Sveitarstjórn

36. fundur 02. október 2012 kl. 13:00

36. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  02. október  2012  kl. 13:30.

Mætt: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason og Harpa Dís Harðardóttir.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð. Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. Gunnar oddviti fór lauslega yfir þau mál sem eru á dagskrá.

Dagskrá:


1. Tillaga að stofnun byggðasamlags vegna fasteigna fyrir fatlaða.
Bréf hafði borist frá Sveitarfélaginu Árborg. Við yfirfærslu málefna fatlaðra  frá ríki til sveitarfélaga var stofnaður fasteignasjóður innan Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem annast fasteignir þær er nýttar eru undir fatlaða. Sveitarfélagið Árborg leggur til að stofnað verði byggðasamlag aðildarsveitarfélaga þjónusutusvæðis um málefni fatlaðra um rekstur fasteignanna Gagnheiðar 39 og Álftarima 2 í Árborg.
Sveitarstjórn hafnar erindinu. Engu að síður  telur sveitarstjórn æskilegt að fara yfir málaflokkinn í heild sinni.

2. 09. Fundargerð Velferðarnefndar Árnesinga. Lögð fyrir, kynnt og samþykkt.

3. 10. Fundargerð Velferðarnefndar Árnesinga. Lögð fyrir, kynnt og samþykkt.

4. Upplýsingar til Íslenksrar málnefndar. Fyrirspurn frá Innanríkisráðuneyti um málstefnu í sveitarfélaginu. Eftirfarandi er bókað : Ný sveitarstjórnarlög hafa falið í sér mörg ný verkefni fyrir sveitarfélögin.  Eðlilegt er að innleiðing laganna taki sinn tíma og sveitarfélögin þurfa, rétt eins og ráðuneytið, að forgangsraða verkefnum innan þess ferlis. Málstefna í sveitarfélaginu er ekki endilega forgangsmál og sveitarfélagið mun líta til þeirrar fyrirmyndar sem mun felast í málstefnu sem sett verður fyrir Stjórnarráðið.


5. Fundargerð 18. Fundar Fræðslunefndar Flúðaskóla. Lögð fram og samþykkt samhljóða.

6. Erindi / bótakrafa Ábótans ehf. Lagt var fram bréf frá Ingu Lillý Baldursdóttur hdl.f.h. Ábótans ehf. Það hljóðar upp á skaðabótakörfu á hendur sveitarfélaginu að fjárhæð 87,4 milljónir króna vegna forsendubrests í rekstri félagsins. Kröfunni er hafnað.

7. Rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi. Sveitarstjórn bendir á að Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur aldrei samþykkt aðild að samningi um almenningssamgöngur milli SASS og STRÆTÓ B.S og ber því ekki  fjárhagslega ábyrgð. Bent er á bókun því til stuðnings frá 09.08.2011. sem er svohljóðandi ,, Sveitarstjórn bendir á að Árnes er  ekki inn í væntanlegu leiðakerfi og telur að útfæra þurfi akstursleiðir betur  og kostnaðarskipting þurfi að vera á hreinu áður en afstaða er tekin til málsins.

8. Mál nr 15, á 51.fundi Skipulags – og byggingafulltrúa 20.09.2012,,201209634083. Deiliskipulag Húsatóftir 2 lnr 166472,,. Lögð fram lýsing á breytingatillaga að deiliskipulagi í landi Húsatófta 2. Lnr. 166472 Gert er ráð fyrir 49,3 ha spildu þar sem fyrirhugað er að byggja íbúðarhús sem hefur fengið heitið Húsatóftir 2 B. Á lóðinni standa í dag hluti af eldri útihúsum frá Húsatóftum 2 og er gert ráð fyrir að heimilt verði að stækka þau. Að mati nefndarinnar er deiliskipulagið í samræmi við meginstefnu gildandi aðalskipulags og því ekki þörf á lýsingu samkv. 2. Mgr.40 gr skipulagslaga nr. 123/2010 eða kynningu skv, 4.mgr 40.gr. Nefndin mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Leitað verður umsagnar Vegagerðar og Fornleifaverndar. Samþykkt var samljóða að auglýsa fyrirliggjandi tillögu.

9. Mál nr  16, á 51. fundi Skipulags – og byggingafulltrúa                        20.09.2012,  201205573846 deiliskipulag á Leiti.

 Lögð var fram deiliskipulagstillaga smábýlalóðarinnar Leiti. Lýsing skv. 2. Mgr. 40 gr. Skipulagslaga 123/2010 var kynnt skr. 4. Mgr. 40 gr. Skipulagslaga 23 ágúst 2012. Nefndin mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagið skv. 41. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa deiliskipulagið.

10.  Fundargerð 51. fundar Skipulags – og byggingafulltrúa lögð fyrir og kynnt að undanskildum liðum,  málum nr. 15 og 16. Fundargerð lögð fram.

11.  Mál nr. 65 til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis. Lagt fram og kynnt.

12.  Þingskjal 180-181 til umsagnar. Lagt fram og kynnt.

13.  Þingmál 89 til umsagnar. Vernd og nýting orkusvæða. Vísað er til fyrri bókana um rammasamkomulag.

14.  Beiðni Borghildar Einarsdóttur um ferðastyrk. Beiðni hafnað.

15.  Beiðni frá Foreldrafélagi Leikskólans Leikholts um styrk kr 80.000. Beiðni samþykkt.

16.  Teikningar að aðstöðuhúsi við félagsheimilið Árnes. Teikningar lagðar fram og kynntar.

17.  Opnun tilboða í viðbyggingu við Árnes. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun. Ákveðið var að fresta framkvæmdinni 
 að sinni.

18.  Málefni Steingríms Erlingssonar Vorsabæ. Lögð fram að nýju lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins á spildu úr landi Vorsabæjar 1. Lýsingin var kynnt með auglýsingu sem birtist í Dagskránni, Fréttablaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins og skipulags- og byggingarfulltrúa 20.september sl. Tillagan var aðgengileg í pappírsformi á skristofu sveitarfélagsins og skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa auk þess sem hana var hægt að nálgast rafrænt á heimasíðu skipulags- og byggingarfulltrúa. Gefinn var frestur til 28. september til að koma með athugasemdir/ábendingar. Ein athugasemd barst með bréfi dags. 27. september 2012 og er hún meðfylgjandi. Lýsingin var send Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinni og Fornleifavernd ríkisins til umsagnar en eingöngu umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir.


Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna áfram að breytingu á aðalskipulagi svæðisins á þann veg að gert verði ráð fyrir iðnaðarsvæði á suðvestur hluta spildunnar og punkti fyrir verslun- og þjónustu á norðausturhluta hennar.

 Önnur svæði verði áfram skilgreind sem landbúnaðarsvæði enda er gert ráð fyrir að stofnað verði lögbýli á spildunni. Þegar tillaga að aðalskipulagsbreytingu liggur fyrir, þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila, er skipulagsfulltrúa falið að kynna aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal sú kynning auglýst með því að senda dreifibréf á alla íbúa sveitarfélagsins auk opinberrar auglýsingar.

 Kynningin skal fara fram fyrir næsta fund sveitarstjórnar og verður tillaga að deiliskipulagi svæðisins kynnt samhliða.


Mál til kynningar


A. . Ársskýrsla Velferðarnefndar Árnesinga 2011.

B. Niðurstöður könnunar Félags grunnskólakennar.

C. Fundargerðir samstarfsnenfda Félags Grunnskólakennara og Félags tónlistarkennara

D. 799. Fundargerð Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

E. 141 Fundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

F. 458 og 459. Fundur Stjórnar SASS.

G. 309 Fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands

H. 310 Fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands

I. 220 Fundur Sorpstöðvar Suðurlands

J. Afgreiðsla Byggingafulltrúa fundur 51.

K. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ.

L. Úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ

M. Skipan í 17. Júní nefnd.

N. Áform um Vatnagarð. Viðskiptaáætlun.

O. Fundargerð 220. Stjórnarfundar Sorpstöðvar Suðurlands.

P. Hugmyndir Stjórnar Björgunarsveitarinnar Sigurgeirs að samstarfssamningi við Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

 

             
Fundi slitið kl 16:30

Næsti fundur ákveðinn 6. nóvember næstkomandi.