Sveitarstjórn

55. fundur 11. mars 2014 kl. 13:00

55. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  11. mars  2014  kl. 13:00.

Mætt til fundar : Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Einar Bjarnason er mætti í forföllum Hörpu Dísar Harðardóttur. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera. Sveitarstjóri óskaði eftir að eitt mál yrði fært til á dagskrá og gert að sérlið. Mál nr. 13. Fyrirspurn vegna Réttarholts 1 lnr. 166587. Var það samþykkt samhljóða.

Gögn vegna málsins höfðu áður verið lögð fram undir lið nr. 2.

 1. Erindi frá Báru Guðjónsdóttur.

  Bára Guðjónsdóttir  óskar eftir að stofna lögbýlið Álfaskeið. Um er að ræða spildu úr landi Álfsstaða/Engjateigs. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lögbýlisins með fyrirvara um breytingu á skipulagi

 2. Fundargerð 66. Fundar Skipulagsnefndar. Mál 1, 14 og 15 þarfnast staðfestingar. Mál 5. lagt fram til kynningar.

  Mál nr. 1. Fyrirspurn 1 Réttarholt –tjaldsvæði.

  Ekki er gerð athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem felst í að 2 ha spilda úr landi Réttarholts breytist úr landbúnaðarsvæði í opið svæði til sérstakra nota skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Mal nr 14.  Askb  Skeiða- og Gnúp- Stækkun Búrfellsvirkjunar.

  Ekki er gerð athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og tekið undir að athugasemdir stofnunarinnar verði teknar til skoðunar við áframhald vinnu við gerð aðalskipulagsbreytinga og að ekki sé þörf á að vinna að rammahluta aðalskipulags fyrir allt iðnaðarsvæðið. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að aðalskipulagsbreytingu

  Mál nr 15. Dskbr Álfsstaðir- Engjateigur

  Ekki er gerð athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og afgreiðslu málsins verði frestað þar til nákvæmari gögn liggja fyrir um fyrirhugaðar breytingar á skipulagi svæðisins. Stofnun lögbýlis samþykkt með fyrirvara um breytingu á skipulagi svæðisins.

 3. Umsögn um leyfi til veitingareksturs. Sigfús Brynjar Sigfússon Vestra- Geldingaholti. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umbeðið leyfi.

 4. Ferðakostnaður vistmanna í Skaftholti. Beiðni um þátttöku. Beiðni barst frá Velferðarnefnd Árnesinga um greiðslur sveitarfélags til Skaftholts sjálfseignastofnunar vegna liðveislu og aksturs frá og með 01. Febrúar 2014 sem nemi 5 tímum, eða alls 40 tímum á mánuði. Auk þess er óskað eftir að greiddur verði akstur sem nemur 600 km pr mán.kr. 116 kr pr km. Sveitarstjórn samþykkir beiðnina samhljóða. Samtals nemi kostnaðarþátttaka fyrir 11 mánuði ársins kr. 1.586.274 á ári.

 5. Íþróttasamstarf við Hrunamenn.

  Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu: Um nokkurt  skeið hafa drög að samningi um íþróttasamstarf milli Hrunmannahrepps og Skeiða-  og Gnúpverjahrepps verið til skoðunar.

  Sveitarstjórn Skeiða-  og Gnúpverjahrepps samþykkir að  skipa þriggja manna starfshóp er fjalli um fyrirkomulag á samstarfi við  Hrunamannahrepp um íþróttamál. Í starfshópnum sitji Oddviti, einn fulltrúi Ungmennafélags Gnúpverja og einn fulltrúi Ungmennafélags Skeiða. Samþykkt samhljóða.

 6. 32.Fundargerð Skólanefndar leikskólamál. Fundargerð staðfest. Sveitarstjórn óskar eftir að skólanefnd skoði hvort ástæða sé til að breyta fyrirkomulagi og upphæðum á akstursstyrk til foreldra leikskólabarna.

 7. 31.Fundargerð Skólanefndar grunnskólamál .Fundargerð staðfest.

 8. Skólastefna. Fundargerð staðfest.

 9. Ytra-mat Þjórsárskóla. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með vinnubrögð og niðurstöðu ytra mats. Unnin hefur verið umbótaáætlun af stjórnendum Þjórsárskóla í kjölfar niðurstöðu ytra mats. Ytra- mat og umbótaáætlun staðfest.

 10. Ungt fólk og lýðræði. Beiðni um styrk. Beiðni hafnað.

 11. Beiðni um styrk frá uppsveitadeild Loga, Trausta og Smára. Uppsveitadeild er mótaröð sem keppir í hestaíþróttum. Lögð var fram beiðni um styrk að 50.000 kr til kaupa á verðlaunafé á umræddum mótum. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.

 12. Skýrsla rannsóknarnefndar umferðaslysa. Lögð fram og kynnt. Nokkur umræða varð um umferðaröryggi á vegum í sveitarfélaginu. Lögð var áhersla á að fylgt verði eftir umbótum í vegaöryggismálum.

 13. Fyrirspurn vegna Réttarholts 1 lnr. 166587 vegna fyrirhugaðs tjaldsvæðis. Eigandi lands leggur fyrir sveitarstjórn að svara hvort samþykkt verði bráðabirgðaleyfi fyrir tjaldsvæði sumarið 2014, ef ekki takist að ljúka við breytingu á aðal-og deiliskipulagi svæðisins fyrir sumarið. Sveitarstjórn hafnar því.

  Auk þess er spurt af eiganda lands  hvort eitthvað sé til fyrirstöðu að keyra breytingar á deili- og aðalskipulagi samhliða. Sveitarstjórn svarar því játandi.

 14. Önnur mál.Oddur Bjarnason vakti máls á að athugasemdarferli vegna Hvammsvirkjunar íneðri hluta í Þjórsá renni út 19 mars næstkomandi.

                             

Mál til kynningar:

 

 1. Stjórnarfundur Sorpstöðvar

 2. Loftlínur og Jarðstrengir.

 3. Staðgreiðslutekjur 2013.

 4. Stjórnarfundur Tónlistarskóla Árnesinga

 5. Verkefnayfirlit sveitarstjóra.

 6. Uppsetning Kjörskrár og kjördeilda.

 7. Ársreikningur Hestamannafélagsins Smára 2012

 8. Matarsmiðja Pistill

 9. Heilbrigðisnefnd 154. Fundur

 10. Framlenging rammasamnings við Ríkiskaup

 11. Ársyfirlit ferðamálafulltrúa

 12. 477 fundur stjórnar SASS.

 13. Aðalfundur Lánsjóðs sveitarfélaga. Beiðni um framboð í stjórn

 14. Viðhorf til gjaldtöku ferðamannastaða.

 15. 812. Fundar stj Sambands Ísl Sveitarfélaga

 16. 813. Fundur stj Sambands Ísl sveitarfélaga

 17. 814. Fundur stj Sambands Ísl sveitarfélaga.

 18. Vegagerðin beiðni um framkvæmdaleyfi við Ísakot

 19. Umsókn um seiðagildru og fiskiteljarastíflu í Kálfá

 20. UMFÍ auglýsing um landsmót

 21. Frumvarp til laga varðar Reykjavíkurflugvöll

 22. Framlög Jöfnunarsjóðs til SKGN 2013

           Fundi slitið kl  15 :00

           Næsti fundur ákveðinn 01. apríl  næstkomandi.

 
Teg. Skráarheiti   Stærð
r._efnisvinnsla_vi_sakot_vegager_in.pdf Sækja 285.54 KB
s._framkvaemdaleyfi-sei_agildra_og_fiskiteljarastifla.pdf Sækja 100.57 KB
t._umf_augl._umsjon_landsm_2016.pdf Sækja 1.35 MB
u.frumvarp_til_laga_skipulag_a_rvikurflugvelli.pdf Sækja 879.32 KB
v.framlag_jofunarsj_2013.pdf Sækja 1.73 MB
v_jofnuarsjo_ur.pdf Sækja 116.19 KB