Sveitarstjórn

7. fundur 05. nóvember 2014 kl. 14:00

 

07. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  05. nóvember  2014  kl. 14:00.

 

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason,Halla Sigríður Bjarnadóttir, Meike Witt og Kristjana H Gestsdóttir varafulltrúi af  F. Lista, en hún mætti í stað Gunnars Arnar Marteinssonar.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera. Sveitarstjóri óskaði eftir að tveimur málum yrði bætt á dagskrá fundarins. Mál nr. 18.  Íþróttafélagið Suðri. Beiðni um styrk og mál nr 19. Erindi frá Félagi tónlistakennara við Tónlistarskóla Árnesinga. Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

  1. Fulltrúar Félags eigenda hjólhýsa í Þjórsárdal. Heiðveig Einarsdóttir, Guðjón Vopnfjörð og Eydís Rebekka Björgvinsdóttirmættu til fundar og kynntu fyrir hönd félags hjólhýsaeigenda sjónarmið félagsins varðandi breytingar á skipulagi hjólhýsasvæðis. Heiðveig talaði fyrir hönd hópsins og sagði öryggismál vera mikilvæg í þeirra huga. Oddviti lagði áherslu á að sveitarstjórn myndi fylgja því eftir að öryggismálum á hjólhýsasvæðinu yrðu gerð betri skil en verið hefur. Þörf væri á lagalegri umgjörð um þau mál. Oddviti lagði til að skipað yrði í sérstakan vinnuhóp um skipulagsmál umrædds svæðis, sem skipaður yrði af hagsmunaaðilum. Hjólhýsaeigendum, Skógrækt ríkisins og sveitarfélaginu. Samþykkt var að skipa sveitarstjóra í þann vinnuhóp fyrir hönd sveitarfélagsins.   Fylgiskjal 1   Fylgiskjal 2

  2. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015. Sveitarstjóri lagði fram gjaldskrá sveitarfélagsins árið 2015. Samþykkt að fresta afgreiðslu hennar til næsta fundar sveitarstjórnar.   Fylgiskjal

     3. Fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015-2018. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti drög að fjárhagsáætlun áranna  2015-2018   ásamt greinargerð til fyrri umræðu og þar með talda fjárfestingaáætlun. Samþykkt að vísa afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar til síðari umræðu.    Fylgiskjal 1    Fylgiskjal 2    Fylgiskjal 3

    4.  Fundargerð Skólanefndar 16.10.2014. Fundargerð lögð fram og staðfest.  

    5.  Fundargerð Menningar og æskulýðsnefndar 15.10.201. Fundargerð lögð fram og staðfest.

    6.  Fundargerð Afréttarmálanefndar 28.10.2014. Fundargerð lögð fram og staðfest. Skipunarbréf nefndarinnar einnig staðfest.  

    7.  Fundargerð 78. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 13 þarfnast staðfestingar.   Stóra-Hof land nr 203207 Deiliskipulag.

        Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að auglýsa tillöguna samkv. 1. Mgr 41. Gr skipulagslaga. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að sýna drög að heildarskipulagi alls þess svæðis sem afmarkað er sem svæði fyrir   blandaða landnotkun frístundabyggðar og opins svæðis til sérstakra nota. 

   8.  Klúbburinn Strókur. Beiðni um styrk að fjárhæð kr 100 pr íbúa í sveitarfélaginu. Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir betri upplýsingum um klúbbinn Strók svo sem ársskýrslu og ársreikning.

   9.  Þingskjal 273. Beiðni um umsögn. Breyting á nýtingu lands.

       Björgvin Skafti Bjarnason lagði fram eftirfarandi tillögu : Lögð fram til umsagnar tillaga um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, nr. 13/141. Varðar færslu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá úr biðflokki í orkunýtingarflokk. Sveitarstjórn mótmælir því að fyrir liggur að færa skipulagsvald frá sveitarstjórn til  löggjafans að takmarka þar með skipulagsvald  sveitarstjórna sbr. lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Ennfremur mótmælir sveitarstjórn hvernig þau lög skarast á við skipulagslög, - sbr 7. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun: 2011 nr 48. og skipulagslög frá 2010 nr 123  3.gr og 10 gr. Tillaga samþykkt samhljóða. Greinargerð : Umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 13/141. Þingskjal 273 Áhersla er lögð á eftirtalinn atriði: Ekki er eingöngu hægt  að miða við áhrif á laxfiska. Rannsóknir vantar á fleiri þáttum. Samfélagsleg áhrif eru ekki tekin nægjanlega með Áhrif á landslag, taka þarf  meira  tillit  til fagurfræðilegra áhrifa og tilfinningalegs gildis landslags  Umhverfismat er úrelt. Einnig er rétt að minna á að þar sem um er að ræða virkjun í byggð þarf að gæta sérstaklega að frágangi, ekki eingöngu við lónsstæði, stíflumannvirki og stöðvarhús. Frágangur í farvegi neðan stíflu þarf að vera þannig að jafnt við lágmarksrennsli, og allar aðrar aðstæður sé lífríki sem minnst hætta búin og umhverfisáhrif takmörkuð.

  10. Bréf frá aðstandendum ábúenda í Ásum. Bréf lagt fram og kynnt.

  11. Þingskjal 17. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Beiðni um umsögn.

  Kristjana Heyden Gestsdóttir og Meike Witt lögðu fram svohljóðandi bókun: Framkomið frumvarp til laga  um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald á áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis) er neikvætt að okkar mati. Það rýrir lýðheilsumarkmið þjóðarinnar eins og réttilega er bent á í breytingartillögunni  einnig finnst okkur  hætta á að eftirlit með aldri  kaupenda og starfsfólks sem afgreiðir myndi veikjast verulega, þar          sem margar verslanir ráða starfsmenn yngri en 18 ára til afgreiðslustarfa. Auk þess getum við ekki séð að matvöruverslanir myndu eyða fjármunum í ýmsar herferðir  þar sem samfélagsleg ábyrgð yrði í fyrirrúmi eins og ÁTVR gerir.  Að auki  verður alls ekki séð að landsmenn muni njóta betri þjónustu og vöruúrvals við breytinguna. Þvert á móti teljum við mikla hættu á minnkandi vöruúrvali og verri þjónustu þar sem mikil fákeppni ríkir á matvörumarkaði landsmanna. Við leggjumst því gegn því að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins verði aflagt en viljum samt sjá eina breytingu á lögunum og hún er að 3 % innheimtra áfengisgjalda fari í lýðheilsusjóð eða til forvarna í stað 1 % eins og nú er.

        Björgvin Skafti Bjarnason lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitastjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps mótmælir viðhorfi flutningsmanna til sveitarstjórna sem fram kemur í 21. gr þingsályktunarinnar. -  Tillaga samþykkt samhljóða.

  12.  Fundargerð 3. fundar NOS 27.10.2014. Nefnd oddvita og sveitarstjóra í Árnesþing. Fundargerð lögð fram og staðfest.

  13.  Uppfærsla aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Tilboð í vinnu við uppfærslu aðalskipulags. Lögð voru fram tvö tilboð um vinnu við uppfærslu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Tilboðin komu frá Landslagi ehf og Landformi ehf. Samþykkt að ganga til samninga við Landslag ehf og sveitarstjóra falið að undirrita tilheyrandi samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

  14.  Umsókn um breytingu á landnotum Réttarholt. Framhald frá 55.fundi fyrrverandi sveitarstjórnar. Um er að ræða beiðni um breytingu á 2 hektara landsspildu úr landsbúnaðarnotum í opið svæði til sérstakrar nota er þar um að ræða tjaldsvæði. Samþykkt að fara með málið í grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa falið að annast kynninguna.

  15.  21. fundargerð stjórnar BS Skipulags og byggingarfulltrúa Uppsveita. Fundargerð lögð fram og staðfest.

  16.  Skógræktarfélag Íslands beiðni um umsögn.Lagt fram bréf frá Skógræktarfélaginu þar sem hvatt er til þess að breyta landi sem verið undir lúpínubreiðum verði notað til skógræktar. Málið tekið til góðfúslegrar skoðunar.

  17.  Erindi frá rekstraraðila tjaldsvæðis í Þjórsárdal. Lagt var fram erindi frá Jóhannesi H. Sigurðssyni rekstaraðila tjaldsvæðis í Þjórsárdal. Þar sem leitað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við uppbyggingu tjaldsvæðisins. Beiðni hafnað.

 18.  Íþróttafélagið Suðri. Íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi. Beiðni um styrk. Félagið óskar eftir styrk að fjárhæð 30.000 kr.  Samþykkt samhljóða að styrkja félagið um 30.000 kr.

 19.  Erindi frá trúnaðarmanni Félags tónlistarkennara Tónlistarskóla Árnesinga. Í erindinu er vísað til bréfs sem sent var sveitarstjórnarfólki þar sem það er hvatt til að kynna sér stöðu kjaraviðræðna tónlistarkennara. Erindi lagt fram og kynnt.

 

Mál til kynningar:

 

A. SASS 485 fundur stjórnar.

B. Ályktun Samstöðufundar. Félag tónlistarkennara.

C.Ályktun svæðisþinga Tónlistarkennara.

D.Bréf frá Skipulagsstofnun vegna br. á deilisk. Hjólhýsasv. Þjórsárdal.

E. Greinargerð starfshóps um frístundaheimili.

F. Fundargerð 820. Fundar stjórnar SÍS.

G.Kæra til Úrskuðarnefndar umhverfis- og auðlindamála v. Minkabús.

H. Þingskjal 161. Breyting á vegalögum.

I. Þingskjal 243 Lög um framhaldsskóla.

J. Skýrslur um Biðlista hjúkrunarrýma.

K. Biðlistar eftir hjúkrunarrými.

L. Samtök orkusveitarfélaga. Fundargerð.

M. Fundargerð Fagráð BÁ.

N. Héraðsnefnd samn, Áshildarmýri.

O.Fundargerð 5 fundar Skóla og velf nefndar Árn.

P.Fundargerð 6 fundar Skóla og velf nefndar Árn.

Q.Fundargerð Sorpstöðvar.

R. Ræsfundur Gámasvæði.

S. Beiðni um athugsemdir vegna manntals.

 

Fundi slitið kl  17:30

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 03. desember  n.k. kl 14:00.