Sveitarstjórn

51. fundur 02. júní 2009 kl. 10:30

51. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 2.júní  2009 kl. 10:30 í Árnesi.

 

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins en þær voru ekki. Oddviti óskaði eftir breytingum á dagskrá sem var samþykkt.

1.      Umsögn frá Matvælastofnun vegna dreifingar kjötmjöls í Þjórsárdal.
Sveitarstjórn hafnar því að kjötmjöli sé dreift í Þjórsárdal, þar sem hún telur ekki tryggt að búfé komist ekki á svæðið, og minnir á reglugerð 
820/2007, 5.mgr. 8. gr.

2.      Erindi frá samgönguráðuneyti vegna markaðsstyrkja
Ráðuneytið fellir umfjöllun máls niður þar sem sátt hefur náðst milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps annars vegar og Ketilhóls ehf. og Kálfhóls ehf. hins vegar.
 

3.      Bréf frá umhverfisnefnd Þjórsárskóla.
Sveitarstjórn fagnar bréfi umhverfisnefndar Þjórsárskóla  þar sem hugmyndin er að gera bækling um flokkun sorps og dreifa til íbúa sveitarfélagsins, og mun vera í samstarfi við nefndina.
 

4.      Erindi frá Kvenfélagi Gnúpverja vegna aðstöðu í Árnesi.
Oddvita falið að ræða við kvenfélagið.
 

5.      Ósk um umsögn vegna umsóknar Björns Jónssonar um reksturs gististaðar í flokki II, um er að ræða sumarhús, gististaður án veitinga.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 

6.      Umsókn um styrk vegna skólahreysti 2009.
Samþykkt að veita  50.000 kr. til verkefnisins.
 

7.      Fundargerð félagsmálanefndar 113.fundur .
Fundargerð samþykkt
 

8.      Samráðsfundur Þjórsársveita og Ölfus vegna orkumála.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps áréttar að framtíð Þjórsársveitarverkefnisins sé ákveðið áður en rætt sé við aðra aðila.
 

9.      Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 284.fundur
Lögð fram.
 

10.  Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands 114.fundur.
Lögð fram.
 

11.  Fundargerð stjórnar SASS 423.fundur.
Lögð fram.
 

12.  Fundagerðir Sorpstöðvar Suðurlands fundagerðir nr. 170.og171
Fundargerð 170 samþykkt.
Fundargerð 171.  Bókun: Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps  leggur til við stjórn Sorpstöðvar Suðurlands að fallið verði frá ákvörðun um byggingu móttöku- og flokkunarstöðvar en frekar verði leitað að landi undir urðun á starfssvæðinu.
 

13.  Málefni skóla og skólamötuneytis.
Ingibjörg María skólastjóri Þjórsárskóla kom að fundinn kl: 12.30 og ræddi mál skólans og skólamötuneytis við sveitarstjórn.
Oddvita og skólastjóra falið að undirbúa samning vegna skólamötuneytis og leggja fyrir næsta fund.

Úlfhéðinn Sigurmundsson kom á fund kl: 13 sem varamaður Jóns Vilmundarsonar.

Ingibjörg vék af fundi

14.  Drög að samningi við Íslenska Gámafélagið varðandi sorphirðu.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að ganga frá fyrirliggjandi samningi.

Pétur  Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi mætti á fundinn, kl: 13.10

15.  Úrskurður samgönguráðuneytis vegna stjórnsýslukæru Sigmundar Magnússonar og Guðlaugar Sigurgeirsdóttir gegn Skeiða-og Gnúpverjahreppi.
Pétur fór yfir úrskurðinn. Úrskurður lagður fram til kynningar.
 

16.  Erindi frá umhverfisráðuneyti vegna breytinga á aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað varðar virkjanir í neðri Þjórsá, einnig lagt fram svar lögmans sveitarfélagsins vegna erindisins. Þá er lagt fram afrit af tölvupóstum milli ráðaneytisins og lögmannsins um viðbrögð við erindinu. Loks er lögð fram drög að fundarboði íbúafundar vegna málsins.
Sveitarstjórn samþykkir að halda íbúafund þann 10. júní kl: 20.30 í Árnesi,um breytingar á Aðalskipulagi Skeiða-  og Gnúpverjahrepps 2004 - 2016, Hvamms- og Holtavirkjun, í samræmi við leiðbeiningar Umhverfisráðuneytisins. 
 

17.  Greint frá fundi með fulltrúum eigenda á Skriðufelli vegna lokunar á umferð um land Skriðufells.
Málið rætt. 
 

18.  Fundargerð skipulags og byggingarnefndar nr.13 frá 29.05.2009.
Fundargerð samþykkt.
 

19.  Kosning oddvita og varaoddvita, einnig kosning þriggja  fulltrúa á aðalfund samtaka sunnlenskra sveitarfélaga samkvæmt 51.gr.fundarskapa Skeiða-og Gnúpverjahrepps.
Gunnar Örn Marteinsson kjörinn oddviti með 4 atkvæðum. Skafti situr hjá.
Jón Vilmundarson kjörinn varaoddviti með 4 atkvæðum. Skafti situr hjá.
Þrír  fulltrúar á aðalfund samtaka sunnlenskra sveitarfélaga:
Aðalmenn: Gunnar Örn Marteinsson, Tryggvi Steinarsson og Björgvin Skafti Bjarnason.
Varamenn: Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson og Jóhanna Lilja Arnardóttir.

20.  Starfsamningur við oddvita.
Gunnar Örn vék af fundi á meðan fjallað var um starfssamning.Tryggvi Steinarsson tók við stjórn fundarins á meðan.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn.
 

21.  Ársreikningur Skeiða-og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2008 seinni umræða, fundargögn lögð fram á síðasta fundi.
            
Helstu niðurstöður A og B hluta eru eftirfarandi.
Rekstrarreikningur
Rekstrartekjur kr.384.953.380
Rekstrargjöld kr. -358.416.705
Fjármagnsgjöld kr. -25.002.026
Tekjuskattur kr. -176.945
Rekstrarniðurstaða kr. 1.357.704
Efnahagsreikningur 
Fastafjármunir kr.339.915.657
Veltufjármunir kr.132.899.636
Eignir samtals kr.472.815.293
Skuldir og eigið fé
Eiginfjárreikningur kr. 346.709.930
Langtímaskuldir kr. 69.938.614
Eigið fé og skuldir samtals kr.472.815.293
Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri árið 2008 kr.24.736.610

Ársreikningur samþykktur.
 

22.  Uppgjörsmál vegna kirkjugarðs á Stóra Núpi.
Þann 11. apríl 2006 var samþykkt í sveitarstjórn að leggja til 9.000.000 kr. til framkvæmda við kirkjugarðinn  á Stóra- Núpi. Í fjárhagsáætlun þessa árs er samþykkt upphæð kr. 1.500.000 með því er samþykkt fyrir u.þ.b. 4.7 milljónum. Afgangi af níu milljónunum er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
 

23.  Farið yfir viðhaldsmál á eignum sveitarfélagsins og ákveðið hvað skuli gert í þeim málum á þessu ári.
Minnisblað frá oddvita lagt fram. Samþykkt að vinna eftir því.
 

24.  Afgreiðsla á styrk úr landbóta sjóði.
Lögð fram.
 

25.  Erindi frá Orkustofnun vegna vatnsverndarsvæða.
Hreppsnefnd samþykkir að vísa erindinu til skipulagsfulltrúa.
 

26.  Nefndarskipan.

Fulltrúar í vinabæjarnefnd:
Dorothe Lubecki
Sigríður Pétursdóttir
Valgerður Auðunsdóttir
Helga Guðlaugsdóttir
Meike Witt

Fulltrúar í 17. júní nefnd:
Ari Einarsson
Eyþór Brynjólfsson
Kristjana Gestsdóttir
Hulda Þorláksdóttir
Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 15.40