Sveitarstjórn

28. fundur 06. mars 2012 kl. 13:00

28. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þriðjudaginn 06.03.2012 í Árnesi kl. 13:00.


 Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.    Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.
 Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. 
Kristófer A. Tómasson ráðinn sveitarstjóri sveitarfélagsins sat fundinn og bauð Gunnar hann velkominn.

1. Fundargerð skólanefndar 16. fundur haldinn 28.02.2012.
Fundagerð samþykkt en varðandi 4. lið vill sveitarstjórn kanna kostnaðartölur varðandi úrbætur sem þar koma fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2. Fundargerð velferðarnefndar Árnesþings 7. fundur haldinn 15.02.2012.
Fundagerðin er samþykkt en varðandi lið 2 samþykkir sveitarstjórn að taka ekki upp gjaldskrá fyrir félagslega  heimaþjónustu í sveitarfélaginu.

3. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 44. fundur haldinn 16.02.2012,  jafnframt lagðar fram til kynningar fundagerðir afgreiðslufunda byggingafulltrúa 76. fundur haldinn 25.01.2012 og  77. fundur haldinn 15.02.2012.
Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar samþykkt. 
Afgreiðslufundargerðir  nr. 76. og 77.  Lagðar fram til kynningar.

4. Lögð fram lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi. 
Lögð fram tillaga dags. 29. febrúar að beiðni Landsvirkjunar  að lýsingu skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps  2004-2012.

Breytingin varðar svæði milli Búrfellsvirkjunar og Sultartanga sem skilgreint er sem blanda landnotkunar iðnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota,  merkt sem I1 og I2.  Ekki er gert ráð fyrir breyttri afmörkun svæðisins heldur tekur breytingin til aukinnar og breyttra orkuvinnslu, þ.e. að á ákveðnu svæði verði heimilt að reisa allt að 55 m háar vindtúrbínur sem geti framleitt allt að 1,9 MW.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að vinna að kynningu hennar og leita umsagnar Skipulagsstofnunar.

5. Fundargerð fulltrúa Þjórsársveita, Ölfuss og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands vegna orkumála á Suðurlandi,  fundur haldinn 20.02.2012. Fundargerð  lögð fram.

6. Erindi frá Matvælastofnun vegna litamerkinga á sauðfé.
Sveitarstjórn sér enga ástæðu til að gera þessa breytingu en verði hún gerð sé rétt að gera hana á einu ári og alfarið á kostnað Matvælastofnunar.

7. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.  Lögð fram.

8. Fundarboð XXVI. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Lagt fram.

9. Erindi frá Vinnumálastofnun með beiðni um gjaldfrjálsan aðgang atvinnuleitenda  að sundstöðum sveitarfélagsins.  Erindinu hafnað.

 

10. Erindi frá foreldrafélagi um styrk vegna fyrirlestrar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að semja við foreldrafélög leikskóla og grunnskóla um ársframlag á grundvelli framlaga er veitt eru öðum félögum í sveitarfélaginu, gegn því að ársskýrsla verði lögð fram um starfsemina.

11. Erindi frá Landgræðslunni með beiðni um styrk við verkefnið bændur græða landið sem frestað var á síðasta fundi. Lagt fram svar frá Landgræðslu ríkisins vegna fyrirspurnar um verkefnið. 

Erindinu hafnað  með þremur atkvæðum, Oddur Guðni Bjarnason samþykkur,  Gunnar Örn Marteinsson sat hjá.

12. Umsókn um styrk úr atvinnueflingarsjóði.  Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið  að hámarki um kr. 330.000,-  samkvæmt  framvinduskýrslu. Styrkurinn greiðist vegna útlagðs kostnaðar en ekki af eigin vinnu.


13. Opnunartími sundlauga í sumar, tillögur oddvita og umsjónarmanns sundlauga kynntar.


14. Ráðningarsamningur við sveitarstjóra, samningurinn verður kynntur á fundinum.
Kristófer A. Tómasson vék af fundi.

Oddvita falið að ganga frá ráðningarsamningi við sveitarstjóra og leggja fram til staðfestingar.

15. Tillaga að breytingum á starfssamningi oddvita.

Gunnar Örn Marteinsson  vék af fundi.


Breytingarnar samþykktar með þremur atkvæðum.
Oddur Guðni Bjarnason á móti, með bókun að honum finnist starfshlutfall oddvita of hátt. 

 

Mál til kynningar


A.  Fundargerð 139 -  Heilbrigðisnefnd Suðurlands  fundur  haldinn 24.2.2012.


B.  Fundargerð 453 – Fundur stjórnar SASS  haldinn 03.02.2012.


C.  Fundargerð 212 -  Fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 01.02.2012.

D.  Fundargerð 137 -  Fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands haldinn 08.02.2012.


E.  Ályktun kirkjuþings 2011.


F.  Fundargerð 794 – Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 24.02.2012.


G.  Áhrif frumvarps Hreyfingarinnar um stjórnfiskveiða- kynning
H.  Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997.


I.  Frumvarp til laga um málefni innflytjenda.  Þskj. 857 – 555 mál.


J.  Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr 99/2007, með síðari breytingum.

K.  Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 með síðari 
  breytingum ( forsjá og umgengni.)


L.   Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árið 2011 – 2012.

Næsti fundur haldinn 10. apríl, 2012.

Fleira ekki.  Fundi slitið  kl. 16:15.