Sveitarstjórn

6. fundur 01. október 2014 kl. 14:00

06. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn  08. október.  2014  kl. 14:00.

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson, Halla Sigríður Bjarnadóttir og Meike Witt.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera. Sveitarstjóri óskaði eftir að tveimur málum yrði bætt á dagskrá fundarins. Mál 24.  Tillaga að viðhorfskönnun um öldrunarmál og mál 25 samningur við talmeinafræðing um þjónustu við grunn og leikskóla. Var það samþykkt samhljóða. 06. fundur hafði verði ákveðinn 1 október síðastliðinn en var frestað af gildum ástæðum.

Dagskrá:

1. Áform á Stöng. Kristín Huld Sigurðardóttir og Esther Anna Jóhannsdóttir frá Minjastofnun mættu til fundar undir þessum lið. Þær lögðu fram til kynningar kostnaðaráætlun og teikningar að fyrirhuguðu húsi yfir fornminjar á Stöng auk teikninga að endurbótum á            umhverfi Stangar. Áætlaður heildarkostnaður nemur 327 milljónum króna. Þar af nemur kostnaður við húsið sjálft um 226 milljónum króna. Þegar hefur verið veitt 20 milljónum króna til hönnunar verksins og 15 milljónum króna til stígagerðar umhverfis húsið. Stefnt er að því að stígagerð ljúki á næstu mánuðum. Nokkur umræða varð um verkefnið. Fylgiskjal 

Minjastofnun mun sækja um styrk úr sjóðum á næstunni til að halda áfram með verkefnið.

2. Fundargerð Skipulagsnefndar. Mál nr. 19 þarfnast umfjöllunar.

Mál nr 19 um er að ræða 10,3 ha spildu úr landi Stóra-Hofs. Í skipulagstillögu eru afmarkaðar 3 um það bil 1,500 m2 lóðir. Ekki er gerð athugasemd  við frestun afgreiðslu málsins.

3. Fundargerð Atvinnu- og samgöngunefndar. Fundargerð lögð fram og staðfest ásamt skipunarbréfi nefndarinnar.

4. Fundargerð Menningar og æskulýðsnefndar. Fundargerð lögð fram og staðfest ásamt skipunarbréfi nefndarinnar.

5. Fundargerð Skólanefndar. Fundargerð lögð fram og staðfest ásamt skipunarbréfi. Sveitarstjórn lýsir sérstakri ánægju sinni með samþykkt skólanefndar um lækkun leikskólagjalda. Samþykkt að um börn með lögheimili í öðrum sveitarfélögum og vistuð eru í leikskóla sveitarfélagsins skuli gilda samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga um gjaldtöku leikskólagjalda. Sveitarstjóra falið að ganga frá vistunarsamningum leikskólabarna með leikskólastjóra.  

6. Fundargerð 20. fundar. Stjórnar Skipulags- og byggingafulltrúa. Fundargerð staðfest.

7. Fundargerð Afréttarmálanefndar. Fundargerð lögð fram og staðfest auk fjárhagsáætlunar Afréttamálnefndar.

8. Átta mánaða uppgjör Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarstjóri lagði fram uppgjör fyrstu átta mánuði yfirstandandi árs. Rekstartekjur A hluta nema 335.677 þkr og rekstrartekjur samstæðunnar nema 346.796 þkr.

Rekstarafgangur A hluta nemur 50.546 þkr. Rekstrarafgangur samstæðu nemur 44.755 þkr. Framlegð samstæðu nemur 59.290 þkr. Lagt fram og kynnt.

9. Endurnýjun samnings við Tónsmiðjuna. Lagður var fram samningur frá Tónsmiðjunni vegna nemenda búsettra í sveitarfélaginu í tónlistarnámi og var hann samþykktur samhljóða.

10. SEM samtökin. Beiðni um styrk. Lagt var fram bréf frá Sem samtökunum sem gengur út á boðnar eru til sölu innkaupatöskur úr 100 % umhverfisvænu efni til styrktar samtökunum. Sveitarstjórn lýsir ánægju með verkefnið og samþykkir að styrkja verkefnið með því að kaupa 200 töskur. Kostnaður 169.600 kr.

11. Tæknisvið Uppsveita. Innganga Skeiða-og Gnúpverjahrepps.  Innganga sveitarfélagsins í Tæknisvið Uppsveita samþykkt með 5 atkvæðum.

12. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Beiðni um stuðning. Beiðni samþykkt samhljóða.

13. Skipulagsmál hjólhýsasvæðis í Þjórsárdal. Farið var yfir skipulags og öryggismál varðandi hjólhýsasvæðið. Sveitarstjóri greindi frá fundi með fulltrúa Skógræktar, Skipulagsfulltrúa og varaslökkviliðsstjóra um málið. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu og      fylgja eftir fyrri bókun um málið.

14. Skipulagsmál er varða vindmyllur að Vorsabæ á Skeiðum. Lagt var fram bréf frá Skipulagsstofnun er varðar málsmeðferð vegna áforma um uppsetningu þriggja vindmylla að Vorsabæ á Skeiðum. Meðal þess sem tekið er fram í bréfi stofnunarinnar er að framkvæmdin er tilkynningaskyld og að framkvæmdaaðila sé skylt að leggja fram greinargerð um verkefnið. Sveitarstjóra falið að kynna skyldur framkvæmdaaðila varðandi verkefnið.

15. Leikskólagjöld, endurskoðun.  Vísað er til bókunar við máli  nr. 5.  Fundargerð Skólanefndar.

16. Slóð í Illaver. Kynning frá Eflu. Lagt var fram og kynnt kort af vegslóða í Illaveri unnið að Rúnari Friðgeirssyni tæknifræðingi hjá Verkfræðistofunni Eflu. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti veglagninguna.

17. Byggðasamlag um málefni fatlaðra. Drög að samþykktum. Drög lögð fram og kynnt. Drögin voru samþykkt samhljóða. Oddvita falið að undirrita samþykktirnar fyrir hönd sveitarfélagsins.

Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Einar Bjarnason voru kjörnir fulltrúar á aðalfund byggðasamlagsins  fyrir hönd sveitarfélagsins. Meike Witt, Halla Sigríður Bjarnadóttir og Anna Þórný Sigfúsdóttir til vara.

18. Útleiga á veitingaaðstöðu í Árnesi og tjaldsvæði við Árnes.Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita  að auglýsa eftir aðilum til að taka að sér veitingarekstur í félagsheimilinu Árnesi og rekstur tjaldsvæðis við Árnes, auk Þjórsárstofu frá og með 1 júní 2015.

19. Tillaga að fulltrúum í samvinnunefnd um svæðisskipulag í Uppsveitum.

Tillaga kom um að Björgvin Skafti Bjarnason og Gunnar Örn Marteinsson yrðu fulltrúar sveitarfélagsins í ofangreindri nefnd. Til vara Einar Bjarnason og Halla Sigríður Bjarnadóttir.

20. Tillaga að skipun fulltrúa í fyrirhugað ferðamálaráð Uppsveita. Tillaga lögð fram um  Meike Witt og Gunnar Örn Marteinsson til vara. Tillagan samþykkt samhljóða

21. Umsögn um þingsályktunartillögu um eflingu heilbrigðisþjónustu. Lögð var farm til umsagnar þingsályktunartillaga um þriggja ára eflingu heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu. Rætt var um stöðu heilbrigðis og  menntamála. Sveitarstjórn lýsir ákveðnum áhyggjum af skertum fjárveitingum til þeirra  málaflokka og hvetur til þess að þau njóti aukinna fjárveitinga.

22. Verksamningur við Nesey um veg og gámasvæði. Þarfnast staðfestingar. Samningur staðfestur.

23. Fundargerð Umhverfisnefndar. Gunnar Örn Marteinsson lýsti þeirri skoðun sinni að æskilegt væri að Umhverfisnefnd veiti umhverfisverðlaun á hverju ári og lagði til að kveðið verði á um það í skipunarbréfi nefndarinnar og endurskoðað verði til hverra sé heimilt að veita slík verðlaun. Samþykkt samhljóða.

24. Tillaga að viðhorfskönnun um öldrunarmál. Lögð var fram tillaga að viðhorfskönnun um þjónustu við aldraða. Samþykkt að vísa vinnslu og útfærslu slíkar viðhorfskönnunar til Velferðarnefndar sveitarfélagsins.

25. Samningur við talmeinafræðing um þjónustu við grunn og leikskóla. Lögð voru fram drög að samningi við Önnu Stefaníu Vignisdóttur talmeinafræðing. Samþykkt samhljóða að ganga frá samningi við Önnu Stefaníu og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

26. Önnur mál. Gunnar Marteinsson kvaddi sér hljóðs og óskaði eftir að fjallað yrði á næsta fundi sveitarstjórnar um meðhöndlun kjötmjöls í Þjórsárdal.

Mál til kynningar:

  1. Fundur með ferðamálafulltrúa. Minnispunktar.
  2. Fundur Fagráð Tónlistarskóla nr. 167.
  3. Fundargerð 17. Fundar Almannavarnarnefndar Árn.
  4. Fundargerð 18. Fundar Almannavarnarnefndar Árn.
  5. Fundargerð BS Héraðsnefndar.
  6. Fundargerð Héraðsnefndar júlí 2014
  7. Drög að umsögn um starfsemi Slökkviliða.
  8. Fundargerð 819. Fundar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
  9. Uppgjör staðgreiðslu.
  10. Fundargerð 159 fundar HES.
  11. Fundur Fagráð Tónlistarskóla nr. 168.
  12. Gátlisti vegna gerðar samninga um þjóðlendur.
  13. Forsætisráðuneytið v. Vindmylla á Hafinu.
  14. Tilkynning frá Vegagerð um niðurfellingu Kálfshólsvegar.
  15. Uppl um meint brot á samkeppnislögum.
  16. Jöfnunarsjóður vegna Tónlistarnáms.
  17. Fundir með Fjárlaganefnd
  18. Verkefnaskýrsla sveitarstjóra.

 

Fundi slitið kl  17:50

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 05. nóvember  n.k. kl 14:00.