Sveitarstjórn

53. fundur 07. janúar 2014 kl. 13:00

53. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  7. Janúar 2014 kl. 13:00.

Mættir til fundar : Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Einar Bjarnason en hann mætti í forföllum Hörpu Dísar Harðardóttur. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera.

 

1. Atvinnumálastefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Finnbogi Alfreðsson ráðgjafi hjá SASS kynnti vinnu við verkefnið. Lögð var fram skýrsla 1. áfanga verkefnisins. Finnbogi hefur annast vinnu við mótun atvinnustefnunnar. Vinnan hófst í ágúst 2013. Hann hefur aflað upplýsinga varðandi atvinnulíf og tekjugrunn í hreppnum og tekið viðtöl við nokkurn hóp íbúa. Tveir 5 manna hópar voru skipaðir í hugmyndavinnu tengda umræddu verkefni. Finnbogi stýrði ásamt Þórarni Sveinssyni fundi með þeim hópum í nóvember s.l. Þar var meðal annars fjallað um kosti, galla, ógnanir og tækifæri í sveitarfélaginu. Með framtíðarsýn í huga. Unnið verður áfram að mótun atvinnustefnunnar. Talsverðar umræður urðu meðal fundarmanna um verkefnið. 

2. 66. fundargerð Skipulags–og bygginganefndar. Mál nr. 3 var lagt fram  til kynningar.Mál nr. 5,15 og 16 þörfnuðust staðfestingar.

 

Mál nr. 5

Álfsstaðir - Engjateigur
Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að þrjár lóðir verði samþykktar úr landi Engjateigs landnr  216466  með vísan í 48. Grein skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 15.

Aðalskipulagsbreyting. Stækkun Búrfellsvirkjunar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd  við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna umrædda breytingu Aðalskipulags samkv. 3 mgr. 40 gr skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Rangárþings  ytra, Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits  Suðurlands og Landsnets.

 

Mál nr. 16

Stóri- Núpur – Frístundahús.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að lýsing deiliskipulags fyrir frístundahús verði kynnt skv 3 mgr. 40  gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og sent verði til Skipulagsstofnunar með fyrirvara um að í lýsingunni komi fram upplýsingar um áhrifasvæði fyrirhugaðs minkabús á spildu úr landi Ása sem þegar er  í ferli skv ákvæðum skipulagslaga.

 

3. Tillaga að deiliskipulagi vegna minkabús tekin til afgreiðslu.
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir minkabú á spildu úr landi Ása. Kynningin var tvíþætt. Fyrst var sent út dreifibréf til allra íbúa sveitarfélagsins þar sem auglýst var að tillagan væri til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins 27. nóvember þar sem skipulagsfulltrúi væri til staðar til að svara spurningum auk þess sem gögn málsins voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsfulltrúa. Til að kynna málið hagsmunaaðilum utan sveitarfélagsins var birt auglýsing í Dagskránni og Fréttablaðinu þann 12. desember 2013 og gögn málsins gerð aðgengileg, útprentuð, á skrifstofu sveitarfélagsins frá 13. til 20. desember auk þess sem hægt var að nálgast þau rafrænt á heimasíðu skipulagsfulltrúa fram að sveitarstjórnarfundi 7. janúar 2013. Ein skrifleg athugasemd barst, með tölvupósti frá Valdimari Jóhanssyni dags. 6. janúar 2013 þar sem athugasemdir frá 15. september 2013 eru ítrekaðar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Björgvin Skafti Bjarnason, Jón Vilmundarson, Oddur Guðni Bjarnason og Einar Bjarnason samþykktu tillöguna. Gunnar Örn Marteinsson greiddi atkvæði gegn tillögunni og vísaði hann til þeirra bókana sem hann hefur áður lagt fram vegna málsins.

 

4. Tillaga Umhverfis- og auðlindanefndar um friðun Þjórsárver.

Umhverfisstofnun sendi bréf til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps 27 desember 2013 varðandi breytingu á friðlýsingarmörkum Þjórsárvera. Samsvarandi bréf var einnig sent til Sveitarstjórnar Ásahrepps.

Björgvin Skafti Bjarnason lagði fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur að ekki sé hægt að fjalla um breytingar á friðlandsmörkum Þjórsárvera. Sbr. tillögu umhverfisráðherra frá 27. des 2013, fyrr en fram hafa komið tillögur Verkefnisstjórnar um vernd- og orkunýtingarmörk þess svæðis sem fer í verndarflokk. Sbr. Lög nr. 48/2011.
Ekki eru gerðar athugasemdir við friðlýsingarskilmálana frá 21. júní 2013 að því gefnu að tryggt veðri fjármagn til að fylgja þeim eftir sbr. Viðauka þar um.

Gunnar Örn Marteinssonar tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Það má segja að öll umræða undanfarinna ára um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hafi snúist um svokallaða Norðlingaölduveitu frekar en almenn verndarsjónarmið, það er vægast sagt skondið að sjá og heyra starfsfólk Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis sem fyrir nokkrum mánuðum lagði áherslu á að friðlandsmörkin lægju þannig að útilokað væri að fara í veituframkvæmdir á svæðinu, skuli nú mæla með því að mörkin verði færð þannig að möguleiki sé á að fara í þá framkvæmd í framtíðinni án þess að breyta friðlandsskilmálum. Í rammaáætlun um verndun og nýtingu orkukosta er Norðlingaölduveita sett í verndarflokk að því að talið var, nú hefur hinsvegar tekist að túlka þá ákvörðun á þann veg að vafi sé á að svo sé. Sé það stefna stjórnvalda að heimila Norðlingaölduveitu tel ég nauðsynlegt  áður en friðlandsmörk verða ákveðin með þeim hætti sem hér er lagt til, verði að lögum um rammaáætlun, breytt þannig að ljóst sé að stefnt sé að því að fara í veituframkvæmdir á svæðinu, áður en slík ákvörðun er tekin þarf að gera umhverfismat fyrir framkvæmdina og jafnframt þarf að liggja fyrir hvaða áhrif framkvæmdin hefði á rennsli Þjórsár neðan fyrirhugaðrar veituframkvæmdar. Með þessari tillögu að breyttum friðlandsmörkum er í raun verið að leita samþykkis sveitarstjórna fyrir veituframkvæmdum á svæðinu, til þess að geta tekið afstöðu til þess verða að liggja fyrir upplýsingar um framkvæmdina og áhrif hennar.  Gunnar Örn Marteinsson.

Tillaga: Þar til þessi mál eru komin á hreint  leggur sveitarstjórn til að frestað verði  að stækka friðlandið, meginhluti Þjórsárvera er nú þegar friðland og ekki eru nein svæði í hættu þó svo að stækkun svæðisins frestist eitthvað.
Tillaga samþykkt með öllum atkvæðum sveitarstjórnar.

5. Bændur græða landið. Beiðni um styrk. Landgræðsla ríkisins sendi beiðni til sveitarstjórnar um styrk að fjárhæð 48.000 kr eða 6.000 kr á hvern þátttakanda í verkefninu í sveitarfélaginu. Beiðnin samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Gunnar Örn Marteinsson, Oddur Bjarnason, Einar Bjarnason og Jón Vilmundarson samþykktu en Björgvin Skafti Bjarnason greiddi atkvæði gegn beiðninni.

6. Snorraverkefnið. Beiðni um styrk. Beiðni hafnað.

7. Matarsmiðjan. Framlenging samnings til eins árs samþykkt.

8. Samstarf við Hrunamenn vegna íþrótta. Drög að samningi. Samningur lagður fram. Afgreiðslu frestað.

9. Samningur við Landbótafélagið. Samningur staðfestur.

10. Samningur um skóla- og velferðarþjónustu ásamt erindisbréfum. Samingur   og erindisbréf staðfest. Fundargerð NOS lögð fram og kynnt.

11. Veiðiréttur í Fossá. Samningur við Hreggnasa um veiði í Fossá og Rauðá er úr gildi fallinn vegna vanefnda. Samþykkt samhljóða að bjóða að nýju út veiði í Fossá og Rauðá. Sveitarstjóra falið að annast útboðið.

12. Gjaldskrá Fráveitu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

13.  Fundargerð Velferðarnefndar Árnesþings. Fundargerð lögð fram og kynnt.

14. Samningur um snjómokstur. Samningur við Strá ehf og Georg Kjartansson um snjómokstur til 15 apríl 2014 lagður fyrir. Samningur staðfestur.

15. Ábyrgð sveitarfélagsins vegna lántöku Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjóri sagði lauslega frá fjármálum Fjarskiptafélagsins. Sveitarstjórn samþykkir ábyrgð sveitarfélagsins 35.000.000 kr skuldabréfi til 25 ára. Heildarskuldir Fjarskiptafélagsins nema nú 40.000.000 kr. og eru í formi yfirdráttarláns.

Áðurnefnt skuldabréf kemur til lækkunar yfirdráttarlánsins. Eftir standa 5.000.000 kr af þegar veittu yfirdráttarláni. Sveitarstjóri sagði að til þess gæti komið að hækka þyrfti tímabundið yfirdráttarlán um 4.000.000 kr. Heildarskuldir félagsins yrðu því allt að 44.000.000 kr.
Sveitarstjórn samþykkir ábyrgð sveitarfélagsins á allt að 9.000.000 kr  yfirdráttarláni til 01. apríl 2014.

16. Fundargerð Atvinnu-samgöngu og fjarskiptanefndar 02.01.2014. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

Mál til kynningar:

 

A. Ályktanir á þingi Kennarasambands Suðurlands.
B. 232. Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.
C. 475. Fundur stjórnar SASS.
D. Hinn árlegi suðurlandsskjálfti.
E. 159. Fundur Skólaskrifstofu Suðurlands.
F. 811. Fundur Sambands Ísl.svf.
G. Þingskjöl 386 og 387 breyting hámarksútsvars.
H. Viðbótarframlag Tónlistarskóla Árn.
I. Stjórnsýsluskoðun KPMG
J. Reykholt Hugmyndavinna
K. Fundargerð. Háskólafélag Suðurlands.
L. Umsögn Samb.Ísl.svf. um frumvarp um meðhöndlun úrgangs.
M. Verkefnayfirlit sveitarstjóra.

Fundi slitið kl  16:40.

Næsti fundur ákveðinn 04. febrúar  næstkomandi.