Sveitarstjórn

49. fundur 01. október 2013 kl. 13:00

49. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  01. október  2013  kl. 13:00.

Mætt til fundar: Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Harpa Dís Harðardóttir og Gunnar Örn Marteinsson. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera. 
Oddviti kom með tillögu um breytingar á áður boðaðri dagskrá. 
Liður 16. Endurnýjun rekstrarleyfis til gististaðar.
Hann óskaði eftir að þessu máli yrði bætt á áður boðaða dagskrá.  Ekki komu fram athugasemdir við þessar breytingar.

 

1. Fundargerð 63. fundar Skipulags- og bygginganefndar.Mál nr. 2,3 og 8  þarfnast staðfestingar. Mál 21 þarfnast afgreiðslu.
Mál nr 2. 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða byggingu 720 m2 reiðskemmu að Hlemmiskeiði

Mál nr. 3. 
  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti að fyrirhuguð breyting á notkun fjárhúss í minkahús verði sett í grenndarkynningu og leitað verði umsagnar Heilbrigðiseftirlits.

Mál nr. 8.

Lagðar fram og kynntar afgreiðslur byggingafulltrúa frá 21. Ágúst til 18. September 2013.

 
Mál 21.
Deiliskipulag minkabús í landi Ása – Nýtt ferli
Í skipulagsnefnd var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir minkabú á spildu úr landi Ása. Lýsing deiliskipulagsins var kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með auglýsingu sem birtist í Dagskránni, Fréttablaðinu og heimasíðu sveitarstjórnar og skipulagsfulltrúa þann 22. ágúst 2013. Að auki var lýsingin ásamt fylgigögnum send Skipulagsstofnun til umsagnar og til aðliggjandi landeigenda til kynningar. Auk tillögu að deiliskipulagi lá fyrir umsögn Skipulagsstofnunar dags. 6. september 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við lýsinguna, athugasemd Guðjóns Ármannssonar hrl. dags. 15. september 2013 f.h. eigenda jarðanna Stóra-Núps og Skaftholts, og bréf Valtýs Sigurðssonar hrl, f.h. umsækjenda deiliskipulags, þar sem fram koma viðbrögð við innkominni athugasemd og skýrslu Verkfræðistofu Suðurlands varðandi mögulega staðsetningarkosti minkabús. Skipulagsnefndin vísaði afgreiðslu málsins til ákvörðunar sveitarstjórnar. 
Bréf Valtýs Sigurðssonar hrl, f.h. umsækjenda, er nú lagt fram lítillega lagfært og dagsett í september 2013.
Oddviti hóf umræðu um hæfi sitt varðandi umfjöllun og afgreiðslu málsins Hann hafði kannað hvort um væri að ræða að hann væri vanhæfur í meðferð málsins. Oddviti sagðist hafa aflað sér upplýsinga um hvort svo væri með því að kynna sér dóma er varða hliðstæð mál og telur hann sitt hæfi vera ótvírætt. Gunnar Marteinsson lagði áherslu á að hann teldi fráleitt að oddviti væri vanhæfur. Oddviti óskaði eftir að greidd yrðu atkvæði um hvort hann væri vanhæfur. Allir sveitarstjórnarfulltrúar samþykktu að oddviti væri hæfur til að koma að afgreiðslu og umfjöllun málsins
Gunnar Marteinsson tók aftur til máls. Hann gagnrýndi vinnubrögð í málinu. Hann taldi óeðlilegt að sveitarstjórn stæði fyrir því að láta vinna skýrslur sem lúta að útskýringum á aðstæðum  við fyrirhugaðar framkvæmdir í Ásum. Gunnar lagði áherslu á að reynt yrði til þrautar undir forgöngu oddvita að ná sátt milli aðila málsins. ´
Jón Vilmundarson tók til máls. Hann taldi eðlilegt að sveitarfélagið brygðist við áliti úrskurðarnefndar er felldi skipulagið úr gildi þar sem sveitarstjórn hefði ekki uppfyllt rannsóknarskyldu er varðaði staðsetningarkosti og lyktarmengun með því að standa fyrir því að skýrslur um þau mál væru unnar.
Bent var á að framkvæmdaraðilar munu greiða kostnað við áðurnefnda skýrslugerð.
 Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðsla málsins til næsta sveitarstjórnarfundar. Oddvita og Gunnari Marteinssyni falið að ræða við málsaðila.


2. Umsóknir um rekstur ferðaþjónustu í Árnesi.
Sveitarstjóri lagði fram umsóknir frá 15 einstaklingum. Samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að meta umsóknir og ræða við umsækjendur og leggja tillögur fyrir næsta fund.


3. Haustferð starfsmanna sveitarfélagsins. Samþykkt að sveitarfélagið greiði kostnað við haustferð starfsmanna sveitarfélagsins. Makar greiði sjálfir fyrir kvöldverð.


4. Fundargerðir Velferðarnefndar. Fundargerðir 18, 19 og 20 staðfestar.


5. Svæðisskipulag. Lagt fram og kynnt.


6. Lóðaleiga smábýla. Samþykkt með fjórum atkvæðum að leiga smábýlalóða verði 1 % af fasteignamati lands.


7. Fyrirspurn frá Gunnari Erni Marteinssyni til oddvita. Gunnar Örn Marteinsson samþykkir þegar framkomna afgreiðslu vegna fyrirspurnarinnar undir lið 1.


8. Beiðni um styrk til sumardvalar. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Harpa Dís Harðardóttir vék af fundi. Beiðni um styrk að fjárhæð kr 93.200 samþykkt samhljóða.


9. Endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins. Kostnaður fer að hámarki í 420.000 kr. Samþykkt að veita þeirri fjárhæð til verkefnisins.


10. Inntökugjald ljósleiðara. Samþykkt að kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins við lagningu og tengingu ljósleiðara þar sem um fasta búsetu er að ræða verði allt að 100.000. Þó aldrei hærri en sem nemur heildarkostnaði við lagningu og tengingu.


11. Erindi frá kvenfélagi Skeiðahrepps. Beiðni um styrk til baráttuátaks vegna krabbameins hjá konum. Samþykkt að styrkja málefnið um allt að kr. 20.000.


12. Umsögn um tillögu til þingsályktunar. Mál  nr. 44. Hlutdeild í veiðigjaldi, tekjur af orkuauðlindum.


Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun :
Full ástæða er til að taka undir efni frumvarpsins enda er það eðlileg krafa að hluti þess arðs sem til verður í þeim greinum  sem frumvarpið fjallar um verði eftir á þeim svæðum þar sem þau verða til.

Í Skeiða-og Gnúpverjahreppi er framleidd mikil orka sem öll er flutt á brott af svæðinu eftir fjórum áberandi háspennulínum, fasteignagjöld af stöðvarhúsum er langstærsti hluti þeirra tekna sem þessi raforkuframleiðsla skilur eftir í sveitarfélaginu, það er einungis lítið brot af þeim arði sem verður til við nýtingu orkunnar annarsstaðar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu þar sem byggð stendur mun fastari fótum en í þessu sveitarfélagi.

Sveitarstjórn tekur heilshugar undir ofangreinda tillögu og bókun Gunnars.

 

13. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók.


14. Undirbúningur stofnunar nýrrar Skólaskrifstofu í héraði. Oddviti greindi frá gangi mála við undirbúning að stofnun nýrrar skólaskrifstofu með aðild Uppsveita, Flóa, Hveragerðis og Ölfuss.


15. Ósk frá Landsvirkjun um breytingu á aðalskipulagi vegna Búrfells 2. Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.


16.  Endurnýjun leyfis til reksturs gististaðar að Vorsabæ 2. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun leyfisins.

 

Mál til kynningar

A. Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands
B. Virði flutningakerfis
C. Orkusveitarfélög fundargerð 14 fundar
D. Skjalavarsla sveitarfélaga
E. Fundargerð 800 fundar stjórnar Samb. Svf
F. Fundargerð 154 fundar Skólaskrifstofu Suðurlands
G. 469 fundur stjórnar SASS
H. Framlög úr Jöfnunarsjóði

 

Næsti fundur ákveðinn 05. nóvember næstkomandi.