Sveitarstjórn

32. fundur 12. júní 2012 kl. 13:00

32. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þriðjudaginn 12 júní.2012 í Árnesi kl. 13:00.
 Mættir: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir, Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð.
 Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. Gunnar oddviti fór lauslega yfir þau mál sem eru á dagskrá.

 

Dagskrá:

 

1. Kosning oddvita og varaoddvita sveitarfélagsins til eins árs.
Gunnar Örn Marteinsson var endurkjörinn oddviti og Jón Vilmundarson var endurkjörinn varaoddviti fjórum atkvæðum.  Oddur Bjarnason sat hjá.


2. Kosning þriggja fulltrúa og jafnmargra til vara á aðalfund Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga,  Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Skólaskrifstofu Suðurlands. Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson og Oddur Bjarnason voru kjörnir. Til vara voru kjörin : Harpa Dís Harðardóttir, Björgvin Skafti Bjarnason og Sigrún Guðlaugsdóttir. Auk þess fór fram kosning eins fulltrúa og annars til vara á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands. Gunnar Örn Marteinsson var kosinn  og Oddur Bjarnason til vara.


3. Fundargerð 47. Fundar Skipulags og bygginganefndar uppsveita Árnessýslu. Fundargerð samþykkt.

4. Fundargerð 19.  fundar skólanefndar. 30.05.2012.
Fundargerð er samþykkt. Oddviti tekur ekki afstöðu til liðar 2 vegna vensla við þann umsækjanda sem mælt er með í stöðu leikskólastjóra.

5. Ráðning skólastjóra grunnskóla. Tillaga Skólanefndar um ráðningu Bolette Hoeg Koch samþykkt samhljóða.


6. Ráðning leikskólastjóra. Tillaga Skólanefndar um ráðningu Sigríðar Bjarkar Gylfadóttur samþykkt samhljóða. Gunnar Örn Marteinsson oddviti tók ekki afstöðu vegna vensla við Sigríði Björk.

7. 06. Fundargerð Velferðarnefndar Árnesþings. Samþykkt samhljóða

8. 08. Fundargerð Velferðarnefndar Árnesþings og jafnréttisstefna. Samþykkt samhljóða.

9. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 sem varðar athafnasvæði Landsvirkjunar milli Búrfellsvirkjunar og Sultartanga. Breytingin varðar svæði milli Búrfellsvirkjunar og Sultartanga sem skilgreint er sem blanda landnotkunar iðnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota, merkt sem I1 og I2. Ekki er gert ráð fyrir breyttri afmörkun svæðisins heldur tekur breytingin til aukinnar og breyttra orkuvinnslu, þ.e. að á ákveðnu svæði verði heimilt að reisa allt að 55 m háar vindtúrbínur sem geti framleitt allt að 1,9 MW. Lýsing skipulagsverkefnis var samþykkt í sveitarstjórn á fundi 6. mars 2012 og í kjölfarið var hún send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Rangárþings ytra, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar auk þess sem hún var kynnt með auglýsingu sem birtist í Dagskránni og Fréttablaðinu 15. mars sl. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu var síðan kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með auglýsingu sem birtist 3. maí og var tillagan aðgengileg á skrifstofu sveitarstjórnar í Árnesi og á skrifstofu skipulagsfulltrúa á Laugarvatni til 11. maí auk þess að vera aðgenileg á vefnum. Engar athugsemdir/ábendingar hafa borist en fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun við lýsingu skipulagsins.

 Tillaga samþykkt samhljóða og skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar

10.  Styrktarsjóður EBÍ 2012  Umsókn um styrk í þágu byggðarlaga. Samþykkt að sækja um styrk vegna rannsókna á áhrifum  á samfélagið  vegna ljósleiðarlagningar. Sveitarstjóra falið að vinna að umsókn um styrk.

11. Stofnun félags um lagningu og rekstur  ljósleiðara um Skeiða og Gnúpverjahrepp. Samþykkt samhljóða að stofna félag og beri það heitið Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hlutafé verði allt að fimmtíu milljónum króna og greiðist það úr sveitarsjóði. Oddvita og sveitarstjóra var falið að vinna nánar að útfærslu félagsins.

12.  Útboð í ljósleiðaralögn. Tilboð voru opnuð 7. Júní s.l. Lægsta tilboð átti RBG vélaleiga. Næstlægsta var Þjótandi ehf.  Sveitarstjóra og oddvita fyrir hönd óstofnað félags falið að ganga til samninga við þann aðila sem uppfyllir skilyrði í útboði. Útboð um blástur og tengingar sem og annað því er við kemur framkvæmd verksins er sveitarstjóra og oddvita falið að annast.

13.  Framkvæmdir við aðstöðuhús við félagsheimili. Samþykkt að ganga til framkvæmda við viðbyggingu-aðstöðuhúss við félagsheimilið Árnesi 23 fermetrar að stærð. Fyrirliggjandi eru teikningar að byggingunni. Sveitarstjóra falið að auglýsa útboð verksins. Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga við lægstbjóðanda sé tilboð innan fjárhagsramma.

14.  Gjaldskrá sumarhúsalóða sveitarfélagsins. Samþykkt að startgjald vegna leigulóða verði hækkað í kr. 600.000. Innifalið verði vegur og kaldavatnslögn að lóðamörkum.

15.  Erindi Axels Njarðvík Árnasonar. Lögð var fram beiðni af hálfu Axels Njarðvík um að erindi yrði frestað. Beiðni samþykkt samhljóða.
16. Útleiga á félagsheimilinu Árnesi. Gunnar Örn oddviti vék af fundi.
Ákveðið var að auglýsa eftir nýjum rekstaraðila.


Mál til kynningar

 

A. 308. fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands haldinn 02.05.12.

B. Ljósleiðaraheimtaugar - sumarhús

C. Fundur vegna þjóðlendumála boðaður af Forsætisráðuneyti.

D. Tölvumál sveitarfélagsins.

E. Framlög sunnlenskra sveitarfélaga til stofnana.

F. Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2011.

G. Kynning á samvinnu Sorpstöðvar Suðurlands og Sorpu.

H. 138. Fundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

I. 139. Fundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

J. 215. Fundur Sorpstöðvar Suðurlands

K. 216. Fundur Sorpstöðvar Suðurlands

L. 142. Fundur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

M. Lögheimiliskrá í aðdraganda forsetakosninga.

N. Málstofa á degi Íslenskrar tungu

 

Fundi slitið kl 16:45

 

Næsti reglulegri fundur sveitarstjórnar ákveðinn 14 ágúst næstkomandi.