Sveitarstjórn

45. fundur 03. febrúar 2009 kl. 10:30

45.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 3.febrúar 2009 kl. 10:30 í Árnesi.

    

 

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti,Ingvar Hjálmarsson,Jón Vilmundarson,Tryggvi Steinarsson, Jóhanna Lilja Arnardóttir.  Einnig sat fundinn Sig.Jónsson,sveitarstjóri,sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, svo reyndist ekki vera.Oddviti óskaði eftir að liður 14 verði tekin af dagskránni,þar sem tölulegar upplýsingar liggja ekki fyrir. Samþykkt.

1.      Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana sen til umsagnar.Lagt fram.

2.      Húsaleigubætur. Uppreiknuð eignamörk.Lagt fram.

3.      Úrskurður Samgönguráðuneytisins er varðaði afslátt tiltekins sveitarfélags á fasteignaskatt elli-og örorkulífeyrisþega. Á ekki við hjá okkur en afsláttur hér er tekjutengdur.

4.      Bréfn frá Félagi Tónlistarskólakennara.Ályktun um stöðu tónlistarskólanna í landinu.Lagt fram.

5.      Styrktarbeiðni frá stjórn Uppsveitarsystra.Sveitarstjórn samþykkir að styrkur verði í samræmi við það sem aðrir kórar fá.

6.      Drög að erindisbréfi Bókasafnsnefndar. Einnig lágu fyrir athugasemdir bókasafnsnefndir við erindisbréfið.Sveitarstjórn samþykkir að taka erindisbréfið til afgreiðslu á næsta fundi.

7.      Bréf frá Félags-og Tryggingamálaráðuneytinu.Skipan og aðsetur matsteymis heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Lagt fram.

8.      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2008.Lagt fram.

9.      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.Áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2009.Lagt fram.

10.  Afrit af bréfi Bændasamtaka Íslands til Sambands ísl.sveitarfélaga varðandi fund um: Bótaréttur vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms.Jón Vilmundarson mun sækja fundinn.

11.  Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Staða Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í ársbyrjun 2009.Lagt fram.

12.  Úttektarskýrslur,sem Sjóvá forvarnarhús gerði um öryggisþætti í Neslaug og Skeiðalaug.Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að fylgja málum efir og að senda forstöðumönnum skýrlunnar.

13.  Bréf frá Dómsmálaráðuneytinu  varðandi reglugerð um lögreglusamþykktir.Samþykkt að óska eftir að Sýslumaður mæti á næsta fund til að fara yfir málin.

14.  Beiðni frá Jóhanni ehf.um framlengingu á leigusamningi vegna leigu á veitinga og gistiaðstöðu og skólamötuneyti í Árnesi . (Áður á dagskrá síðasta fundar). Sveitarstjórn samþykkir að taka upp viðræður við bréfritara um framlengingu á samningi um eitt ár.

15.  Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 16.12.08 ásamt  bréfi um kynningu á starfsemi.Lagt fram. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að fá kynningu á starfsemi Brunavarna.

16.  Fundargerðir  stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. Frá 9.01 og 15.01.09.Lagt fram.

17.  Fundargerð aukaaðalfundar AÞS frá 19.12.08.Lagt fram.

18.  Fundargerð Félagsmálanefndar frá 13.01.09.Samþ.

19.  Verkfundargerðir. Fráveita í Árnesi. Nr.12,13.og 14.Lagt fram.

20.  Mál til kynningar.

a)      Bréf frá Kvenfélagi Gnúpverja varðandi leigu á hluta af Félagsheimilinu Árnesi.Sveitarstjórn samþykkir að halda fund með fulltrúum Kvenfélags Gnúpverja og Ungmannafélags Gnúpverja um málið.

b)      Rætt um lokun vegar að Skriðufelli. Samþ. Að kanna málið nánar.

c)      Samþ. að kanna ástæður þess að rúferðir eru ekki lengur í Árnes.

d)      Starfshópur um reiðvegamál gerði grein fyrir fundi þar sem m.a. kom fram að gerð reiðvegakorts í sveitarfélaginu.

                                                                                

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 13:35