Sveitarstjórn

38. fundur 20. nóvember 2012 kl. 13:00

38. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  20.nóvember  2012  kl. 13:00.

Mætt til fundar: Gunnar Örn Marteinsson, Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason og Harpa Dís Harðardóttir.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð. Gunnar Örn setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. Gunnar oddviti fór lauslega yfir þau mál sem eru á dagskrá. Steingrímur Erlingsson og Halldór Jónsson mættu til fundar vegna 1. liðar.


1. Steingrímur Erlingsson kynnti ásamt Halldóri Jónssyni verkfræðingi  áform um uppsetningu á vindmyllum að Vorsabæ. Oddviti gaf Steingrími orðið.  Hann greindi frá því fyrst og fremst væri um hugsjónastarf að ræða. ekki um beina ágóðastarfsemi. Hann hafa gert samning um sölu á því rafmangi sem vindmyllurnar myndu framleiða. Hann vakti athygli á því að lítið myndi heyrast í vindmyllunum.Þær snúist alltaf á sama hraða burtséð frá vindhraða. Hann sagði einnig frá áformum um uppbyggingu á menningarhúsi og íbúðarhúsi. Steingrímur svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Er Steingrímur og Halldór voru farnir af fundi var ákveðið að óska eftir því að Steingrímur myndi útvega myndir er sýna afstöðu af fyrirhuguðu mannvirki frá næstu bæjum. Sveitarstjóra falið að ræða við Steingrím.

2.  Beiðni um styrkveitingu til kvenna í leikfimi. Ákveðið að fresta máli til næsta fundar. Á næsta fundi verði kominn rammi varðandi styrki til félaga í sveitarfélaginu umrædd beiðni verði afgreidd samhliða því.

3. Beiðni um fjárstuðning  til  LH frá síðasta fundi. Beiðni hafnað.

4. Beiðni frá Stígamótum um fjárstuðning. Samþykkt að veita kr. 50.000 til Stígamóta.

5. Umsögn. Drög að lagafrumvarpi um almenningssamgöngur.Vísað til Samtaka Íslenskra sveitarfélaga.

6.  Umsögn. Breytingar á lögum um félagslega aðstoð. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir boðaðar breytingar á umræddum lögum.

7.  FÍ. Erindi vegna minnisvarða um Má Haraldsson og upplýsingaskiltis.
Sveitarstjórn styður erindið heilshugar.

8.  Aqua Islandia,  erindi frá Árna B. Guðjónssyni.  Framkomnu erindi hafnað. Sveitarstjórnarmenn telja mál sem þetta ekki á færi sveitarstjórnar.

9. Hjólhýsasvæðið í Þjórsárdal. Talsmenn Skógræktar ríkisins sendi sveitarstjórn bréf þar sem fram kemur álit þess efnis að ekki sé í verkahring Skógræktarinnar að reka og þjónusta þéttbýli af hjólhýsum eins og það sem staðsett er í Þjórsárdal.Sveitarstjórn er hlynnt því að hætt verði að reka heilsársleigusvæði í landi Skógræktarinnar í Þjórsárdal og er sammála þeirri leið sem Skógræktin leggur til í erindi sínu til að ná fram þeim markmiðum. Jafnframt  fagnar sveitarstjórn þessu frumkvæði  Skógræktarinnar að vinna að varanlegri lausn þessa máls sem er í góðu samræmi við annað sem stofnunin er að gera á svæðinu sem er til mikilla framfara.  Tillaga samþykkt samhljóða.
 
10.  Umhverfisráðuneyti. Utanvegaakstur,  flokkun vega  ( frá nóv. 2008).
 
  Frá síðasta fundi.Sveitarstjóra, formanni umhverfisnefndar, formanni fjallskilanefndar og Ingvari Hjálmarssyni fulltrúa Afréttamálafélags Flóa og Skeiða falið að afla upplýsinga og ljúka málinu.

11.  Skipulagsstofnun. Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2014. Drög að landsskipulagsstefnu.  Ósk um umsögn. Sveitarstjórn vísar til samþykktar Samtaka Íslenskra sveitarfélaga landskipulagsstefnu og tekur undir hana.

12.  Menntamálaráðuneyti: Þjóðarsáttmáli gegn einelti. Sveitarstjórn tekur undir erindi menntamálaráðherra.

13.  Fundargerð nr. 05  Menningar, æskulýðs, velferðar og jafnréttisnefndar. Frá síðasta fundi. Fundargerð samþykkt samhljóða.

14.  Forleiguréttur að veiðiréttindum í Fossá í Þjórsárdal.Erindi frá Einari J Jóhannssyni og Helgu Símonardóttur leigutökum Fossár.  Beiðni hafnað.

15.  52. Fundur Skipulags  og byggingafulltrúa 25.10.2012. Liður nr 19. Mál nr. 201210874133 Eystra-Geldingaholt landnr.166644 ný lóð 10.512 m2. Erindi samþykkt

16. Kosning fulltrúa sveitarfélagsins í almannavarnanefnd Árnessýslu.

 Samþykkt að Kristófer Tómasson sveitarstjóri sitji í almannavernd fyrir hönd sveitarfélagsins.

17.  Fundargerð oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu 2. Nóvember 2012. Fundargerð samþykkt.

18.  Beiðni bænda í Haga og Fossnesi um lækkun fjallskila. Erindi hafnað með vísan í fundargerð Afréttarmálafélags Gnúpverja frá liðnu hausti

19. Stofnsamningur héraðsnefndar.Sveitarstjórn leggur til að stofnsamningurinn verði samþykktur.

20.  Frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs. Þingskjal 120. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir frumvarp til laga um að flugvöllur verði áfram á höfuðborgarsvæðinu.


Mál til kynningar

A. Áætluð framlög vegna nýbúafræðslu.

B. Skilaboð frá Skipulags- og byggingafulltrúa.

C. 461. fundur stjórnar SASS.

D. Vinna og virkni.

E. 89. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. 06.11.12.

F. Sóknaráætlun landshluta.

 

Fundi slitið kl 16 :05


Næsti fundur ákveðinn 4. desember næstkomandi.