Sveitarstjórn

35. fundur 19. september 2012 kl. 13:00

Aukafundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  19. september  2012  kl. 20:00.  -  Fundur nr. 35 

 Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason og Sigrún Guðlaugsdóttir er sat fundinn í fjarveru Hörpu Dísar Harðardóttur.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð. Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. Gunnar oddviti fór lauslega yfir þau mál sem eru á dagskrá.

 

Dagskrá:

1.     Fundargerð Skipulags – og byggingafulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps nr. Frá 23.08.2012.

        Liður nr 20 málsnr. 201203443712.

       Aðalskipulag skeiða- og Gnúpverjahrepps. – Uppsetning vindrafstöðva á Hafinu

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 sem varðar athafnasvæði Landsvirkjunar milli Búrfellsvirkjunar og Sultartanga. Svæðið er skilgreint sem blanda landnotkunar iðnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota, merkt sem I1 og I2. Ekki er gert ráð fyrir breyttri afmörkun svæðisins heldur tekur breytingin til aukinnar og breyttra orkuvinnslu, þ.e. að á ákveðnu svæði verði heimilt að reisa tvær allt að 55 m háar vindtúrbínur (spaðar geta náð upp í allt að 80 m hæð) sem geti framleitt allt að 1,9 MW. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið 5. júlí 2012 með athugasemdafresti til 17. ágúst. Engar athugasemdir bárust. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 23. ágúst sl. og var ekki gerð athugasemd við samþykkt málsins en endanlegri afgreiðslu var vísað til sveitarstjórnar.

Aðalskipulagsbreytingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að senda málið til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr.32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

  Liður nr 21 málsnr. 201204243800    Deiliskipulag. Vindrafstöðvar á Hafinu.

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir vindrafstöðvar á Hafinu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Um er að ræða ca 23 ha svæði þar sem gert er ráð fyrir að reisa 2 vindrafstöðvar í rannsóknarskyni. Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið frá 5. júlí til 17. ágúst 2012. Engar athugasemdir bárust. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 23. ágúst sl. og var þá samþykkt en málið er tekið upp núna samhliða afgreiðslu á aðalskipulagsbreytingu sem auglýst var samhliða.

Deiliskipulagið er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að senda málið til Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2.     Sjálfskuldarábyrgð vegna Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps.ehf.

Sveitarstjóri sagði frá fyrirsjáanlegri fjárþörf vegna mikilla útgjalda vegna Ljósleiðaralagningar um sveitarfélagið. Hann lagði fram svohljóðandi tillögu : Sveitarstjórn  Skeiða- og Gnúpverjahrepp samþykkir fyrir hönd sveitarfélagsins sjálfskuldarábyrgð vegna fyrirgreiðslu til handa Fjarskiptafélags Skeiða og Gnúpverjahrepps  að fjárhæð 20.000.000 kr. Í formi tímabundins yfirdráttar. Innan tíðar er væntanlegt fjárframlag frá Landsvirkjun vegna verkefnisins samkvæmt rammasamkomulagi.

Tillaga samþykkt samhljóða.

3.    Haustferð starfsfólks sveitarfélagsins laugardag 13 október.

      Oddviti og sveitarstjóri kynntu fyrirhugaða haustferð í Rangárþing.  Ákveðið var að sveitarfélagið myndi greiða kostnað við rútu, leiðsögn og kvöldverð. Makar greiði fyrir sig.

     Fundi slitið kl 20:50