Sveitarstjórn

56. fundur 01. apríl 2014 kl. 13:30

 

56. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  01. apríl.  2014  kl. 13:30.

Mætt til fundar : Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Harpa Dís Harðardóttir. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera. Sveitarstjóri óskaði eftir að einu máli yrði bætt við. Erindi frá Búnaðarfélagi Gnúpverja. Var það samþykkt samhljóða.

  1. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2013. Fyrri umræða.

    Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir helstu staðreyndir ársreikningsins.

    Heildartekjur A hluta 478,4  mkr. Áætlun gerði ráð fyrir 435,9  mkr.Þar af voru útsvör og fasteignaskattur 357,5 mkr. kr Rekstrargjöld utan fjármagnsliða eru 447,0 mkr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 31,4 mkr.

    Rekstarniðurstaða eftir fjármagnsliði eru  34,0 mkr.

    Heildartekjur A og B hluta 492,6 mkr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 42,5 mkr. Fyrir fjármagnsliði. Eftir fjármagnsliði 36,2 mkr.

    Handbært fé í árslok 23,3 mkr.

          Samkvæmt efnahagsreikningi nemur bókfært virði fastafjármuna A og B hluta 505,5  mkr og virði veltufjármuna 89,1 mkr 

          heildar eignir samtals 658,4  mkr. Heildarskuldir 116,6 mkr.

          Af helstu lykiltölum má nefna að skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjur) er  17% og hefur það hækkað úr  14 %. Frá 2012 Veltufjárhlutfall 1,70  

         Og hefur það hækkað úr 1,66 rá árinu 2012. Eiginfjárhlutfall í lok árs 2013 er  87 % á móti 90 % árið 2012. Útsvarstekjur í hlutfalli við rekstrartekjur er 41,2 % og það             hlutfall  hækkað úr 37,6  % árið

          2012. Skatttekjur á íbúa eru 754 þkr. á móti 708  þkr. árið áður.

         Ársreikningi vísað til síðari umræðu

      2.   Hótel Hekla beiðni um markaðsstyrk. Umsókn samþykkt. Umsókn samræmist fyrri samþykkt um markaðsstyrk. Sveitarstjóra falið að ganga frá afgreiðslu

      3. Tjaldsvæði í Þjórsárdal. Erindi frá Jóhannesi H Sigurðssyni rekstraraðila svæðisins. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við rekstraraðila og Skógrækt ríkisins                       um framtíðarfyrirkomulag svæðisins

     4.  Fundargerð 69. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 12, 20, og 22 þarfnast staðfestingar. Mál nr.6. lagt fram til kynningar.

          Mál nr. 12. Gunnbjarnarholt - Fjós

          Ekki er gerð athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og tekur sveitarstjórn undir að framkvæma þurfi deiliskipulag af svæðinu.

         Mal nr 20.  Askb  Álfsstaðir - Engjateigur

         Ekki er gerð athugsend við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir sveitarstjórn breytingu Aðalskipulags samkv 2. Mgr. 36. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

         Mál nr  22. Dskbr. Álfsstaðir- Engjateigur.

         Sveitarstjórn samþykkir breytinguna samkv. 1. Mgr. 41. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010

 

5. Fundargerð 70. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr.3,6,7,19 og 28 þarfnast staðfestingar. Mál nr.13 lagt fram til kynningar.

Mál nr. 3. Klettar – Turninn

Ekki er gerð athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkt breytt notkun mannvirki með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga.

Mál nr. 6. Framkvæmdaleyfi Búðanáma.

Ekki er gerð athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar og útgáfa framkvæmdaleyfis samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar Íslands.

Mál nr. 7. Framkvæmdaleyfi. Kálfá- stækkun á stíflu.

Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis í samræmi við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um samþykki eigenda.

Mál nr. 19. Stöng í Þjórsárdal.

Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd og mælir með að lagt verði fram deiliskipulag fyrir svæðið áður en fjallað verður um beiðni um byggingaleyfi.

Mál nr. 28. Deiliskipulag Gunnbjarnarholt. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkv. 1. mgr. 41. gr  skipulagslaga nr. 123/2010. Telur sveitarstjórn ekki þörf á málsmeðferð skv. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.

 

6. Fyrirspurn frá Valdimar Jóhannssyni Stóra-Núpi.Valdimar lagði fram fyrirspurn varðandi byggingu minkaskála að Mön árið 2011.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi bókanir sem tillögur að svari við fyrirspurn Valdimars.

    Björgvin Skafti lagði fram svohljóðandi bókun.

Fyrirspyrjandi óskar eftir að sveitarstjórn ,,geri grein fyrir því hvernig stóð á því að ekki var farið að fyrirmælum Skipulagsstofnunar varðandi deiluskipulag á við komandi framkvæmd?“ Rétt er að benda fyrirspyrjanda á að samkvæmt Skipulagslögum no. 123/2010 4. Grein sem er um hlutverk Skipulagsstofnunar, er ljóst að það er ekki hlutverk téðrar stofnunar að gefa sveitarfélögum fyrirmæli.Það er hlutverk sveitarfélaga að annast gerð svæðis – aðal og deiliskipulagsáætlana sbr 3. Gr Skipulagslaga.Skv. 43. Gr Skipulagslaga getur sveitarstjórn vikið frá ákvæðum um grenndarkynningu sem og um auglýsingu breytinga eins og gera þarf  ef um nýtt deiliskipulag væri að ræða.Það er semsagt ljóst að samkvæmt lögum getur sveitarstjórn samþykkt breytingu deiliskipulags án grenndarkynninga og nýrrar auglýsingar um deiliskipulag.Því er fullyrðingin um að sveitarstjórn hafi ekki farið að lögum ekki rétt.Eins og fyrirspyrjandi bendir á þá er þetta umrædda hús stórt, rúmir 3.660 fm,(sem fyrirspyrjandi segir um 3.500 fm.)

Fyrir á sama svæði eru hús að grunnfleti 2,647 fm eða 70% af stærð skálans sem fyrirspurn beinist að. Það eru 1,3 kílómetrar í hús fyrirspyrjanda sem dæmi og því alveg ljóst að ekki er um skuggavarp né innsýn að ræða eins segir í 43. Gr.  Skipulagslaga 3. Grein um ástæður fyrir að sveitarstjórn víki frá auglýsingaferli vegna skipulagsbreytinga. Ekki var heldur talið að um skert útsýni væri að ræða eða skerta landnotkun. Auglýsingaferill deiliskipulags er til þess ætlaður að þeir sem telja sig eiga hagsmuni að verja fái tækifæri til þess, áður enn byggt er. Ef sveitarstjórn telur að ekki sé verið að brjóta á hagsmunum einhvers með því að víkja frá auglýsingaferli getur hún gert það. Slíkt er alltaf matsatriði.

Umrædd bygging var byggð árið 2011. Tæpum þremur árum seinna tekur fyrirspyrjandi eftir því að byggingin er risin. Það bendir til þess að mat sveitarstjórnar hafi verið rétt að víkja frá ákvæðum um auglýsingar því byggingin skerði ekki landnotkun, útsýni, né hafi áhrif á skuggavarp og innsýn. 

Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna málsins.. Sú ákvörðun sveitarstjórnar að fallast á að ekki þyrfti að gera sérstak deiliskipulag þegar minkabúið í Mön var stækkað byggði á þeim rökum að um væri að ræða viðbót við þá starfsemi sem þegar var til staðar og að hún væri ekki íþyngjandi fyrir aðra umfram það sem orðið var með þeim rekstri sem fyrir var í Mön. Undirritaður var á þeim tíma sem þetta var samþykkt oddviti sveitarfélagsins og van sem slíkur að málinu og fór yfir það með skipulagsfulltrúa að löglega væri að málum staðið þrátt fyrir ábendingar Skipulagsstofnunar. Þó ég telji að löglega hafi að málum verið staðið í þessu tilfelli kennir reynslan manni að rétt sé að fara lengri leiðina í svona málum enda er í rauninni alltaf verið auka kröfur til framkvæmdaraðilla í þessum efnum.

 

7.       Opið bréf frá Valdimar Jóhannssyni Stóra Núpi. Varðar rekstur mötuneytis sveitarfélagsins.Valdimar bendir í bréfi sínu á að hann sé ósáttur við að sveitarfélagið selji mat til almennings. Hann óskar eftir að sveitarstjórn færi efnisleg rök fyrir þeirri viðbótarstarfsemi. Oddvita falið að svara bréfinu.

 

8.      Erindi frá Ólafi og Valdimar Stóra-Núpi. Varðar aksturskostnað í leikskóla. Í erindinu felst áskorun á sveitarstjórn um að hefja greiðslur þeirra íbúa í Gnúpverjahreppi  vegna barna sem sækja leikskóla í sveitarfélaginu. Þar sem stuðningur vegna akstur til foreldra leikskólabarna eru til skoðunar hjá skólanefnd er samþykkt samhljóða að vísa máli þessu til skólanefndar.

 

9. Veiðifélagið Hreggnasi. Samningur um Fossá/Rauðá.

Kynnt var bréf til Veiðifélagsins Hreggnasa ehf frá lögmanni sveitarfélagsins og Skógræktar ríkisins. Þar kemur fram að öllum viðræðum um mögulega endurnýjun samnings er slitið. Samþykkt samhljóða.

 

10. Útboð Fossár/Rauðár. Árnesi 01. apríl 2014.

Í ljósi þess að samningur um leigu á veiðirétti í Fossá og Rauðá í Þjórsárdal er úr gildi fallinn samþykkir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir sitt leyti að veiðiréttur ánna verði boðinn út að nýju til ársins 2017. Samþykkt að fela sveitarstjóra að annast útboðið fyrir hönd sveitarfélagsins. Með fyrirvara um samþykki Þjóðlendunefndar.

 

11. Erindi frá Ungmennafélagi Gnúpverja. Ungmennafélagið óskar eftir samstarfi um uppbyggingar á körfuboltavelli við Þjórsárskóla, niðursetningu geymslugáms við   íþróttavöll fyrir íþróttaáhöld og plöntun trjáa. Samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Ungmennafélagsins og kanna kostnað við umræddar hugmyndir um samstarf og kynna nánar á næsta sveitarstjórnarfundi.

 

12.Fundargerðir Skóla- og Velferðarnefndar Árnesþings. Fundargerðir staðfestar. Sveitarstjórn óskar hinni nýju nefnd velfarnaðar í störum sínum.

 

13. Eyðibýli í Árnessýslu. Beiðni um styrk að fjárhæð 100.000. Beiðni hafnað.

 

14. Beiðni Landsvirkjunar um samþykki fyrir rannsóknum nýtingu lands til innan þjóðlendu undir Vindlundi. Sveitarstjóra falið að skrifa undir samninginn.

 

15. Ályktun um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Sveitarstjórn tekur undir ályktun stjórnar SASS varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum, þar sem stjórnvöld eru hvött til   vanda mjög undirbúning að gjaldtöku á ferðamannastöðum.

 

16. Kynning frá Hveragerðisbæ um íbúakönnum. Samþykkt að standa fyrir sambærilegri íbúakönnun um sameiningu sveitarfélaga samfara sveitarstjórnarkosningum í maí næstkomandi.

 

17. Fundargerð 11. fundar Æskulýðsnefndar. Lögð fram og staðfest.

 

18. Fundargerð 27. fundar Skólanefndar Flúðaskóla. Lögð fram og staðfest.

 

19. Sundsamband Íslands beiðni um styrk. Lagt fram og kynnt.

 

20. Erindi frá Búnaðarfélagi Gnúpverja.Búnaðarfélagið hyggst byggja Iðnaðarhús í iðnaðarhverfi við Árnes. Félagið bíður sveitarfélaginu til kaups 80 fermetra rými í fyrirhugaðri byggingu. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að skoða erindið.

               

Mál til kynningar:

  1. Skýrsla um fjölmiðlaumfjöllun

  2. Fundargerð HES. 155.

  3. Reglur um félagslega liðveislu.

  4. Staða helstu málaflokka Skóla og Velf. Þjónustu Árnþ

  5. Greinargerð GGO Skóla – og Velf. Þj Árnþ.

  6. Niðurstöður húsnæðiskönnunar á Suðurlandi. Frá SASS.

  7. Fundargerð 814 Stjórnar Sambands Ísl svf

  8. Könnun á ábyrgð og réttindum í skólastarfi.

  9. Deiliskipulag Hjólhýsasvæðis í Þjórsárda

Fundi slitið kl  17:00

Næsti fundur ákveðinn 07. maí  næstkomandi.