Sveitarstjórn

54. fundur 04. febrúar 2014 kl. 13:00

54. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  4 febrúar  2014  kl. 13:00.

Mætt til fundar : Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Einar Bjarnason er mætti í forföllum Hörpu Dísar Harðardóttur. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera. Sveitarstjóri óskaði eftir að einu máli yrði bætt á dagskrá. Mál nr. 19. Heilsuvernd starfsmanna sveitarfélagsins. Það var samþykkt. Jón Einar Valdimarsson mætti til fundar og óskaði eftir að hljóðupptaka á hluta fundarins færi fram, Var það samþykkt.

 1. Tillaga Valdimars Jóhannssonar um staðsetningu minkabús að Ásum. Oddviti greindi frá að málið væri til kynningar og umræðu. Gunnar Marteinsson lagði til að tillagan yrði send ábúendum Ása til umsagnar. Var það samþykkt samhljóða.

 2. Fundargerð 67. Fundar Skipulags og bygginganefndar.

  Mál nr 15. Deiliskipulagsbreyting Kílhraun Áshildarvegur lóð nr.43. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna og samþykkir nýja 8.400 fm lóð við Áshildarveg nr. 43 og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna lóðina samkv. 44. Gr skipulagslaga 123/2010.

 3. Samningur um leigu á Fossá og Rauðá. Á fundi 53 var ákveðið að auglýsa árnar út að nýju. Sveitarstjóri lagði til að hætt yrði við að auglýsa árnar að nýju í ljósi þess að leigutakar árinnar hafa gert að fullu skil á gjaldfallinni leigu. Jafnframt er lagt til að áðurgerður samningur muni taka gildi á ný. Samþykkt samhljóða.

 4. Beiðni frá Ábótanum ehf um viðræður vegna úrskurðar ESA um Ljósleiðaralagningu. Samþykkt var samhljóða að hafna beiðninni.

 5. Samningar við Orna ehf sem leigutaka veitingaaðstöðu íÁrnesi og tjaldsvæðis. Samningar staðfestir. Gunnar Marteinsson sat hjá við afgreiðslu samningsins.

 6. Tekjuviðmið varðandi afslátt á fasteignagjöldum. Tekjuviðmið hækkuð um 5 % frá árinu. 2013. Samþykkt samhljóða.

 7. Kosning í Landnámsdagsnefnd. Samþykkt að tilnefna Eyþór Brynjólfsson Hamragerði, Valgerði Auðunsdóttur Húsatóftum, Hildi Lilju Guðmundsdóttur Bugðugerði, Þóru Þórarinsdóttur Haga og Birnu Þorsteinsdóttur Reykjum í nefndina.

 8. Kosning í 17. Júnínefnd. Samþykkt að tilnefna. Eyþór Brynjólfsson Hamragerði 2 í nefndina.

 9. Erindi frá ASÍ er varðar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða að draga til baka áður samþykktar gjaldskrárhækkanir varðandi mötuneyti og dagvistargjöld grunnskóla. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 10. Erindi frá Atvinnuvegaráðuneyti er varðar gjaldskrár hitaveitna. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 11. Nýsköpunarkeppni grunnskólanema. Samþykkt að styrkja verkefnið um 50.000 kr.

 12. Beiðni um þátttöku í leikskólakostnaði barna íbúa með aðsetur utan sveitarfélagsins. Beiðni samþykkt samhljóða.

 13. Framlenging samning um Matarsmiðju. Samningur staðfestur.

 14. Fundargerð NOS frá 21.01.2014. Fundargerð staðfest.

 15. Boð frá Skipulagsstofnun um þátttöku í mótun landsskipulagsstefnu. Samþykkt samhljóða að tilnefna Björgvin Skafta Bjarnason og Gunnar Marteinsson fyrir hönd sveitarfélagsins í samráðsvettvang vegna mótunar landsskipulagsstefnu

 16. Erindi frá Kvenfélagi Skeiðahrepps varðandi öldrunarmál. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur Kvenfélags Skeiðahrepps af biðlistum eftir öldrunarrými sem farið af mjög vaxandi á undanförnum misserum og telur sveitarstjórn brýnt að tekið verði á rekstrarvanda öldrunarstofnana í landinu.

 17. Gunnur Magnúsdóttir og fleiri. Beiðni um styrk. Beiðni hafnað samhljóða.

 18. Málefni Skaftholts. Beiðni um kostnaðarþátttöku. Lagt fram og kynnt.

 19. Heilsuefling starfsmanna Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjórnsamþykkir að leggja heilsueflingu starfsmanna sveitarfélagsins lið með því að kosta heilsufarsmælingar.

 20. Önnur mál. Oddur Bjarnason kvaddi sér hljóðs og ræddi um kosti varðandi fyrirkomulag sveitarstjórnakosninga í sveitarfélaginu á komandi vori. Nokkrar umræður urðu í framhaldinu.

  Gunnar Marteinsson sagði frá hugmyndum.Búnaðarfélags Gnúpverja varðandi byggingu iðnaðarhúsnæðis. Fulltrúar Búnaðarfélagsins hafa lýst áhuga á að selja sveitarfélaginu hluta þess húsnæðis ca 80 m2 ef til byggingarinnar kemur. Til greina gæti komið að slíkt húsnæði yrði nýtt sem áhaldahús. Umræður um málið hlutu talsverðar undirtektir meðal fundarmanna.

  Jón Vilmundarson greindi lauslega frá ytra mati Þjórsárskóla. Ytra mat hefur verið framkvæmt af sérfræðingum Námsmatsstofnunar.

                           

         Mál til kynningar:

 

        A. Þingskjal 457. Varðar breytingu á lögum um útlendinga.

        B. Þingskjal 303 Varðar Hofsjökulsþjóðgarð.

        C. Þingskjal 255 Flutn. Stjórnsýslu hreindýramála

        D. Foreldrafærni

        E. Sýnataka á Neysluvatni Matís.

        F. Stjórnarfundur Samtaka orkusveitarfélaga.

        G. Barnalífeyrir vegna náms Tryggingastofnun.

        H. Markaðsstofa Suðurlands. Framvinduskýrsla.

        I.  Almannavarnarnefnd fundargerð 6. Des 2013.

       J.  Kynning áhættumati Almannaverndar.

       K.  Auglýsing um skipulagsmál.

        L. Verkefnayfirlit sveitarstjóra.

       M. 32. Fundur samstarfsnefndar FG og SN.

       N. 61. Fundur SNS og FT.

       Fundi slitið kl  16:20.

      Næsti fundur ákveðinn 11. mars  næstkomandi.