Sveitarstjórn

43. fundur 09. apríl 2013 kl. 13:00

42. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn 09.04.  2013  kl. 13:30.

Mætt til fundar: Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir og Gunnar Örn Marteinsson.  Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri, ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.


Oddviti kom með tillögu um breytingar á áður boðaðri dagskrá. 
Liður 16 -   Erindi frá Umhverfisstofnun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum verði til kynningar en afgreiðslu frestað þar sem gögn bárust seint.


Hann óskaði eftir að bætt yrði tveimur liðum á áðurboðaða dagskrá.

 Liður 17 Tillaga að umboði vegna kjörskrár. Liður 18 Trúnaðarmál.


Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi mætti til fundar.


    Dagskrá:


1. Ársreikningur sveitarfélagsins 2012. Fyrri umræða. Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi útskýrir ársreikninginn.
Heildartekjur A hluta 411,7  mkr. Áætlun gerði ráð fyrir 399,6  mkr.
Þar af voru útsvör og fasteignaskattur 307 mkr. Þar er hækkun um  8,1 mkr frá 2011.

Rekstrargjöld utan fjármagnsliða eru 411,6  mkr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 1,3  mkr. 
Rekstarniðurstaða eftir fjármagnsliði eru 7,6  mkr.


Heildartekjur A og B hluta 419 mkr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 7,8  mkr. Fyrir fjármagnsliði. Eftir fjármagnsliði 7,6 mkr.
Handbært fé í árslok 23,0 mkr. Nokkur umræða varð um tilfærslur frá aðalsjóði til annarra deilda.


Samkvæmt efnahagsreikningi nemur bókfært virði fastafjármuna A og B hluta 475  mkr. og virði veltufjármuna 137,3 mkr.  heildar eignir samtals 602,2  mkr. Heildarskuldir 104,4 mkr.


Af helstu lykiltölum má nefna að skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjur) er  14 % og hefur það lækkað úr  26 % frá 2011. Veltufjárhlutfall 1,66  og hefur það lækkað úr 1,90 árið 2011.

Eiginfjárhlutfall í lok árs 2012 er  90 % á móti 76,2 % árið 2011. Útsvarstekjur í hlutfalli við rekstrartekjur er 37,6 % og það hlutfall  hækkað úr 36,7  % árið 
2011. Skatttekjur á íbúa eru 708 þkr. á móti 703  þkr. árið áður. 
Ársreikningi vísað til síðari umræðu.

 

2. Erindi frá Kvenfélagi Gnúpverja varðandi ársfund Samband sunnlenskra kvenna. Samþykkt samhljóða.


3. Erindi frá Þorsteini Haukssyni vegna vinnuslyss. Samþykkt samhljóða að verða við erindi Þorsteins.


4. 57. fundur skipulags og bygginganefndar. Liður nr.6 Hamrar lnr 166561 þarfnast staðfestingar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 stofnun 1.000,6 fm lóðar úr landi Hamra. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.


5. 465. fundur stjórnar SASS. Erindi varðandi almenningssamgöngur hreppsins. Lagt fram og kynnt.


6. Erindi frá öryggisfulltrúa sveitarfélagsins. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir erindið og Sveitarstjórn Skeiða-  og Gnúpverjahrepps fer fram á það við Vegagerðina  og Umferðastofu að taka út aðalvegi sveitarfélagsins þjóðvegi 30 og 32 með tilliti til umferðaöryggis og koma með tillögur til úrbóta. Sveitarstjórn skorar jafnframt á Vegagerðina að grípa til aðgerða til að draga úr umferðarhraða við Brautarholt og Árnes.


7. Gjaldskrá lóðaleigu smábýlalóða neðan Árness. Máli frestað.


8. Samningur um afnot sveitarfélagsins af vatnsbóli að Hömrum. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.


9. Erindi frá Hótel Heklu varðandi markaðsstyrk. Beiðni hafnað.


10. Beiðni frá Vinum Skaftholtsrétta. Beiðni samþykkt samhljóða.


11. Samningur um sameiginleg verkefni þjónustusvæðis Suðurlands um þjónustu við fatlaða er Svf. Árborg veitir. Sveitarstjórn staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.


12. Erindi frá Eiríki Þórkelssyni Vorsabæ. Eiríkur Þórkelsson mætti til fundar. Eiríkur óskaði eftir því að sveitastjórnin endurskoði ályktun frá 41. fundi sveitarstjórnar 2. febrúar 2013 þar sem samþykkt var að auglýsa ekki frekar breytingar á aðalskipulagi. Oddvita falið að afgreiða erindi Eiríks.

 
13. Málefni áhaldahúss. Samþykkt að framlengja ráðningu starfsmanns áhaldahúss til 01. september 2013.


14. Opnunartími og verðskrá sundlauga sveitarfélagsins. Tillaga samþykkt. Ný verðskrá tekur gildi 1. maí n.k.


15. Fundur fræðslunefndar Flúðaskóla. Lögð fram og samþykkt.


16.  Erindi frá Umhverfisstofnun um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Málið kynnt og afgreiðslu frestað þar sem gögn bárust seint.


17. Tillaga að umboði vegna kjörskrár til alþingis. Tillaga samþykkt.


18. Trúnaðarmál.

 

 

Mál til kynningar

A.  Fundur stjórnar málefna fatlaðra á Suðurlandi.
B. Fundur Þjónusturáðs um þjónustu við fatlað fólk.
C. Tímabundin breyting á verkaskiptingu Ríkis og SVF Tónlistarnám.
D. 32. Fundur Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins.
E. 148. Fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
F. 148. Fundur Skólaskrifstofu Suðurlands.
G. 225. Stjórnarfundur Sorpst. Suðurlands.
H. 804 Fundur stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
I. 10. Fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
J. Upplýsingar um framlagningu kjörskrár.
K. Fundargerð LSS og SÍS.
L. Til umsagnar mál nr. 634 frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
M. Fundargerð 16. Fundar Velferðarnefndar Alþingis. 
N. Sameiningar Grunn- og Leikskóla.
O. Skýrsla sveitarstjóra.

 

 

Fundi slitið kl  18:30.


Næsti fundur ákveðinn 7. maí næstkomandi.

 

 Ítarefni hér