Sveitarstjórn

43. fundur 16. desember 2008 kl. 13:00

43. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 16.des. 2008 kl. 10:30 í Árnesi.

    

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason.  Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera.

 

1.      Að beiðni Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Sól á Suðurlandi mæta fulltrúar þeirra á fundinn. Umræðuefni: Fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá og samstarfsverkefnið „Þjórsársveitir,uppspretta orkunnar.“ Á fundinn mættu: Guðfinnur Jakobsson,Hrafnhildur Ágústsdóttir,Sigþrúður Jónsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir.Skipst var á skoðunum um hugsanlega atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu. Fulltrúar samtakanna ítrekuðu andstöðu sína við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár og töldu að margir möguleikar væri fyrir hendi á atvinnuuppbyggingu án frekari virkjana.

2.      Staðfesting fá Skipulagsfulltrúa á að breyting á aðalskipulagi hefur verið afgreidd með jákvæðum hætti. Beðið er lokastaðfestingar umhverfisráðherra.Lagt fram.

3.      Fundargerð oddvitanefndar frá 25.11.08 ásamt samþ. fyrir „Embætti skipulags og byggingarmála í uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepp.“Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Skipulags-og byggingafulltrúaembætti.Sveitarstjórn samþ. fundargerðina og einnig samþ.fyrir embætti skipulags-og byggingafulltrúa,en bendir á að skilgreina þurfi betur verkaskiptingu stjórnar og að í 9.og 12 grein verði 4/5  í stað 2/3 hvað varðar atkvæðagreiðlsu.Samþ. með 4 atkvæðum. Skafti óskar bókað: Tel eðlilegt að afgreiðslu hefði verði frestað þar til búið er að fara yfir greina 5.7.9.og 12. Tek undir athugasemdir annrra hreppsnefndarmanna varðandi greinar 9.og 12. Bendi jafnframt á 7.grein að allir sveitarstjórnarmenn ættu að hafa atkvæðisrétt á aðalfundi og aukafundum. Sveitarstjórn samþ.að Gunnar Örn Marteinsson verði aðalmaður í stjórn og varamaður verði Jón Vilmundarson.

4.      Bréf frá Veraldarvinum, varðandi verkefni fyrir sjálfboðaliða.Lagt fram.

5.      Bréf  frá Greenstone varðandi ráðstefnu í Kaliforníu, Netþjónabú.Fram kemur að kostir Skeiða-og Gnúpverjahrepps hafi verið kynntir og mæltist það vel fyrir.Lagt fram.

6.      Bréf frá KPMG varðandi endurskoðun þ.e. lýsingu á því sem þjónusrta KPMG felur í sér og skilgreiningu á ábyrgð KPMG annars vegar og stjórnenda Skeiða-og Gnúpverjahrepps hins vegar.Lagt fram.

7.      Bréf frá Sýslumanninum á Selfossi,þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Pizzavagnsins til reksturs veitingaverslunar.Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd.

8.      Bréf frá ÍSÍ. Viðburðir á vegum almenningsíþróttasviðs.Lagt fram.

9.      Styrktarbeiðni frá Stígamótum vegna ársins 2009.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

10.  Auka aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 19.des.2008.Lagt fram.

11.  Bréf frá Yrkjusjóði.Kynning á stari sjóðsins ásamt óskum og ábendingum.Samþ. að senda bréfið til leikskóla og grunnskóla.

12.  Ósk um tímabundna leigu á húsnæði sveitarfélagsins að Bugðugerði 5A.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu en samþykkir að auglýsa íbúðina til sölu þ.e. að óska eftir tilboðum í íbúðina.

13.  Bréf frá Árdísi Jónsdóttur þar sem hún afþakkar boð á jólahlaðborð starfsmanna en óskar eftir að andvirði máltíðanna renni til Vina Skaftholtsrétta.Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

14.  Fráveita í Árnesi. Verkfundargerð nr.10.Lagt fram.

15.  Fundargerð vegna vatnsveitumála í Rangárþingi ytra,Ásahreppi,Flóahreppi og Skeiða-og Gnúpverjahreppi frá 8.12.08.Lagt fram.

16.  Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 3.12.08.Varðandi 4.lið fundargerðarinnar,Skipting framlaga vegna rekstrar BÁ.Í dag er skiptingin 25% af mannfjölda og 75% af brunabótamati í hverju svitarfélagi.Sveitarstjórn leggur til að skipting verði 50% af mannfjölda og 50 % af brunabótamati. Ennfremur samþ. sveitarstjórn að óska eftir að fullstrúi sveitarfélagsins,Ólafur Leifsson,mæti á næsta fund sveitarstjórnar til að ræða málefni BÁ.Sveitasrtjórn samþ. fyrir sitt leyti að stofnað verði EHF utanum starfsemi Slökkvitækjaþjónustu og að greiða sinn hluta af 500 þús. kr.hlutafé.

17.  Bréf frá Bláskógabyggð. Fjárhagsáætlun 2009 vegna Ferðamálafulltrúa.

18.  Fundargerð stjórnar SASS frá 19.11.08 ásamt ályktunum frá aðalfundi SASS.

19.  Fundargerð Skólanefndar frá 15.12.08 lögð fram.Varðandi fjárhagsbeiðni um 500 þús.aukningu á framlagi vegna tómstundastarf samþ. sveitarstjórn beiðnina og því vísað til síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2009. Fundargerðin samþykkt.

20.  Fundargerð Veitustjórnar frá 10.12.08.Einnig voru lagðar fram fundargerðir frá 4.09 og 28.11.07.Samþykkt.

21.  Fjárhagsáætlun 2009 lögð fram til fyrri umræðu. Gert ráð fyrir að síðari umræða fari fram 13.jan.2009. Á fundinn mætti Björgvin Guðmundsson frá KPMG og gerði grein fyrir endurskoðari fjárhagsáætlun 2008 og fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2009.

Sveitarstjórn samþ. að hækka sorphirðu og sorpeyðingargjöld um 10%.Sveitarstjórn samþ. að soreyðingargjald á sumarbústaði hækki úr kr. 3860 í kr. 5000.

      Sveitarstjórn samþ. að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu.

22.  Mál til kynningar

a)      Fyrir lá tilboð frá Verkfræðistofu Suðurlands að ljúka greiðslu á gömlum ógreiddum reikningum frá árinu 2005 að upphæð kr. 1.002.559. Tilboð Verkfræðistofunnar er að greiddar verði kr.750.000 og engir vextir verði greiddir. Sveitarstjórn samþ. að taka tilboðinu.

b)      Bréf frá Sigrúnu Láru Hauksdóttur f.h Kálfhóls og Ketilhóls vegna markaðsstyrk.Lagt fram og samþ. að taka það til afgreiðslu á næsta reglulega fundi.

c)      Sveitarstjórn samþ.að greiðslur fasteignagjalda verði á eftirfarandi hátt: Greiðslur sem eru 20.000 kr lægri eru með einn gjalddaga 1.mars.Greiðslur sem eru 20.001 kr. 60.000 kr. Greiðast vá þremur gjalddögum 1.mars,1.maí og 1.júlí.Greiðslur 60.001 kr. Og hærri greiðast á fimm gjalddögum 1.mars,1.maí,1.júlí, 1.september og 1.nóvember. Eindagi er 30 dögum eftir eindaga.

d)      Styrktarbeini frá starfsfólki Þjórsárskóla vegna Skotlandsferðar (áður á dagskrá 14.nóv.s.l.)Sveitarstjórn samþ. að syrkur að upphæð kr.14.001 verði tekin af rekstrarfé skólans.

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 15:50