Sveitarstjórn

29. fundur 10. apríl 2012 kl. 13:00
29. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þriðjudaginn 10.04.2012 í Árnesi kl. 13:00.
 
Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
 
Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. Gunnar oddviti fór lauslega yfir þau mál sem eru á dagskrá. Benti hann á að fundarboð hefði tekið breytingum frá því að hún var send út. Oddviti sagði frá að ekki yrði fjallað um ársreikning 2011 á þessum fundi eins og til stóð. Aukafundur verði 24 apríl n.k.
 
1. Fundargerð Umhverfisnefndar haldinn 19.03.2012.
Að undarförnu hefur verið farið á milli bæja og brúna tunnan kynnt og aðrar lausnir á lífrænum úrgangi. Farið hefur verið yfir flokkunarmál á sorpi og eru íbúar mjög jákvæðir fyrir þessum málum. Fundargerð samþykkt.
 
2. Fundur  fræðslunefndar vegna Flúðaskóla árið 2012, haldinn 02.04.2012.
Jón Vilmundarson sagði frá skólaþingi sem er í undirbúningi. Það verður  samstarf milli Þjórsár og  Flúðaskóla. Þingið verður haldið á Flúðum 17. apríl 2012 og verður það opið öllum. Rætt var um að hvetja fólk til að mæta vel. Fundargerð samþykkt.
 
3. Drög að fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna.
Samþykkt hafði verið á Héraðsfundi að endurskoða fjallskilasamþykkt frá 1996. Oddviti benti á að skilaréttardagur muni færast á laugardaga. Oddviti benti á að mikilvægt væri að fjallmenn á hverjum stað væru tryggðir. Meðal þess sem fram kemur í endurskoðun fjallskilasamþykktar er breyting á gjalddaga fjallskila. Drögin voru samþykkt samhljóða.
 
4. Erindi frá Veiðifélagi Þjórsár. Beiðni um styrk til vinnslu arðskrár félagsins.
Kostnaður við gerð arðskrár er áætlaður 3.000.000. Óskað er eftir 150.000 kr styrk til sveitarfélagsins.
Oddur Bjarnason sveitarstjórnarmaður situr í stjórn  Veiðfélagsins og útskýrði hann málavexti. Öllum svæðum þar sem veiði er til staðar ber að gera arðská samkvæmt lögum. Svæði telur 142 km. Oddur vék af fundi. 
Málinu hafnað á þeim forsendum að það sé ekki á forræði sveitarfélagsins að afgreiða mál sem þetta. Fellt með þremur atkvæðum. Skafti Bjarnason sat hjá.
 
5. 45. fundur Skipulags og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu. Haldinn 22.03.2012. Fjallað var sérstaklega um málsnr. 2012203923701: Minkabú að Ásum. Fram höfðu komið athugasemdir við lýsingu á deilskipulagi sem unnið er að. Sveitarstjórn samþykkir samt sem áður að ábúendur Ása haldi áfram að vinna að deiliskipulagi áður nefnds minkabús. Fundargerð samþykkt að öðru leyti.
 
6. Erindi frá nefnd á vegum Iðnaðarráðuneytis. Beiðni um ábendingar varðandi mótun stefnu um raflínur í jörð. Lagt fram til kynningar.
 
7.  Tillaga til þingsályktunar frá Velferðarnefnd alþingis um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga. 
Lagt fram til kynningar.
 
8. Minnisblað varðaði ráðstöfun framlags til landnámsbæjar að Stöng.
Lagt fram til kynningar.
 
9. Umfjöllun Búnaðarþings  um tvöfalda búsetu þjóðfélagsþegna.
Sveitarstjórn tekur undir ályktun Búnaðarþings 2012.
 
10. Drög að samningum til lausnar ágreinings á sumarbústaðalöndum að Flötum.  Drögin Samningarnir eru tveir og er annar milli Sveitarfélagsins og Signýjar Steinunnar Hauksdóttur kt.140845-3889 um Lóð 6. landnr.209172 og hins vegar milli sveitarfélagsins og Sigmundar Magnússonar kt 221227-7869 um lóð 5.landnr 16679. Sveitarstjórn samþykkir uppkast að samningum.
 
11. Farið yfir stöðu í ljósleiðaramálum.
Oddviti sagði frá að samningar um verkefnið og lagnaleiðir væru langt komnir. Mikill áhugi er fyrir því meðal íbúa hreppsins. Sett verði upp rekstrarform fyrir verkefnið. Mun Guðmundur Daníelsson verða til ráðgjafar við verkefnið.  Hafinn er undirbúningur  að útboði verkefnisins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leitað verði til Verkfærðistofu Suðurlands með vinnslu útboðsgagna. Málið verður endanlega afgreitt á næsta sveitarstjórnarfundi. 
 
12. Vinna og kostnaður við gerð skipulags í Þjórsárdal.
Oddviti kynnti drög að rammaáætlun um skipulag í Þjórsárdal.
Hún er unnin af Gísla Gíslasyni landslagsarkitekt. Umræða var um umfang verkefnisins og hver yrði ávinningur af því. Samþykkt að fresta máli til næsta fundar og óskað eftir að Gísli mæti til fundarins í þeim tilgangi að kynna verkefnið betur.
 
13. Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 sem varðar athafnasvæði Landsvirkjunar milli Búrfellsvirkjunar og Sultartanga.
Lýsing skipulagsverkefnis var samþykkt í sveitarstjórn á fundi 6. mars 2012 og í kjölfarið var hún send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Rangárþings ytra, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar auk þess sem hún var kynnt með auglýsingu sem birtist í Dagskránni og Fréttablaðinu 15. mars sl.
Engar athugsemdir/ábendingar hafa borist og ekki hafa borist umsagnir frá ofangreindum umsagnaraðilum.
 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með fyrirvara um lagfæringar vegna ábendinga í umsögnum.
 
14. Úrskurður í kærumáli Bente Hansen Gunnskólakennara á hendur sveitarfélaginu.
Kynnt var niðurstaða úrskurðarnefndar kærumála. Hún hljóðar upp á það að sveitarfélagið hafi staðið rétt að málum og er það með sýknað af  öllum kröfum Bente.
 
15. Ráðningarsamningur sveitarstjóra.  Framhald frá síðasta sveitarstjórnarfundi nr.  28.
Samningurinn er samþykktur. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að sveitarstjóri hafi prókúru fyrir hönd sveitarfélagsins. Oddvita falið að ganga frá ráðningarsamningi.
 
 
 
 
Mál til kynningar
 
A. Fundargerð 795. Fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Haldinn 16.03.2012.
 
B. Skýrsla nefndar á vegum Innanríkisráðuneyti um eflingu sveitarstjórnarstigs.
 
C. Erindi frá SASS varðandi afslátt til námsmanna vegna almennings-
samgangna og sölu farmiða.
 
D. Stjórnarfundur  Sorpstöðvar Suðurlands bs. Haldinn 06.03.2012.
 
E. Fundargerð 454. Fundar stjórnar SASS. Haldinn 09.03.2012.
 
F. Leigumál Nónsteins ehf. Leigugjald, leigutími og leigugjald. Undirbúningur samnings.
 
G. Afgreiðsla byggingarfulltrúa fundur nr. 78. Haldinn 07.03.2012.
 
H. Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
 
 
Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn 24. apríl.
 
 
Fleira ekki.  Fundi slitið kl. 16:45.