Sveitarstjórn

27. fundur 07. febrúar 2012 kl. 13:00

27. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þriðjudaginn 07.2.2012 í Árnesi kl. 13:00.

Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Harpa Dís Harðardóttir boðaði forföll,  Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason. 
Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

 

1. Fundargerð skólanefndar 15. fundur  haldinn 13.12.2012.
Fundargerðin samþykkt.

 


2. Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla  14. fundur  haldinn 30.01.12.
Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla samþykkt og varðandi 6. lið samþykkir sveitarstjórn  að hafa sömu tilhögum við skipan fulltrúa  í hópinn og vísar því til skólanefndar og skólaráðs að tilnefna fulltrúa.

 

3. Fundargerð oddvitafundar haldinn 23.01.12.  Fundargerðin lögð fram og varðandi 3. lið mun enginn fulltrúi frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi fara í námsferðina.

 


4. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 43. fundur haldinn 19.01.12, jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð 75. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.  Fundargerðin samþykkt.

 

5.  Erindi frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi.  Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu hjá velferðarnefnd  Árnesþings.

 

6.  Umsókn um styrk úr Atvinnuuppbyggingarsjóði Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá Petrínu Þórunni Jónsdóttur Laxárdal 2a.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið  að hámarki um kr. 600.000,-  samkvæmt  framvinduskýrslu . Styrkurinn greiðist vegna útlagðs kostnaðar en ekki af eigin vinnu.

 

7.  Erindi frá Landgræðslunni með beiðni um styrk við verkefnið bændur græða landið. 
Sveitarstjórn óskar  eftir frekari upplýsingum um verkefnið og afgreiðslu málsins frestað.


8.  Erindi með ósk um stuðning við Skólahreysti 2012. 
Sveitarstjórn samþykkir styrk að upphæð. Kr. 50.000,-

 

9.  Tillaga um að stofnað verði B hluta fyrirtæki hjá sveitarfélaginu til þess að sjá um rekstur gagnaveitu.   Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

 


10.   Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkir að fela þeim sem unnið hefur verið með að könnun lagnaleiða  fyrir ljósleiðara í sveitarfélaginu að fá samþykki viðkomandi landeigenda fyrir framkvæmdinni. Sveitarstjórn felur oddvita í samvinnu við lögmann að láta útbúa samning sem notaður verður milli landeigenda og Skeiða-og Gnúpverjahrepps  eða hugsanlegs fyrirtækis í þess eigu vegna  lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu.

 


11. Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps  samþykkir að sú tilhögun verði  viðhöfð við fyrirhugaða lagningu ljósleiðar í sveitarfélaginu að íbúum í sveitarfélaginu verði boðið uppá án endurgjalds  að lagður verði ljósleiðari að íbúðarhúsum þeirra, skilyrði fyrir því að slíkt verði gert er að viðkomandi samþykki að kaupa tengingu við ljósleiðarann í tvö ár á mánaðargjaldi sem er kr. 2.980, heimilt er að hækka mánaðargjaldið á samningstímanum í samræmi við vísitölu neysluverðs  sem er í janúar 2012 387,1 stig. Eigendur sjá sjálfir um allar lagnir innanhúss.

Eigendur íbúðarhúsa þar sem ekki er búseta, sumarhúsa og fyrirtækja í sveitarfélaginu geta fengið tengingu við stofnæð ljósleiðara með sömu skilyrðum og íbúar, en þurfa sjálfir að kosta lagningu ljósleiðarans frá stofnæð, lagningin þarf að vera undir eftirliti sveitarfélagsins og verður eign þess eftir það enda mun sveitarfélagið sjá um viðhald strengsins.

Þetta fyrirkomulag mun gilda fyrir þá sem samþykkja skilmálana sem að framan greinir fyrir 15. mars 2012. Aðrir gætu þurft að leggja í frekari kostnað við að tengjast ljósleiðaranum eftir gjaldskrá sem samin verður.
Þeim sem sjá um að leita samþykkis landeigenda fyrir lagningu strengsins verður jafnframt falið að heimsækja íbúa og fá upplýsingar hjá þeim hvort þeir hyggist tengjast  ljósleiðaranum, þeim verði einnig falið að gera íbúum  grein fyrir því ef þeir óska eftir, hvaða möguleikar felast í því að tengjast ljósleiðaranum.

Oddvita ásamt lögmanni falið að útbúa formið sem þarf að vera á samningum við þá sem tengjast vilja ljósleiðaranum.


12.  Ósk um lækkað starfshlutfall oddvita. 
Undirritaður óskar eftir því að starfshlutfall mitt verði lækkað frá því sem nú er og ráðinn verði aðili til þess að hafa yfirumsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins en undirritaður starfi áfram í hlutastarfi sem oddviti.

Greinargerð
Undirritaður hefur undanfarið gegnt 100% starfi sem oddviti, það er talsverð vinna ekki síst þar sem því fylgir talsverður erill við fundarsetur og ýmis erindi utansveitar sem verða þess valdandi að minni tími er til vinnu á skrifstofu en ég hefði kosið, jafnframt hef ég staðið í eigin rekstri sem hefur verið að aukast að umsvifum undanfarið og útlit fyrir talsveða aukningu þar á.
Svo að þessir hlutir fari ekki að rekast á tel ég eðlilegt að ég minnki starfshlutfall mitt á skrifstofunni, enda tel ég að það starf sem ég hef gegnt  sem oddviti í fullu starfi  sé meira en fullt starf  eigi að sinna öllu eins og þörf er á.
Gunnar Örn Marteinsson.

 

Bókun.
Fyrir síðustu kosningar lagði N-listin fram ítarlega stefnuskrá, eitt af því sem listinn lagði til að auglýst yrði eftir sveitarstjóra sem sinnti daglegum störfum á skrifstofu sveitarfélagsins óháður hinu pólitíska vafstri.  Því fagnar N- listinn því að sú stefnubreyting hefur orðið hjá meirihlutanum að nú skuli eiga að auglýsa og ráða sveitarstjóra (framkvæmdarstjóra) og lækka starfshlutfall oddvita. Það gefur auga leið að sinna 100% starfi sem sveitarstjóri er ekki mikill tími fyrir eigin rekstur.
Oddur Guðni Bjarnason.


Sveitarstjórn samþykkir lækkað starfshlutfall oddvita og samþykkir að ræða við Kristófer Arnförð Tómasson viðskiptafræðing,  um að taka að sér framkvæmdastjórastöðu hjá sveitarfélaginu.


13.  Leigumál í Hólaskógi. Oddvita falið að ganga frá samningi við Gljástein ehf á grundvelli tilboðs hans.

14.  Erindi með ósk um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2012.
Erindinu hafnað.


15. Tillaga að gjaldskrá á útleigu fasteigna sveitarfélagsins.  Gjaldskrá samþykkt.

16.  Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga vegna deiliskipulags fyrir minkahús á spildu úr landi Ása. Samkvæmt lýsingunni er fyrirhugað að reisa nýtt minkabú á tæplega 3 ha spildu sem liggur upp að minkabúinu Mön, með aðkomu frá Stóra-Núpsvegi. Gert er ráð fyrir að á spildunni megi reisa tæplega 10 þúsund fermetra minkahús. Þar sem fyrirhuguð minkahús verða innan við 100 m frá Stóra-Núpsvegi, sem skv. aðalskipulagi er skilgreindur sem tengivegur,  þarf að óska eftir undanþágu umhverfisráðuneytisins frá gr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands auk þess að kynna hana fyrir eigendum aðliggjandi spildna. Þá er skipulagsfulltrúa falið að leita undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar frá Stóra-Núpsvegi. Gert er ráð fyrir að lýsingin verði aðgengileg á vef sveitarstjórnar og skipulagsfulltrúa.

17.   Landsnámsdagur. Sveitarstjórn tilnefnir í undirbúningsnefnd.


Eyþór Brynjólfsson,  Hamragerði, formaður,
Sigrún Bjarnadóttir, Fossnesi
Valgerður Auðunsdóttir, Húsatóftum
Jóhannes H. Sigurðarson, Ásólfsstöðum
Dorothee Lubecki, Löngumýri.

 

Mál til kynningar


A. Fundargerð 793. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 27.01.12.


B. Fundargerð 305. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands haldinn 19.01.12, jafnframt lögð fram niðurstaða stefnumótunarfundar sem haldinn var samhliða aðalfundi félagsins.

C. Fundargerð 211. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 17.01.12.

D. Fundargerð aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 17.01.12.

E. Fundargerð 136. fundar stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands haldinn 11.01.12.

F. Fundargerð 138. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 20.01.12.

G. Framvinduskýrsla vegna kirkjugarðs frá sóknarnefnd Stóra-Núpskirkju.

 

Fleira ekki.  Fundi slitið kl.  16:40.

Ítarefni aðgengilegt hér