Sveitarstjórn

45. fundur 04. júní 2013 kl. 13:00


45. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  04.06  2013  kl. 13:00

Mætt til fundar : Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir og Sigrún Guðlaugsdóttir en hún mætti í stað Gunnars Arnar Marteinssonar.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. 
Albert Guðmundsson verkefnastjóri hjá Landsvirkjun mætti til fundarins.

1. Umsögn um fyrirhugaða virkjun. Búrfell 2. Albert Guðmundsson frá Landsvirkjun sagði frá áforum um ofangreinda virkjun. Virkjunin mun geta framleitt allt að 140 megawöttum.  Framkvæmdir hófust í reynd 1981. Ekki er ákveðið hvort stöðvarhús verður ofan eða neðanjarðar. Áætlað er að lengd aðrennslisganga verði 250 metrar og lengd frárennslisganga 2,1 km. Byggingatími er áætlaður 30 mánuðir. Mannaflsþörf er áætluð 200-300 manns á framkvæmdatíma. Tilgangur með framkvæmdinni er að hluta til stuðningur við núverandi virkjun í Búrfelli.
 Fyrir fundinum lá beiðni um umsögn frá Skipulagsstofnun um fyrirhugaðar virkjun Búrfell 2.
 Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun vegna málsins :
 veitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur fyrir sitt leiti ekki forsendur, sbr. 6.gr. laga nr. 106/2005 og reglugerðar nr.1123/2005 að teknu tilliti til 3. Viðauka í framangreindum lögum, fyrir því framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Miðað við framlögð gögn er í raun verið að ljúka verki sem hafið var fyrir rúmum þrjátíu árum. Sveitarstjórn minnir aðila máls  á að í nágrenni svæðisins  eru merkar fornminjar og að hluti svæðisins er undir hverfisvernd. Björgvin Skafti Bjarnason, Jón Vilmundarson, Harpa Dís Harðardóttir og Sigrún Guðlaugsdóttir voru samþykk bókuninni. Oddur G. Bjarnason greiddi atkvæði gegn bókuninni á þeim forsendum að ekki hefði farið fram umhverfismat á fyrri framkvæmdum við Búrfellsvirkjun.


2. Bréf frá Gunnar Erni Marteinssyni. Í bréfinu kemur fram beiðni Gunnars Arnar um leyfi frá setu í sveitarstjórn  til 5 september 2013. Beiðni samþykkt samhljóða.

 

3. Kosning þriggja fulltrúa og jafnmargra til vara á aðalfund Samtaka 
 Sunnlenskra sveitarfélaga.  Kosin voru : Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Harpa Dís Harðardóttir. Til vara Sigrún Guðlaugsdóttir, Oddur G Bjarnason og Jón Vilmundarson.

 Kosning þriggja fulltrúa og jafnmargra til vara á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Kosin voru: Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Harpa Dís Harðardóttir. Til vara Sigrún Guðlaugsdóttir, Oddur G Bjarnason og Jón Vilmundarson.

Kosning þriggja fulltrúa og jafnmargra til vara á aðalfund Skólaskrifstofu Suðurlands. Kosin voru : Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Harpa Dís Harðardóttir. Til vara Sigrún Guðlaugsdóttir, Oddur G Bjarnason og Jón Vilmundarson.

Auk þess kosning eins fulltrúa og annars til vara á aðalfund Sorpstöðvar 
Suðurlands. Kosinn var Björgvin Skafti Bjarnason og Gunnar Örn Marteinsson til vara.


4. Samþykktir Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Vísað til síðari umræðu.

 

5. Kaup á hjartastuðtækjum. Tillaga um kaup á tveimur hjartastuðtækjum fyrir allt að 400.000 m. Virðisaukaskatti samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 59.fundar Skipulags og bygginganefndar. Mál nr.12,17,18, og 29 þarfnast umfjöllunar. Til kynningar er  mál nr. 8.

Mál nr. 8: Afgreiðslu byggingafulltrúa
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. apríl til 24. maí 2013.

 

Mál nr. 13: LB_Skeiðháholt 1,2 og 3 – skipting sameignarlands
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við skiptingu sameignarlands Skeiðháholts 1, 2 og 3 með fyrirvara um samþykkir aðliggjandi landeigenda.

 Mál nr. 17: Brúnir 186301
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir að breytingin verði hluti að breytingu á deiliskipulagi aðliggjandi lóðar (sjá mál nr. 28).

 Mál nr. 18: Kálfhóll 2
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu þar til umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir.

 Mál nr. 28: Dskbr. Heiðargerði 186572
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á deiliskipulagi svæðisins skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningu fyrir lóðarhafa Brúnar. Gert er ráð fyrir að breytingin verði hluti að breytingu á deiliskipulagi aðliggjandi lóðar (sjá mál nr. 17).

 Mál nr. 29: Íbúðarhús – Stóra-Núpi
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu á lýsingum deiliskipulags fyrir annarsvegar íbúðarhús og hins vegar frístundahús þar til umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggur fyrir.

 

7. Skipun fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Svæðisskipulagsnefnd og annars til vara samkvæmt máli nr. 38 í fundargerð 59. fundar Skipulags og bygginganefndar. Samþykkt að skipa Björgvin Skafta Bjarnason í svæðisskipulagsnefnd og Jón Vilmundarson til vara.

 

8. Samningur um almenningssamgöngur. SASS –Strætó. Máli frestað.

 

9. Samtök orkusveitarfélaga. Stefnumörkun. Umsagnar óskað. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stefnumörkun Samtaka orkusveitarfélaga.

 

10.  Húsnæði fyrir félagasamtök Aldan. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að aðgengi að húsnæði sé fyllilega tryggt á jafnræðisgrundvelli af hálfu hins opinbera í sveitarfélaginu.

 

11.  Tillaga að skipuriti  sveitarfélagsins. Lagt fram og kynnt.

 

12.  Tré fyrir frið. Samþykkt að taka þátt í verkefninu og sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 

13.  Ályktun vegna Skólaskrifstofu Suðurlands. Ályktun lögð fram og kynnt. Sveitarstjórn samþykkir úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

14. Samningur við Jóhönnu Reynisdóttur um gistiheimilið Nónstein. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi. Fylgt verði eftir að leigutaki framkvæmi ákveðnar lagfæringar á eigninni.

 

15. Tilnefning fulltrúa sveitarfélagsins í 17. Júní nefnd. Tilnefning samþykkt  Eyþórs Brynjólfssonar samhljóða.

 

16. Framlenging ráðninga  skólastjóra og leikskólastjóra. Samþykkt að framlengja tímabundnar ráðningar skólastjóra og leikskólastjóra  til eins árs.Unnið verði að endurskipulagningu yfirstjórnar skólamála sveitarfélagsins.

 

17.  Samningur um leigu tjaldsvæðis í Brautarholti. Samningur lagður fram og samþykktur samhljóða.

 

18.  Erindi frá Arnari B Eiríkssyni um lausagöngu búfjár. Oddvita og sveitarstjóra verði falið að skoða kosti og galla upptöku banns á lausagöngu búfjár.


19.  Rekstrarmál Þjórsárstofu. Staða rekstrarmála kynnt af oddvita.

 

20.  Minnisblað frá Torfa Sigurðssyni lögmanni vegna kröfu eigenda   Stóra-Núps á hendur sveitarfélaginu um greiðslu lögfræðikostnaðar.  Torfi lagði fram eftirfarandi bókun : Erindi Lex lögmannsstofu frá 5. Maí 2013 f.h. eigenda og ábúenda Stóra-Núps um greiðslu áfallins lögfræðikostnaðarvegna ágreinings um samþykkt sveitarstjórnar á deiliskipulagi fyrir minkahús á Ásum er hafnað. Bókun samþykkt samhljóða.

 

21.  Úrskurður  Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála um deiliskipulag að minkabúi að Ásum. Málið fellt niður.

 

22. Framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Lögð fram af sveitarstjóra og var hún samþykkt samhljóða.

 


Mál til kynningar

A. Listi yfir skipulagsfulltrúa í landinu

B. Fundir SNS og FL nr. 93 og 94.

C. Fundir SNS og  FSL nr. 7 og 8.

D. Fundir Þjónusturáðs um málefni fatlaðra nr. 3og 4.

E. Velferðarþjónusta Árnesþings. Kynning á starfsemi.

F. 17 fundur Velferðarnefndar

G. Auglýsing skipulagsmál Mörk

H. Ársreikningur Héraðsnefndar Árnesinga.

I. Málþing um farsæla öldrun.

J. Fundargerð 150.Fundur Heilbrigðiseftirlits.

K. Nýsköpunarráðstefna.

L. 467. Fundur stjórnar SASS.

M. Skýrsla sveitarstjóra

N. 149. Fundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

O. Útlánavextir Lánasjóðs sveitarfélaga.

P. Kynning á nýrri heimasíðu sveitarfélagsins.


 
Fundi slitið kl  16: 40

 

Næsti fundur ákveðinn  13. ágúst næstkomandi.