Sveitarstjórn

14. fundur 05. apríl 2011 kl. 13:00

14. fundur haldinn  í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn  05. apríl  2011  í Árnesi kl. 13:00.


Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Jóhanna Lilja Arnardóttir 1. varamaður Björgvins Skafta Bjarnasonar.

Kristjana  H. Gestsdóttir  ritaði fundargerð.
Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

 

Dagskrá:


1. Fundargerð félagsmálanefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa  135. fundur haldinn 09.03.11.
Fundargerð lögð fram.


2. Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla  haldinn 30.03.11. 
Fundargerð samþykkt.


3. Erindisbréf fyrir fræðslunefnd Flúðaskóla. 
Erindisbréf  samþykkt.


4. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 33. fundur haldinn  24.03.11. jafnframt lagðar fram til kynningar fundargerðir afgreiðslufunda byggingafulltrúa fundir númer 60 og 61.  Fundargerð skipulags og byggingarfulltrúa staðfest.


5. Tillaga að óverulegri  breytingu á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps innan þéttbýlisins í Brautarholti. 
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps innan þéttbýlisins Brautarholt. Í breytingunni felst að iðnaðarsvæði sem ætlað er undir hreinsimannvirki færist til suðurs, fjær byggðinni. Er þetta gert til samræmis við tillögu að breytingu á deiliskipulagi og athugasemdir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.Að mati sveitarstjórnar er um óveruleg breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulags- og byggingarlaga. 

Sveitarstjórn óskar eftir skýringu hönnuða  á þeim mistökum sem gerð voru við gerð skipulagsins.


6. Afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um ógreidd útsvör. 
Fyrir liggur afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Selfossi um ógreidd útsvör að upphæð kr. 58.386,-  þar sem innheimtutilraunir hafa verið án árangurs.  Sveitarstjórn samþykkir afskriftarbeiðnina og felur oddvita að árita beiðnina.


7. Kynning á samningi við rekstraraðila í Árnesi.  Jafnframt farið yfir framkvæmdir í Árnesi.


8. Beiðni frá skólastjóra Þjórsárskóla um launalaust leyfi skólaárið 2011-2012.
Sveitarstjórn samþykkir að veita skólastjóra Þjórsárskóla launalaust leyfi til eins árs.


9. Beiðni um styrk frá blásturssveit Tónlistaskóla Árnesinga.
Ákveðið að veita 10.000.- kr.á hvern nemanda í blásarahóp Tónlistarskóla Árnesinga sem á lögheimili í sveitarfélaginu og fer í ferðina.


10. Beiðni  um styrk frá kór Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Ákveðið að veita 10.000.- kr.á hvern nemanda í kór Fjölbrautarskóla Suðurlands sem á lögheimili í sveitarfélaginu og fer í ferðina.

11. Beiðni um styrk frá Specialisterne á Íslandi.
Erindinu hafnað.


12. Samstarfssamningur um félagsþjónustu. -  Erindisbréf velferðarnefndar.

Lagður fram samstarfssamningur um félagsþjónustu milli  sveitarfélaganna Ölfuss  kt. 420369-7009, Hveragerðisbæjar,  kt. 650169-4849, Hrunamannahrepps kt. 640169-2309, Bláskógabyggðar, kt. 510602-4120, Grímsnes- og Grafningshrepps, kt. 590698-2109, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, kt. 540602-4410  og Flóahrepps,  kt. 600606-1310. 
Sveitarstjórn  samþykkir samstarfssamninginn.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að Sveitar-/bæjarstjórum verði falið að ganga frá uppsögnum og starfslokum núverandi félagsmálastjóra fyrir  1. maí  2011, en uppsagnarfrestur þeirra allra er þrír mánuðir.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa oddvita í stjórn félagsþjónustunnar (NOS).  Oddvita falið að undirrita samninginn fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn erindisbréf velferðarnefndar samkvæmt 4. gr. samstarfssamningsins.


13. Endurskoðað samkomulag um landbótaáætlun fyrir Gnúpverjaafrétt 2011-2015.  Endurskoðað samkomulag staðfest.


14. Ósk um umsögn á breytingu á aðalskipulagi  Ásahrepps og Rangárþings ytra vegna færslu á Búðarhálslínu.  
Lagðar fram til umsagnar breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps  2010-2022 og Rangárþings ytra 2010-2022 vegna færslu á Búðarhálslínu.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytingarnar.


15.  Lögð fram fyrirspurn frá Jóhönnu Lilja Arnardóttur um tekjuviðmiðun vegna afsláttar  frá fasteignaskatti 2011.


„Samkvæmt reglum sveitarfélagsins um afslátt á fasteignaskatti fyrir eldri borgara og öryrkja ber viðkomandi að skila inn skattframtali síðastliðins árs.  Á skattframtali  koma fram ýmsar upplýsingar sem  ekki  er hægt að sjá að tengist beint þessum afslætti, eins og  t.d upplýsingar um sundurliðaða eigna- og skuldastöðu einstaklings. Ekki er ástæða fyrir sveitarstjórn að fá þær upplýsingar.“


Er ekki möguleiki fyrir sveitarfélagið að afla sér þeirra sem þarf á annan hátt?
Hverjar eru reglur sveitarfélagsins um geymslu og eyðingu þessara gagna?Fyrirspurn svarað á næsta fundi.


16. Einnig frá Jóhönnu Lilju  Arnardóttur.  Gatan  Brautarholti er nú orðin mjög slæm og ill yfirferðar. Vona ég að brugðist verði við því hið  fyrsta.

 

Mál til kynningar

   
A. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, fundir nr. 199 og 200.
B. Fundargerð stjórnar SASS  442. fundur.
C. Fundargerðir stjórnar Tónlistaskóla Árnesinga, fundir nr. 155 og 156.
D. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands 128. fundur.
E. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu 101. fundur.
F. Erindi frá Almannavörnum Árnessýslu vegna vettvangsnámskeiðs almannavarna.  
G. Erindi frá umboðsmanni barna vegna niðurskurðar í skólum.
H. Svar við erindi Árdísar Jónsdóttur frá síðasta fundi.

Fleira ekki. Fundi slitið kl. 15:15.