn Marteinsson,með 4 atkvæðum, Jóhanna Lilja situr hjá. Varaoddviti var kosin Jón Vilmundarson með 4 atkvæðum,Jóhanna Lilja sat hjá.

b)      Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og annrra stofnana.Þrír aðalfulltrúar og þrír til vara samkvæmt samþykktum samtakanna. Aðalfulltrúar voru kjörnir: Gunnar Örn Marteinsson,oddviti,Jón Vilmundarson og Björgvin Skafti Bjarnason. Varamenn voru kjörnir: Ingvar Hjálmarsson,Tryggvi Steinarsson og Jóhanna Lilja Arnardóttir.

2.   Bréf frá Samgönguráðuneytinu. Tilkynning um endanlegt framlag 
vegna nýbúafræðslu árið 2008.Lagt fram.

3.   Bréf frá Eyþóri Brynjólfssyni með ósk um að kannaðir verði möguleikar á að útbúa útskot eða útsýnis afleggjara fyrir neðan bæinn 
Stöðulfell.Sveitarstjórn þakkar fyrir ábendinguna og samykkir að óska eftir umsögn Vegagerðarinnar,hvort hún telji þetta æskilegt út frá umferðaröryggi.

4.   Minnispunktar frá kynningarfundi um skipulagsmál,sem haldin var í Brautarholti 22.apríl s.l.Lagt fram. 
5.   Styrktarbeiðni frá Vörðukórnum.Sveitarstjórn samþykkir að kórinn fái styrk sem nemur húsaleigu. Sama gildir um aðra kóra sem starfa í sveitarfélaginu. 
6.   Ósk um niðurfellingu á gjöldum af sumarbústaði í landi Skeiðháholts.Jóhanna Lilja vék af fundi í þessu máli.Fyrir liggur að sumarbústaðurinn er óíbúðahæfur. Samþ. að fella niður fráveitugjald og sorpeyðingargjald. Verði húsið tekið af fasteignamatsskrá verður fasteignaskattur felldur niður. 
7.   Bréf frá Vegagerðinni varðandi hámarkshraða við Brautarholt og Árnes.Lagt fram. 
8.   Ósk um fjárhagslegan stuðning við Tónsmiðjuna.Sveitarstjórn samþ. að skoða tónlistarkennsluna nánar og óskar jafnframt eftir að eiga fund með bréfritara. 
9.    Afrit af bréfi til Atvinnuþróunarfélags Suðurlands varðandi styrkgreiningu fyrir orkufrekan iðnað í sveitarfélögum við Þjórsá.Lagt fram. 
10. Bréf frá Landgræðslu ríkisins varðandi tilkynningu um styrk.Sveitarstjórn þakkar fyrir styrkinn en hann er kr.400 þús. Sveitarstjórn samþ. að Tryggvi Steinarsson verði tengiliður sveitarfélagsins við Landgræðsluna vegna málefna Gnúpverjaafréttar. 
11. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins varðandi deiliskipulag Blesastaða 3 á Skeiðum.Lagt fram. 
12. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga,þar sem samþykkt er þátttaka í framkvæmdum við lóð leikskólans.Lagt fram. 
13. Bréf frá Kílhrauni ehf. varðandi vatnsveituframkvæmdir.Ennfremur bréf frá Jónasi Egilssyni varðandi sama mál.Sveitarstjórn telur það ekki í sínum verkahring að gefa leyfi,en bendir bréfritara á að hann þarf að fá samþykki viðkomandi landeigenda vegna framkvæmdanna.
14. Styrktarbeiðni vegna starfsemi Ungmennafélags Gnúpverja fyrir sumarið 2008.Sveitarstjórn samþ.styrk að upphæð kr. 250 þús.Jafnframt er  óskað eftir endurskoðuðum ársreikningi áður en  frekari afstðaða verður tekin til styrkveitingar. 
15. Kostnaðartölur vegna gatnagerðar og veituframkvæmda,lagðar fram á fundinum.(Áður á dagskrá síðasta fundar,mál til kynningar).Á fjárhagsáætlun 2008 er gert ráð fyrir 30 milljónum til framkvæmda þ.e. 20 milljónir vegna Þjórsárskóla og 10 milljónir í gatnagerð.Sveitarstjórn leggur til breytingu þ.e. að 10 milljónir verði til framkvæmda í Þjórsárskóla, 10 milljónir til gatnagerðaframkvæmda í Brautarholti og 10 milljónir vegna fráveituframkvæmda í Árnesi.Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að leggja til að nota allt að kr. 30 milljónir af peningabréfaeign,(Límtréspeningar) til skipulagningar,gatnagerðar og veituframkvæmda vegna fyrirhugaðra sumarhúsa-og smábýlalóða í Árnesi.Þegar lóðir eru seldar skal greiða sambærilega upphæð til baka í sjóðinn. Sveitarstjórn samþykkir að visa ofanrituðu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.Jafnframt samþ. sveitarstjórn að fela oddvita og sveitarstjóra í samvinnu við Verkfræðistofu Suðurlands að vinna að útboðsgögnum. 
16. Fundargerðir: 
a)      Fræðslunefndar v/Flúðaskóla frá 28.04.08.Lagt fram.

b)      Skólanefnd Tónlistarskóla Árnesinga frá 15.04.08.Lagt fram.

c)      Stjórn AÞS frá 28.03,4.04.08 og 7.05.08.Lagt fram.

d)      Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá 20.05.08.Lagt fram.

e)      Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands frá 5.05.08.Lagt fram.

17. Fundargerð Félagsmálanefndar frá 7.05.08.Samþykkt. 
18. Fundargerð Umhverfisnefndar frá 5.05.08.Sveitarstjórn samþykkir að kanna möguleika á að bjóða sorphirðuna út. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt. 
19. Fundargerð Skólanefndar frá 22.05.08.Varðandi 5.mál í fundargerðinni er samþ. að fela oddvita,form.skólanefndar og sveitarstjóra að skoða málið nánar.Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn fundargerðina 
20. Endurnýjun á bíl fyrir Áhaldahúsið.Samþ. að ganga til samninga við Toyota um kaup á nýjum bíl fyrir áhaldahúsið,sem jafnframt verður notaður í skólaakstur. Samþykkt að staðgreiða bifreiðina,en kaupverð verður á bilinu 4-4,5 milljónir og vísa upphæðinni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008. 
21. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 23.04.08,Ásólfsstaðir II,aðalskipulag.Áður á dagskrá sveitarstjórnar á síðasta fundi (15.mál).Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna en gerir  fyrirvara um samþykki við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu um  að samkomulag náist um vegtengingu bústaðanna 11 og 12. 
22. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 23.05.08.Samþykkt. 
23. Ársreikningur Skeiða-og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2007. Síðari umræða.Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður. 
24. Mál til kynningar. Fjárlaganefnd Alþingis hefur boðað komu sína þriðjudaginn 10. júní n.k. og mun eiga fund með sveitarstjórn.

Fleira ekki gert                          Fundi slitið kl.16:35