Sveitarstjórn

3. fundur 13. ágúst 2014 kl. 14:00

03. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  13 ágúst.  2014  kl. 14:00.

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson, Halla Sigríður Bjarnadóttir og Meike Witt.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera. Gísli Gíslason landslagsarkitekt og Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi mættu til fundar vegna liða 1 og 2.

Dagskrá:

1.  Rammaskipulag í Þjórsárdal. Gísli Gíslason landslagsarkitekt hefur haft veg og vanda að vinnu við gerð skipulagsins. Hann kynnti verkefnið og fór yfir helstu þætti þess. Vinna við skipulagið hófst 2012. Rammaskipulagið er  hugsað sem ítarleg stefnumörkun og er     eins konar millibil milli deiliskipulags og aðalskipulags. Markmið með verkefninu að stuðla að fleiri tækifærum í útivist og ferðaþjónustu, gera fornar þjóleiðir aðgengilegri, draga úr álagi ferðamanna á öðrum svæðum og stuðla að bættum merkingum. Rammaskipulag í Þjórsárdal þarfnast samþykkis sveitarstjórnar. Samþykkt að það verði tekið til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar 3. September n.k.

 

2.  Ferli við gerð nýs Aðalskipulags. Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Uppsveita greindi frá helstu atriðum er varða vinnu við gerð nýs aðalskipulags. Núverandi aðalskipulag sveitarfélagsins rennur út árið 2016. Pétur sagði að æskilegt væri að endurskoðun aðalskipulags færi ávallt fram í upphafi hvers kjörtímabils. Ferli varðandi endurskoðun aðalskipulags sé best að haga þannig að sveitarfélagið ráði sér til þess sérmenntaðan einstakling er vinni með sveitarstjórn og skipulagsfulltrúa. Sveitarstjórn leggur áherslu á að leitað verði eftir hugmyndum um breytingar og núverandi aðalskipulagsgögn uppfærð.

Samþykkt að fela Pétri að undirbúa með sveitarstjórn endurskoðun aðalskipulags.

3.  Skipulagsmál vegna minkabús að Ásum. Framhald frá 02. fundi. Ákveðið var að fresta ákvörðun um afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar  til 4. Fundar sveitarstjórnar þann 3 september n.k.

4.  Fundargerð 73. fundar Skipulagsnefndar.

Mál nr. 10. LB Stóra-Hof land 203207. Ósk um lagfærða lóðarstærð.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi lóðablað og breytingu á stærð spildunnar með fyrirvara um samþykki landeigenda á hnitsetningu landamerkja.

Mál nr. 13. Framnes 166462. Bygging aðstöðuhúss 15,2 m2

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti byggingarleyfi fyrir húsinu samkv. 3 mgr. 44 gr og gerir ekki kröfu um grenndarkynningu.

Mál nr. 14. Reykjahlíð 166492. Bygging haugþróar við fjós 314 m2

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og heimilar fyrir sitt leyti að byggingafulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við 3 mgr. 44 gr. Skipulagslaga og gerir sveitarstjórn ekki kröfu um grenndarkynningu

5.  Fundargerð 74. fundar Skipulagsnefndar.

Mál nr. 8. Engjateigur 2 (Álftröð). Beiðni um breytingu nafns landspildu.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar né afgreiðslu Örnefnanefndar og samþykkir fyrir sitt leyti að nafn spildunnar verði Álftröð.

Mál nr. 26. Aðalskipulagsbreyting. Búrfellslundur, vindmyllur.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu aðalskipulagsbreytingarinnar.

Mál nr. 27. Aðalskipulagsbreyting. Stækkun Búrfellsvirkjunar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. Mgr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 28. Deiliskipulag Búrfellsvirkjun – stækkun.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði deiliskipulag í samræmi við breytingu aðalskipulags.

Mál nr. 29. Deiliskipulagsbreyting. Skriðufell – hjólhýsabyggð.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga.

6.  Landsvirkjun beiðni um að hefja vinnu við Skipulag Búrfell 2.

Vísað er til bréfs frá Landsvirkjun dags. 02.07.2014 undirritað af Björk Guðmundsdóttur ásamt tilheyrandi korti þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn samþykki gerð deiliskipulags vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við gerð fyrirhugaðs deiliskipulags og samþykkir það samhljóða fyrir sitt leyti.

7.  Erindi frá Landsvirkjun varðar br. Aðalskipulags  vegna Vindlunda á Hafinu.

Vísað er til bréfs frá Landsvirkjun dags. 14.07.2014 undirritað af Björk Guðmundsdóttur þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn samþykki breytingu á aðalskipulagi vegna vindmylla í Búrfellslundi. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á  áðurnefndri breytingu aðalskipulags.

8.  Beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn vegna Vindlunda á Hafinu.

Vísað er til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 10. júlí sl.undirritað af Sigurði Ásbjörnssyni. Þar er óskað  umsagnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um ofangreinda tillögu að matsáætlun.
Að mati sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gerð nægjanleg grein fyrir framkvæmdinni í tillögu að matsáætluninni. Sveitarstjórn Skeiða- og  Gnúpverjahrepps  gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til né þá valkosti sem leggja á mat á.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps  gerir því ekki athugasemdir við áðurnefnda tillögu að matsáætlun.

9.  Breyting deiliskipulags í landi Réttarholts vegna fyrirhugaðs gámasvæðis.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Réttarholts og Árness sem nær til iðnaðarlóða við Suðurbraut og aðliggjandi gámasvæðis. Í breytingunni felst að lóð gámasvæðis eins og hún er afmörkuð í gildandi deiliskipulagi er skipt niður í 3 lóðir. Lóð undir gámasvæði minnkar því umtalsvert en í staðinn verða til 2 nýjar iðnaðarlóðir (nr. 2 og 4 við E-götu). Þá verður til ný lóð, Suðurbraut 6, auk þess sem afmörkun og stærð lóða nr. 5 og 7 við Suðurbraut breytist.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

10.  Fundargerð 1. fundar skólanefndar. Fundargerð samþykkt samhljóða.

11.  Ráðning leikskólastjóra. Samþykkt samhljóða að ráða Sigríði Birnu Birgisdóttur leikskólastjóra í Leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Sigríði Birnu.

12.  Opnunartími sundlauga.  Samþykkt að vetraropnunartími sundlauga 2014-2015 verði eftirfarandi. Neslaug þriðjudaga kl 18-22 og laugardaga kl 10-18. Skeiðalaug fimmtudaga kl 18-22. Vetraropnun hefst 19 ágúst.

13.  Framkvæmdir við gerð gangstígs og lýsingar í Brautarholtshverfi. Oddviti kynnti stöðu við undirbúnings framkvæmdina. Sveitarstjóra og oddvita falið að hafa umsjón með verkefninu.

14.  Erindi frá Eiríki Þórkelssyni vegna leyfis fyrir vindmyllur að Vorsabæ 1 sem Steingrímur Erlingsson hyggst reisa. Eiríkur Þórkelsson lagði fram erindi þar sem hann óskar eftir að haldið verði áfram með skipulagsferli vegna leyfis fyrir vindmyllur þar sem frá var horfið árið 2013. Erindi lagt fram og kynnt. Erindi þarf að koma frá framkvæmdaaðila.

15.  Skipun fulltrúa í hússtjórn Þjóðveldisbæjar. Samþykkt að Einar Bjarnason Hamragerði 11 verði fulltrúi sveitarfélagsins í hússtjórn Þjóðveldisbæjar.

16.  Skipun varafulltrúa í skólanefnd. Samþykkt að skipa Dag Kristoffersson Holtabraut varafulltrúa í skólanefnd.

17.  Stikun gönguleiða að Fossum í Þjórsá. Lagt var fram erindi frá Sigþrúði Jónsdóttur fyrir hönd samtakanna ,,Vina Þjórsárvera“.  Í erindinu eru kynnt áform um stikun gönguleiða á Gnúpverjaafrétti að fossum í Þjórsá. Óskað er eftir að sveitarstjórn samþykki verkefnið. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða verkefnið og lýsir ánægju sinni með það. Sveitarstjórn samþykkir einnig að stofna vinnuhóp um uppbyggingu Gnúpverjaafréttar varðandi ferðamennsku.

18.  Landbótaáætlanir. Lagt fram til kynningar.

19.  Tjarnarver, uppkast að breytingum á gangnamannahúsi. Lagt fram frá Afréttarmálanefnd uppkast að breytingum á gangnamannahúsi í Tjarnarver. Áður hafði sveitarstjórn verið kynnt kostnaðaráætlun um verkefnið. Sveitarstjórn samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og lýsir ánægju sinni með það.

20.  Fundargerð 18. fundar stjórnar Skipulags- og byggingafulltrúa Uppsveita BS. Fundargerð samþykkt samhljóða.

21.  Tilboð í vörslu á gámasvæðum sveitarfélagsins. Tvö tilboð bárust í vörslu á gámasvæðunum. Frá Sigurjóni Vilhjálmssyni Hlemmiskeiði og Jóni Sigurdssyni Réttarholti. Ákveðið að ganga til samninga við Jón Sigurdsson. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi fyrir hönd sveitarfélagsins við Jón.

22.  Skólaakstur framlenging samninga. Sveitarstjóri kynnti áform um framlengingu samninga við skólabílstjóra sveitarfélagsins til eins árs. Til stóð að bjóða aksturinn út.  Við undirbúning útboðs kom í ljós að skylt er að bjóða aksturinn út á Evrópska efnahagssvæðinu. Í ljósi þess að það er tímafrekara ferli en ætlað var. Er lagt til að samið verði við núverandi skólabílstjóra út næsta skólaár. Sveitarstjórn samþykkir að samið verði við núverandi skólabílstjóra. Sveitarstjóra falið að ganga frá og undirrita samninga við bílstjórana fyrir hönd sveitarfélagsins.

23.  Húsaleigusamningur sveitarstjóra. Húsaleigusamningur milli sveitarfélagsins og Kristófers Tómassonar sveitarstjóra um húseignina Heiðargerði 7 lagður fram og kynntur. Sveitarstjóri vék af fundi meðan afgreiðsla samnings fór fram. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

24.  Haustferð starfsmanna sveitarfélagsins. Sveitarstjóri kynnti hugmynd um haustferð starfsfólks sveitarfélagsins og sveitarstjórnar. Áætlaður kostnaður um 200.000 kr. Samþykkt samhljóða.

25.  Önnur mál. Gunnar Örn Marteinsson greindi frá áhyggjum sínum af meðhöndlun Hekluskóga á kjötmjöli í Þjórsárdal. Sveitarstjóra falið að skrifa bréf  og afla upplýsinga hjá Matvælastofnun og Hekluskógum um meðhöndlun og afsetningu kjötmjölsins.

 

Mál til kynningar:

 

 1. Skýrsla Landnámsdagsnefndar.
 2. Úrslit skoðanakönnunar.
 3. Afgreiðslur byggingafulltrúa.
 4. Tímabundin breyting á verkaskiptingur ríkis og sveitarfélaga.
 5. Viðaukar fjárhagsáætlana.
 6. Fundargerð Samtarfsn. SÍS og FG.
 7. Fundargerð 817 fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
 8. Fundargerð aukaaðalfundar SASS.
 9. Fundargerð 481. Stjórnarfundur SASS
 10. Landsfundur Sambands ísl. svf.
 11. Þakkarbréf Landsbjörg
 12. Fundur Samstarfsnefndar SNS-FL
 13. Samstarf leik- og grunnskóla.
 14. Ályktun sveitarstjórnarvettvangs EFTA
 15. Minjastofnun. Vegna Álfsstaða
 16. Hitaveita Gnúpverja. Ársreikningur 2013
 17. Staðfesting breytinga á samþykktum SKGN

Fundi slitið kl  17:55

Næsti fundur ákveðinn miðvikudag 3. september næstkomandi kl 14:00.