Sveitarstjórn

30. fundur 24. apríl 2012 kl. 13:00

30. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þriðjudaginn 24.04.2012 í Árnesi kl. 13:00.


 Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
 Einnig mætti á fundinn Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi hjá KPMG. Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. Gunnar oddviti fór lauslega yfir þau mál sem eru á dagskrá.

 

1. Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2011 lagður fram. Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi frá KPMG útskýrði ársreikninginn. Einar gat þess að ársreikningur sveitarfélaga skuli vera afgreiddur fyrir 15 maí hverju sinni samkvæmt nýjum lögum.

 Endurskoðandi undirriti ársreikninginn við síðari afgreiðslu hans. Einar gat um ákvæði í nýjum reglum um reikningsskil sveitarfélaga. Sveitarfélög megi ekki skulda meira en 150 %. (skuldahlutfall) af tekjum þess. Rekstrarjöfnuður skuli vera jákvæður á hverju 3 ára tímabili. Það er að segja samanlögð rekstrarniðurstaða þriggja ára skuli vera jákvæð. Birta skal upphaflegu fjárhagsáætlunina ásamt viðaukum.


Heildartekjur A hluta 403 mkr. Áætlun gerði ráð fyrir 392 mkr.
Þar af voru útsvör og fasteignaskattur 303,7 mkr. Þar er hækkun um 24.3 mkr Rekstrargjöld utan fjármagnsliða eru 369 mkr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 34,9 mkr. Rekstarniðurstaða eftir fjármagnsliði eru 37,3 mkr.

 Heildartekjur A og B hluta 412 mkr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 36,7 mkr. Afkoma hafði batnað um 25 mkr milli ára.
Handbært fé í árslok 94,0 mkr. Nokkur umræða varð um tilfærslur frá aðalsjóði til annarra deilda.


Samkvæmt efnahagsreikningi nemur bókfært virði fastafjármuna A og b hluta 441,5 mkr á móti 409,8 árið 2010. Verðmæti veltufjármuna 137,3 mkr. heildar eignir samtals 578,9 mkr. Af helstu lykiltölum má nefna að skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjur) er 26 % og hefur það lækkað úr 36 % frá árinu 2010. Eiginfjárhlutfall í lok árs 2011 er 81,9 %  á móti 76,2 % árið 2010. Útsvarstekjur í hlutfalli við rekstrartekjur er  36,7 % og vekur athygli að það hlutfall hefur hækkað úr 32,7 % árið 2010. Skatttekjur á íbúa eru 703 þkr. á móti 668 þkr. árið áður. 
Ársreikningi vísað til síðari umræðu.

2. Skipulag í Þjórsárdal. Framhald frá fundi nr. 29. Gísli Gíslason landslagsarkitekt hjá Steinsholti ehf.  mætti á fundinn.
Gunnar oddviti óskaði eftir að Gísli myndi fara yfir verkáætlun vegna rammaáætlunar fyrir ferðaþjónustu og útivist í Þjórsárdal. Í rammaáætlun þessari felst stefnumörkun sveitarstjórnar um áherslur á sviði ferðaþjónustu, útivistar og samgangna. Í aðalskipulagi kemur fram að vinna skuli deiliskipulag um Þjósárdal. Gísli taldi eðlilegt að unnið væri einhverskonar rammaskiplulag. Svæði sem verið er að horfa til er  afmarkað í loftmynd. Stærð lands áætluð  ekki minni en 200 ferkm. Innan þessa svæðis er land í einkaeigu, hluti þjóðlenda og hluti í eigu Skógræktar ríkisins. Gísli segir fjölbreytt eignarhald  ekki fyrirstöðu við vinnuskipulag þess.


Gísli leggur áherslu á að haldinn verði íbúafundur um skipulagið innan tíðar. Oft geti tillögur einstaklinga og landeigenda fallið vel að skipulagsmálum. Varðandi innihald verkáætlunar. Kortleggja ferðaþjónustustaði.

 Forsögn fyrir nánara skipulag. Eðlilegt sé að vinna það í samráði við hugsanlega aðila sem hafi áhuga á að byggja upp slíka þjónustu. Oddviti nefndi að æskilegt væri að bent væri á af heimamönnum og hagsmunaaðilum hvað skuli vera hvar á svæðinu. Gísli ræddi um að ferða og upplýsingamiðstöð væri æskileg á svæðinu. Helst við aðkomu af þjóðvegi. 
Gísli hefur sett upp áætlun um skiptingu verksins. Sveitarstjórn samþykkir í upphafi að veita 1mkr. Til verksins.  Íbúafundur ákveðinn 7 maí kl 20:30 í Árnesi. Sveitarstjóra falið að boða fundinn.


3. Staða á undirbúningi að ljósleiðaralagningu. Guðmundur Daníelsson verkfræðingur og sérlegur ráðgjafi sveitarfélagsins í verkefninu mætti á fundinn. Gunnar oddviti greindi frá því að fyrr um daginn hefðu Guðmundur, oddviti og sveitarstjóri farið á fund með fulltrúum Verkfræðistofu Suðurlands.  Samið hefur verið um að stofan vinni útboðsgögn fyrir verkið þar kom fram að þeir muni verða tilbúnir með gögnin um miðjan maí og framkvæmdir ættu að geta hafist snemma í júní.  Hann sagði frá því að Guðmundur hefði verið ráðinn til að vera sérlegur ráðgjafi verkefnisins. Oddviti gaf Guðmundi orðið. Í verkefninu fólst að fara á öll lögbýli sveitarfélagsins og veita kynningu á því hvað ljósleiðaralagningin hefur í för með sér. Farið var fram á skriflega undirskrift fyrir samþykki um þátttöku í ljósleiðaraverkefninu. Markmið verkefnisins var að kanna hug íbúa.  Viðbrögð hafa verið afar góð.


Allir landeigendur veittu sitt leyfi. 135 tilbúnir til að fá tengingar. Samtals notendur 147 tilbúnir  en 2 ekki tilbúnir. Nokkuð var óskað eftir að leiðum væri hnikað til og var þeim sjónarmiðum komið á framfæri.

 Við aðila sem ekki hafa lögheimili í sveitarfélaginu hefur ekki verið rætt. 

Ekki liggja fyrir samningar íbúða í eigu sveitarfélags og Íbúðalánasjóðs. Guðmundur sagði frá fundi hans og sveitarstjóra með stjórnendum Póst og fjarskiptastofnunar. Þar hvöttu menn til þess að ljósleiðaraverkefnið yrði rekið í sér félagi. Mörg rök hnigi að því.

Auk þess var þar lagt upp úr mikilvægi vandaðrar kostnaðaráætlunar.
Skafti benti á að æskilegt væri að sækja um styrk úr fjarskiptasjóði.
Á allra næstu dögum verður sent út bréf til þeirra aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu en eiga sumarhús eða jarðir.

 Samþykkt  sveitarstjórnar miðast við íbúaskrá 1. júní 2012. Sveitarstjóra falið að vinna að kostnaðaráætlun yfir ljósleiðaraverkefnið og vinna að stofnun félags um reksturinn.


4. Leigusamningur um Hólaskóg milli sveitarfélagsins og Gljásteins ehf.
Leigusamningur samþykktur samhljóða.

 

5. Uppsögn Matstofunnar Árnesi ehf á samningi við sveitarfélagið um aðstöðu í félagsheimilinu Árnesi og samningi við sveitarfélagið um mötuneyti.
Uppsögn samnings samþykkt. Sveitarstjóra falið að ræða við Gauta hjá Matsofunni Árnesi.


6. Minnispunktar frá fundi sveitarstjóra og oddvita Þjórsársveita 12. apríl 2012. Lagt fram og kynnt.

 


Mál til kynningar


A. Tillögur að lýsingu skipulags fyrir aðalskipulagsbreytingar í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Lagt fram til kynningar.


B.  Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Lagt fram til kynningar.

C. Fundargerð 455. stjórnar SASS. 13. apríl 2012. Lagt fram til kynningar.

D.  Lýsing vegna deiliskipulags fyrir minkabú að Ásum kynning á áformum. Lagt fram til kynningar.


Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn 8 maí.

 

Fleira ekki.   Fundi slitið kl. 17:15