Sveitarstjórn

57. fundur 06. maí 2014 kl. 13:00

57. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  06. maí.  2014  kl. 13:00.

Mæt til fundar: Jón Vilmundarson,  Oddur Guðni Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Harpa Dís Harðardóttir. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Björgvin Skafti oddviti setti fund. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera. Oddviti óskaði eftir að þremur málum yrði bætt við dagskrá. Erindi frá Ungmennafélagi Gnúpverja, Vegagerð-inni, auk erindis um fyrirhugaða skoðanakönnun um sameiningar sveitarfélaga. Var samþykkt samhljóða að bæta ofangreindum málum á dagskrá.

Dagskrá:

 1. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2013. Lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningur samþykktur samhljóða

 2. Leyfi til gistiþjónustu í Fossnesi, endurnýjun. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti umbeðið leyfi.

 3. Tilboð í leigu veiðiréttar Fossár og Rauðár 2014-2017. Sveitarstjóri kynnti niðurstöður útboðs veiðiréttar í Fossá og Rauðá í Þjórsárdal. Sveitarstjóra falið að ganga til viðræðna við Laugardalsá ehf veiðiréttinn.

 4. Erindi frá eigendum dvalarheimilisins á Blesastöðum. Eigendur Dvalarheimilisins bjóða sveitarfélaginu heimilið til leigu eða til kaups. Sveitarstjóra falið að afla gagna um málið.

 5. Samorka boð um aðild. Beiðni hafnað.

 6. Fundargerð 71. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 7,12, 27,28 og29 þarfnast staðfestingar. Mál nr. 5 er til kynningar.

  Mál nr 7. Húsatóftir makaskipti

  Sveitarstjórn samþykkir stofnun 3 ha spildu. Í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Með vísan í 48 gr. Skipulagslaga  nr. 123/2010. Ekki er gerð  athugsemd við landskipti samkv. 13 gr jarðarlaga.

  Mál nr. 12. Brjánsstaðir 16645R

  Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og heimilar fyrir sitt leyfi  útgáfu byggingarleyfis skv 44.gr skipulagslaga. Sveitarstjórn telur ekki þörf á grenndarkynningu.

  Mál nr. 27. Aðalskipulagsbreyting. Álfsstaðir – Engjateigur

  Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lýsingu aðalskipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 3 mg. 40 gr.  skipulagslaga auk þess er skipulagsfulltrúa falið að kynna aðalskipulagsbreytinguna. Skv. 4. Mgr. 40 gr. laganna.

  Mál nr. 28. Aðalskipulagsbreyting. Stækkun Búrfellsvirkjunar.

  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi breytingu og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna breytinguna skv. 2 mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Umhverfisstofnunar.

  Mál nr. 29. Deiliskipulagsbreyting. Skriðufell – hjólhýsabyggð.

  Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi og samþykkir að auglýsa þær samkv. 1.  Mgr. 41. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 7. Staðfesting tilboðs í endurnýjun þaks á Þjórsárskóla. Sveitarstjóri kynnti niðurstöðu útboðs á verkinu. Þrír verktakar buðu í verkið. Lægsta tilboð kom frá Þrándarholti sf. 7.993 þkr. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 12.500 þkr. Sveitarstjórn samþykkir lægsta tilboð og felur sveitarstjóra að ganga frá og undirrita verksamning fyrir hönd sveitarfélagsins.

 8. Umsjón gámasvæða. Sveitarstjóri greindi frá kostnaði við vöktun gámasvæða í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða að leita tilboða í vöktun gámasvæðanna.

 9. Erindi frá Búnaðarfélagi Gnúpverja varðar byggingu iðnaðarhúsnæðis.Búnaðarfélag Gnúpverja hyggst byggja 480 m2 iðnaðarhúsnæði og bíður það sveitarfélaginu 80 m2 af því til kaups á 13.500 þkr. Sveitarstjórn tekur jákvætt í að skoða erindið og felur sveitarstjóra að ræða við stjórn Búnaðarfélagsins um frekari viðræður kaup á húsnæðinu.

 10. Fundargerð Skólanefndar. Grunnskólamál. 33. Fundur.Fundargerð staðfest.

 11. Fundargerð Skólanefndar Leikskólamál 34. Fundur. Fundargerð staðfest.

 12. Leigusamningar um lóðir á Flötum nr 9 og 22. Leigusamningar staðfestir samhljóða

 13. Orna ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um veitingarekstur félagsins í félagsheimilinu í Árnesi Sveitarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti starfsleyfið.

 14. Umboð sveitarstjóra til breytinga á kjörskrá. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna sveitarstjórnarkosninga 31 maí 2014

 15. Kirkjukórar Uppsveita. Beiðni um styrk 100.000 kr vegna ferðar kórfélaga til Kanada. Sveitarstjórn samþykkir styrkbeiðnina samhljóða.

 16. Fundargerð Skólanefndar Flúðaskóla. Fundargerð staðfest.

 17. Fundargerð Atvinnu-samgöngu- og fjarskiptanefndar. Fundargerð staðfest.

 18. Svæðalýsingar vegna fuglaskoðunarsvæða. Lagt fram og kynnt.

 19. Viðbrögð Vegagerðar vegna Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Sveitarstjórn fagnar fyrirhugðum úrbótum Vegagerðarinnar í öryggismálum við vegamót á Húsatóftaholti/Brautarholti á Skeiðavegi.. Ennfremur bendir sveitarstjórn á að æskilegt sé fækka tengingum við Skeiðaveg á Húsatóftaholti/Brautarholti til dæmis með hringtorgi.

 20. Afréttarmálanefnd. Beiðni um umsögn um fyrirhugaðar framkvæmdir í Tjarnarveri. Afréttarmálafélagið lagði fram áform um endurbætur á gangnamannaskála í Tjarnarveri. Sveitarstjórn tekur jákvætt í fyrirhugaðar framkvæmdir.

 21. Rammaskipulag fyrir Þjórsárdal. Lagt fram til samþykktar. Sveitarstjórn ákvað að fresta afgreiðslu á Rammasamkomulaginu. Samþykkt að óska eftir að starfsmenn Steinsholt ehf mæti á næsta sveitarstjórnarfund og kynni Rammasamkomulagið.

 22. Erindi frá Ungmennafélagi Gnúpverja varðar uppbyggingu íþróttamannvirkja. Félagið lagði fram áætlun um kostnað við byggingu körfuboltavallar og geymslu fyrir íþróttaáhöld við Þjórsárskóla í framhaldi af erindi nr 11 á fundi nr 56. Kostnaðaráætlun hljóðar uppá 2.090.þkr. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og leggur til að kostnaður verði tekinn af eigin fé ef til kemur. Sveitarstjóra falið að ræða við stjórn Ungmennafélagsins og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar ef til hennar kemur.

 23. Erindi frá Vegagerðinni. Varðar leyfi til efnistöku við Ísakot. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Að því gefnu að námaleyfi sé til staðar.

 24. Skoðanakönnun um sameiningarkosti sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosningum 31 maí nk. Oddviti sagði frá umræðum með forystumönnum Hrunamannahrepps og Flóahrepps um val á spurningum í fyrirhugaðri skoðanakönnun um sameiningar sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða að eftirfarandi spurningar verði lagðar fram í könnuninni.

 25. Vilt þú að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sameinist öðru sveitarfélagi eða sveitarfélögum.Jáeða nei.

  Ef já, hvaða sameiningarkost telur þú vænlegastan ? 1.Sameining Uppsveita Árnessýslu. ( Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur) 2.Sameining Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps í eitt sveitarfélag. 3.Sameining Árnesþings. ( Uppsveitir Árnessýslu, Flóahreppur, Hveragerði og Ölfus) 4.Sameining allra sveitarfélaga í Árnessýslu. 5.Sameining allra sveitarfélaga á Suðurlandi. (Sveitarfélög í Árnes, Rangárvalla, Vestur og Austur –Skaftafellssýslur og Vestmannaeyjar)

 26. Önnur mál. Styrkir til framboða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja hvert sveitarstjórnarframboð í sveitarfélaginu um 60.000 kr.

                      

    Mál til kynningar:

 1. Frumvarp til eflingar tónlistarnáms

 2. Frumvarp til mótunar stefnu gegn vímuefnum.

 3. Fundargerð vorfundar málefna fatlaðra á Suðurlandi

 4. Framlög úr Jöfnunarsjóði 2014

 5. Frumvarp til laga um Ríkisendurskoðun.

 6. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun. 2013-2016.

 7. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum

 8. Tillaga um samgönguáætlun

 9. Fundur Samráðsnefndar SÍS og fél. Iðjuþjálfa

 10. Fundur SNS og FT FIH

 11. Fundur Samstarfsnefndar SNS og FL.

 12. Niðurstöður húsnæðiskönnunar á Suðurlandi

 13. Frumvarp til laga um örnefni

 14. Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

 15. Fundargerð 815 fundar stjórnar Samb. Ísl Svf.

 16. Ályktun frá ráðstefnunni ungt fólk og lýðræði.

 17. Fundargerð Hússtjórnar Þjóðveldisbæjar

 18. Félag orkusveitarfélaga fundargerð og ársreikningur

 19. Friðlýsing íbúðarhúss að Stóra- Núpi.

 20. Umsókn um styrk í styrktarsjóð EBÍ.

 

Fundi slitið kl  16:15

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn 22. maí næstkomandi.