Sveitarstjórn

59. fundur 15. desember 2009 kl. 13:00

59.   fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 15. desember 2009 kl. 13:00 í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.
Gunnar óskaði eftir að taka á dagskrá erindi frá almannavörnum Árnessýslu, og lóðablað vegna skiptingu jarðanna Sandlækjarkots og Kletta. Samþykkt að taka á dagskrá.


1.    Fundargerð skólanefndar 41. fundur.

Fundargerð samþykkt.

 

2.    Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla 42. fundur haldinn 07.12.09.

Fundargerð samþykkt.

 


3.    Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands 123. fundur haldinn 03.12.09.

Lögð fram.

 

4.    Fundargerð félagsmálanefndar 118. fundur haldinn 02.12.09.

Fundargerð staðfest

 

5.    Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu 79. fundur haldinn 16.11.09.

3. liður: „Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir inngöngu Ölfuss í Brunavarnir Árnessýslu fyrir sitt leyti og býður Ölfusinga velkomna í BÁ“

Fundargerð staðfest.

 


6.    Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands 118. fundur haldinn 26.11.09.

Lögð fram

,,Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur undir mótmæli Skólaskrifstofu Suðurlands  vegna álits menntamálaráðuneytisins um skólagöngu fósturbarna og breytingar á reglugerð um skólaakstur, breytingin fer gegn þeirri meginreglu að sveitarfélögum er ekki skylt að veita íbúum  annarra sveitarfélaga þjónustu að kostnaðarlausu.“

 


7.    Erindi frá Árdísi Jónsdóttur v/jólahlaðborðs starfsmanna sveitarfélagsins.

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2009 var gert ráð fyrir að bjóða starfsmönnum og mökum þeirra á jólahlaðborð, en benda má að þessi liður er ekki inn í fjárhagsáætlun 2010.

 

8.    Erindi frá Umhverfisstofnun með ósk um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vinnuhóp sem vinni að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

Sveitarstjórn tilnefnir Jón Vilmundarson sem fulltrúa í vinnuhóp um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

 

9.    Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga v/tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Einnig erindi frá SASS v/sama málaflokks.

Erindi lögð fram.

 

10.   Tillaga frá Skafta Bjarnasyni um langtímaáætlun í uppbyggingu virkjanna og atvinnumálum.


Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að fara fram á viðræður við hlutaðeigandi aðila með það að markmiði að gerð verði sameiginleg áætlun um virkjun neðri hluta Þjórsár á 20 til 40 árum og atvinnuuppbyggingu sem hámarki nýtingu rafmagns til lengri tíma  í Þjórsársveitum og nærsveitum þeirra.

Sveitarstjórn vísar tillögunni til sameiginlegs fundar Þjórsársveita.

 


11.   Fundur um framtíð sundlaugar í Þjórsárdal ofl. frá 02.12.09.

Lögð fram.

 

12.   Kynnt vinna sem er í gangi varðandi lausn á kaldavatnsmálum í Árnesi. Umræðu um málið var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar, gögn málsins voru þá send með fundarboði.

Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram könnun á möguleikum til vatnsöflunar.

 

13.   Farið yfir fyrirkomulag og verðskrár á snjómokstri.

Lögð fram drög að samningum um snjómokstur annars vegar við Strá ehf og hins vegar við Bigfoot ehf.

 

14.   Gengið frá samkomulagi um upplýsingamiðstöð í Árnesi, drög að samningi hafa verið kynnt sveitarstjórnarmönnum. Á þeim verða gerðar smávægilegar breytingar í samræmi við umræður á síðasta fundi sveitarstjórnar og varða möguleika á endurskoðun samnings, Helgi Bjarnason mætir á fundinn.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning, milli Landsvirkjunar og Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
 ,,Samstarfssamning um uppbyggingu og rekstur á upplýsingamiðstöð í Árnesi um Þjórsár og Þjórsárvirkjanir.” Dagsettur 15.desember 2009.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning, milli Landsvirkjunar og Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. ,,Samningur vegna lagningar Búðafossvegar um land Skeiða- og Gnúpverjahrepps landnr. 1665586” dagsettur 15.desember 2009.

 

15.   Fjárhagáætlun fyrir árið 2010 síðari umræða.

Samþykkt að leikskólagjöld og matarkostnaður í leik og grunnskóla hækki um 12%.  Aðrar breytingar á gjöldum voru áður samþykktar.


Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar vegna 2010  í þús. króna.


                             A hluti                A og B hluti
  Tekjur                  373.724                380.910
  Gjöld                   (386.294)             (381.435)
  Fjármunatekjur          9.767                   4.856
  Rekstrarniðurstaða    (2.803)                  4.331  

 


16.   Skipan í vettvangsstjórnir almannavarna í aðildasveitarfélögum Almannavarnarnefndar Árnessýslu

Samþykkt  að starfsmaður áhaldahúss verði í vettvangsstjórn ásamt einum fulltrúa tilnefndum af Brunavörnum Árnessýslu og einum af björgunarsveitinni Sigurgeir.


17.   Lóðablað vegna skiptingu jarðanna Sandlækjarkots og Kletta

Lagt fram lóðablað Búnaðarsambands Suðurlands í mkv. 1:7500 sem sýnir skiptingu jarðanna Sandlækjarkots (landnr. 166588) og Kletta (166589). Þá fylgja með sér lóðablöð fyrir hverja spildu fyrir sig.  Samkvæmt gögnunum skiptist Klettar í þrjár spildur sem merktar er á uppdrætti sem nr. 2 (10,1 ha), nr. 4 (34,45 ha) og nr. 5 (9,9 ha). Sandlæjarkot skiptist í 4 spildur sem á uppdrætti eru merktar nr. 1 (0,51 ha), nr. 3 (1,17 ha), nr. 6 (40,6 ha) og nr. 7 (11,58 ha).

Samþykkt skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga en ekki er tekin afstaða til hnitsetningar á ytri-mörkum spildnanna.

 


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 16.40