Sveitarstjórn

47. fundur 03. mars 2009 kl. 10:30

47. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 3. mars 2009 kl. 10:30 í Árnesi

             

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.

                             

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins en þær voru ekki. Oddviti óskaði að taka fjögur mál á dagskrá. Stofnun lögbýlis í Álfsstaðalandi, skipulagsmál vegna tengivegar, framlagt bréf Magnúsar Óskarssonar og stjórnsýslukæra vegna markaðsstyrkja.

 

1.  Sýslumaður Árnessýslu mætti á fundinn.

     Sýslumaður Árnessýslu Ólafur Helgi Kjartansson mætti á fundinn ásamt Þorgrími Óla og Oddi Árnasyni. Tilefnið er að auka samskipti milli sveitarstjórna og sýslumannsembættisins.

 

2.  Styrkir til markaðssetningar. Afgreiðslu frestað .

 

3.  Styrkir vegna tómstundastarfs barna.

Sveitarstjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps samþykkir að allir grunnskólanemendur og framhaldsskólanemendur til 18 ára aldurs geti sótt um styrk sem nemur allt að 30.000 kr. á árinu 2009 til að stunda íþrótta, æskulýðs eða menningarstarf.

 Með umsókn þarf að fylgja kvittun um greiðslu frá aðila sem uppfyllir    skilyrði að um viðurkennda starfsemi sé að ræða og fagaðilar sjái um þjálfun og/eða menntun.

 

4. Bréf frá lögmannsstofunni Fortis vegna afgreiðsla á markaðsstyrkjum.

    Lögmanni sveitarfélagsins falið að skoða málið.

 

5. Bréf frá menningarfulltrúa Suðurlands vegna umsókna um styrki til   

  menningarmála.

Litið er sérstaklega til menningartengdar ferðaþjónustu og umsóknarfrestur er til 16. mars 2009. Heimasíða Menningarráðs er www.sunnanmenning.is . Farið yfir mál sem tengjast hreppnum og oddvita falið að fylgja málunum eftir.

 

6.  Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna húsaleigubóta, og    

tilkynning um greiðslur vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Lagt fram.

 

7. Niðurfelling á sérleyfisakstri í Árnes
    Sveitarstjórn telur að ótækt sé að fella niður áætlunarferðir í Árnes án samráðs við heimamenn, sérstaklega á þeim tímum 
    sem ætla má að fleiri muni nýta sér ferðirnar í framtíðinni.

 

8. Styrkbeiðni vegna stofnunar Starfsendurhæfingar á Suðurlandi.

    Óskað er nánari upplýsinga áður en málið er afgreitt.

 

9. Bréf frá K.S.Í. vegna stuðnings sveitarfélaga við íþróttastarf.

    Lagt fram.

 

10. Boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Lánasjóðs

      íslenskra sveitarfélaga

      Lagt fram.

 

11. Bréf frá samgönguráðuneytinu vegna fjárhagsáætlana.

      Lagt fram.

 

12. Erindi frá UMFG vegna uppgjörs vinnu við íþróttavöll.

Samþykkt að greiða UMFG styrk að upphæð 181.500 kr.vegna vinnuframlags við sparkvöll.

 

13. Staðgreiðsluuppgjör sveitarfélagsins frá Sambandi íslenskra  sveitarfélaga.

      Lagt fram.

 

14. Kostnaðar og efnahagsyfirlit Byggingar – og Skipulagsfulltrúa

      Lagt fram.

 

15. Fundargerð verkfundar vegna fráveituframkvæmda í Árnesi.

      Lögð fram.

 

16. Fundargerðir umhverfisnefndar frá 8. janúar og 5. febrúar.

      Fundargerðir staðfestar.

 

17. Fundargerðir skólanefndar nr.32 frá 9. febrúar 2009 og fundargerð  

 nr.33 frá 9.ferbrúar 2009 um leikskólamál/grunnskólamál.

 Endurskoðanda falið að fara yfir liði 2 og 5 í fundargerð 32.

 Fundargerðir  staðfestar.

 

18. Fram lagðar fundargerðir.

 

      Minnispunktar vegna fundar um Þjórsárdal

 Samþykkt að kalla á fund hagsmunaaðila, til að halda áfram stefnumótun  

 vegna Þjórsárdals.

    

      Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands.

      Lögð fram.

 

Fundargerðir Almannavarna Árnessýslu frá 30.janúar  og fundargerð   Brunavarna Árnessýslu frá 6. febrúar.

Lagðar fram.

    

19. Bréf frá fræðslunefnd Hrunamannahrepps

 Samþykkt að Jón Vilmundarson formaður skólanefndar verði fulltrúi   Skeiða- og Gnúpverjahrepps í starfshópi um  framtíðarsýn Flúðaskóla.

 

20. Tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun 2010- 2012

      Samþykkt að vísa þriggjaára áætlun til seinni umræðu.

 

21. Yfirstjórn sveitarfélagsins.

     

     Tillaga frá Ingvari Hjálmarssyni:   

 

Ég undirritaður legg til við hreppsnefnd að Gunnar Örn oddviti sinni störfum sveitarstjóra út kjörtímabilið.

Máli mínu til stuðnings bendi ég á að stutt er til næstu kosninga og finnst mér það of skammur tími til stefnu að ráða nýjan aðila sem sveitastjóra . Að mínu mati hefur Gunnar staðið sig vel í embætti oddvita og er orðinn öllum málum vel kunnugur sem hlýtur að vera mikils virði í því að klára þau brýnu verkefni sem framundan eru. Það að ráða nýjan aðila hljóta allir að sjá sem vilja hversu mikill tími fer í að koma viðkomandi inní málin. Það liggur alveg ljóst fyrir að mörg brýn verkefni samþykkt af sveitarstjórn hafa ekki verið unnin og verður að taka á því strax, þess vegna legg ég það til að Gunnar gegni starfi sveitarstjóra svo við getum litið yfir kjörtímabilið ánægðir með verkin sem unnin voru.  En horfum ekki til baka og sjáum allt sem eftir er og allan þann tíma sem eytt var í að koma nýju fólki inní störfin.    Ingvar Hjálmarsson.

Tillögu Ingvars frestað til næsta fundar og sveitarstjórn  samþykkir að fá KPMG til að fara yfir skipulag yfirstjórnar sveitarfélagsins og þar til annað verður   ákveðið verði Gunnar  í fullu starfi, frá fyrsta mars.

22. Breyting á skipulagi vegna tengivegar.

Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps 4. nóvember 2008 var samþykkt að auglýsa breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna breytinga á legu tengivegar yfir Þjórsár. Tillagan var auglýst til kynningar 6. febrúar sl. Með athugasemdarfresti til 20. mars. Nú hefur komið í ljós smávægilegur galli á auglýstum skipulagsgögnum í tengslum við tengingu vegarins við Þjórsárdalsveg við þéttbýlið í Árnesi. Vegna þessa þarf að mati Skipulagsstofnunar að taka lagfærða tillögu fyrir að nýju í sveitarstjórn og auglýsa upp á nýtt.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags og byggingarlaga.

23. Lögbýli að Álfsstöðum 2.

      Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlisins.

 24. Lagt fram bréf frá Magnúsi Óskarssyni.

 

            Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 16.30