Sveitarstjórn

73. fundur 12. janúar 2022 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • oddviti
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Einar Bjarnason
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Matthías Bjarnason
Starfsmenn
  • Einar Bjarnason ritaði fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 202201-0001

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Skeiðalaug- framtíðarsýn

Jes Einar arkitekt Skeiðalaugar ætlaði að mæta á fundinn en forfallaðist vegna veikinda og er málinu þar með frestað.

2. Stjórnsýslukæra v. vegaskrár Skeiða-og Gnúpverjahrepps

Samtökin Náttúrugrið hafa lagt fram kæru til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna samþykkis Skeiða- og Gnúpverjahrepps 8. janúar 2020 á skrá yfir vegi í náttúru Íslands aðra en þjóðvegi, samþykkis Umhverfisstofnunar á áðurnefndri vegaskrá og staðfestingu Skipulagsstofnunar og snýr kæran að álitamáli um framkvæmd náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og annmörkum á samþykkt ákvarðana um vegaskrá.

Lagt fram og kynnt. Erindinu vísað til lögfræðings sveitarfélagsins til umfjöllunar og álitsgerðar.

3. Tekjuviðmið 2022. Afslættir ellilífeyrisþega

Uppreiknuð tekjuviðmið lögð fram til samþykkar. Einstaklingar 67 ára og eldri og einstaklingar sem eru 75% öryrkjar eða meira geta sótt um afslátt af fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir eiga lögheimili í og miðast afslættir við útgefin tekjuviðmið í upphafi hvers árs. Uppreikningur byggir á eldri samþykktum sveitarstjórnar og taka tekjuviðmið breytingum milli ára skv. breytingu á vísitölu neysluverðs á tímabilinu desember 2020 til desember 2021.

Sveitarstjórn samþykkir uppreiknuð tekjuviðmið samhljóða með 5 atkvæðum.

4. Samþykkt um stjórn-  fyrsta umræða

Oddviti kynnti tillögu að breytingum á samþykktum um stjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps til fyrri umræðu. Helstu breytingar varða heimildir fyrir sveitarstjórn, nefndir og ráð til að halda fjarfundi, séu ákveðin skilyrði uppfyllt, framsal á heimild ákveðinna ákvarðana til byggðasamlaga, upptalning nefnda var uppfærð auk stofnun sameiginlegrar seyrustjórnar.

Sveitarstjórn vísar málinu til seinni umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi.

 

5. Gámasvæði sveitarfélagsins

Ljóst er að nýting gámasvæðanna er ekki mikil á opnunartímum. Gámaleiga á hverju gámasvæði kostar um 3.600.000 kr. á ári auk afsetningar. Ef halda á úti báðum gámasvæðum sveitarfélagsins þarf að fara í aðgerðir á báðum svæðum sbr. úttektarskýrslur Heilbrigðiseftirlitisins. Í Brautarholti þarf að leigja fleiri lokaða gáma undir spilliefni og stærri tæki en í Árnesi eru þeir gámar til staðar. Auk þess þarf að gera fullnægjandi vökvahelt plan með niðurfalli undir úrgangsolíutank.

Gámasvæðið í Árnesi er stærra og bíður upp á betri möguleika á að gera betur og athafna sig. Gámasvæðið í Brautarholti er minna og er það yfirleitt það fyrsta sem sést þegar keyrt er að Brautarholti. Nýverið voru teknir í notkun grenndargámar sem eykur þjónustu við íbúa og aðgengi þeirra að flokkunargámum utan opnunartíma gámasvæðanna. Lögð er fram tillaga um að gámasvæðinu í Brautarholti verði lokað og það svæði verði þá skipulagt samhliða öðrum iðnaðarlóðum í kring. 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til sveitarstjóra og oddvita til að setja fram kostnaðarútreikninga við þá kosti sem eru til staðar fyrir næsta fund.

6. Samningar um rekstur sundlauga

Samningar um rekstur Neslaugar og Skeiðalaugar milli sveitarfélagsins og Eyþórs Brynjólfssonar lagðir fram til staðfestingar

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samninga um rekstur Neslaugar og Skeiðalaugar.

7. Samstarfssamningur um Seyrumál

Samstarfssamningur milli Ásahrepps, Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um sameiginlegan seyrurekstur lagður fram til staðfestingar.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samstarfssamning um hreinsun, verkun og förgun seyru. Að auki skipar sveitarstjórn Sylvíu Karen Heimisdóttur sveitarstjóra sem fulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps í seyrustjórn og Björgvin Skafta Bjarnason oddviti til vara.

8. Samningur um persónuverndarfulltrúa

Þjónustusamningur milli Héraðsskjalasafns Árnesinga og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um hlutverk persónuverndarfulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins lagður fram til staðfestingar.

Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samning um hlutverk persónuverndarfulltrúa.

9. Skil á lóðum í Brautarholti

Beiðni barst frá forsvarsaðilum fyrirtækisins Trix ehf. þar sem óskað er eftir því að skila inn úthlutuðum lóðum að Holtabraut 21 og Holtabraut 23 í Brautarholti.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum skil fyrirtækisins Trix ehf. á úthlutuðum lóðum að Holtabraut 21 og Holtabraut 23, Brautarholti.
 

10. Umsókn um  lóð- Vallarbraut 11

Auglýst var til endurúthlutunar lóðin Vallarbraut 11. Sex umsóknir bárust í lóðina. Dregið var úr umsóknum og var félagið Klakafell ehf hlutskarpast.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Klakafells ehf.

11. Húsnæðisáætlun 2022

Húsnæðisáætlun fyrir árið 2022 lögð fram. Áætlunin var unnin á rafrænum grunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í húsnæðisáætluninni koma m.a. upplýsingar um gerð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu ásamt upplýsingum um framboð á lóðum.

Sveitarstjórn samþykkir áætlunina með 5 atkvæðum.

12. Jafnlaunavottun- viðhaldsúttekt         

Niðurstöður úr viðhaldsúttekt, gerð af BSI á Íslandi, á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins kynntar. Niðurstöður voru mjög góðar. Kynbundinn launamunur reyndist 0,7% körlum í hag en var á síðasta ári 0%, og var fylgni milli starfaflokkunar og þeirra launa sem greidd eru 98,7% en var á síðasta ári 96%.

Lagt fram og kynnt

13. Landshlutateymi Suðurlands. Lokaskýrsla

Skýrsla Landshlutateymis Suðurlands um samþættingu þjónustu við fötluð börn í heimabyggð þeirra lögð fram og kynnt.

14. Byggðasafn Árnesinga. Skýrsla um kaup  og framkvæmdir við Búðarstíg 22

Skýrsla um kaup Byggðasafns Árnesinga á húsnæði við Búðarstíg 22 á Eyrarbakka og yfirlit um framkvæmdir á húsnæðinu lögð fram til kynningar.

15. Umhverfis og tæknisvið uppsveita. Skipulagsnefnd. Fundargerð  nr. 229 og 230 fundar

Fundargerð 229. fundar skipulagsnefndar umhverfis- og tæknisviðs uppsveita

23.  Flatir Réttarholt; Stækkun frístundasvæðis F27; Deiliskipulagsbreyting - 2005080

            Lögð er fram tillaga breytingar á deiliskipulagi fyrir frístundasvæði F27 á Flötum í landi Réttarholts eftir auglýsingu. Í breytingunni felst stækkun skipulagssvæðis og fjölgun lóða á svæðinu. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og hafa verið töluverðar breytingar á uppdrætti skipulagsins frá áður auglýstri tillögu.

Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til þess að staðföng innan deiliskipulagsins verði tekin til endurskoðunar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og að staðföng innan deiliskipulagsins verði tekin til endurskoðunar.                   

Fundargerð 230. fundar skipulagsnefndar umhverfis- og tæknisviðs uppsveita

19. Löngudælaholt frístundasvæði; Breyting og samræming deiliskipulags - 2104081

            Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Löngudælaholts eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Gerðar voru athugasemdir við gildistöku deiliskipulagsins af hálfu Skipulagsstofnunar m.a. vegna misræmis við skilmála aðalskipulags er varðar hámarks byggingarmagn á lóðum og fjarlægð frá vegum og ám.

            Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að hámarksbyggingarmagn innan svæðisins verði minnkað með þeim hætti að nýtingarhlutfall lóða verði ekki hærra en 0,03 nema á lóðum sem eru minni en 1/3 ha að stærð en að þar verði leyfilegt byggingarmagn 100 m². Stærð aukahúss/gestahúss getur verið allt að 40 m² og geymslu allt að 15m². Þessar byggingar teljast með í heildarbyggingarmagni lóða. Nefndin telur að skilmálar þessir rúmist innan núverandi heimilda aðalskipulags þar sem framlagt byggingarmagn minnstu lóða innan deiliskipulagsins fer ekki umfram nýtingarhlutfallið 0,05. Nefndin mælist til þess að leitað verði eftir undanþágu ráðuneytis er varðar fjarlægð frá vegum og ám. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að afgreiðslu málsins verði frestað. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram á grundvelli bókunar.

Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram á grundvelli bókunar skipulagsnefndar.

 

20. Skarð (L166685); umsókn um byggingarleyfi; veiðihús mhl 02 - 2112021

            Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga, móttekin 09.12.2021, um byggingarleyfi til að byggja 324,3 m2 veiðihús, mhl 02, á landinu Skarð L166685 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

            Skipulagsnefnd UTU telur að forsenda fyrir útgáfu byggingarleyfis á svæðinu sé gerð deiliskipulags sem tekur til lóðarinnar og bygginga- og framkvæmdaheimilda innan hennar. Nefndin mælir með að skilmálar aðalskipulags sem taka til svæðisins verði einnig teknir til skoðunar samhliða gerð deiliskipulags.

Sveitarstjórn samþykkir að gert verði deiliskipulag og að skilmálar aðalskipulags á svæðinu verði teknir til skoðunar samhliða við gerð þess.

 

21. Urðarholt L223803; Þingbraut athafnasvæði; Stofnun lóðar - 2112035

            Lögð er fram umsókn frá Einari Einarssyni er varðar stofnun um 6,8 ha lands úr landi Urðarholts L223803. Landið nær m.a. utan um 10 skipulagðar lóðir við Þingbraut innan skipulagssvæðis fyrir Árnes og Réttarholt.

            Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landsins skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir stofnun 6,8 ha lands úr landi Urðarholts L223803.

                       

22. Miðhús II L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting - 2101012

            Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 og nýs deiliskipulags í landi Miðhúsa. Svæðið sem um ræðir er á landi Miðhúsa 1 og 2 og liggur beggja vegna Þjórsárdalsvegar (nr. 32). Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytta afmörkun og minnkun á frístundabyggð F39. Svæðið neðan vegar minnkar um u.þ.b. 10 ha en svæðið ofan vegar stækkar um u.þ.b. 5 ha. Í nýju deiliskipulagi verða skilgreindar 6 frístundalóðir sem hver um sig verður um 0,25 ha að stærð. Gerð verður grein fyrir byggingarmagni, útliti, aðkomu, veitum, umhverfisáhrifum og öðru sem í framsetningu deiliskipulag felst.

            Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til þess að áætluðum stærðum lóða innan deiliskipulags verði breytt og þær verði 0,5 - 1 ha í takt við meginmarkmið aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar stærðir nýrra frístundahúsalóða.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 4 atkvæðum skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim að fyrirvara að stærð lóða verði breytt til samræmis við meginmarkmið aðalskipulags 0,5 – 1 ha.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir situr hjá í ljósi fyrri bókana varðandi nýtingu landbúnaðarlands

                       

23. Laxárdalur 1B L166574; Bæjarás veiðihús; Stofnun lóðar - 2112036

Lögð er fram umsókn frá Lindu Ósk Högnadóttir er varðar stofnun 3.500 lóðar, Bæjarás veiðihús, úr landi Laxárdals 1B L166574. Lóðin er fyrirhuguð fyrir nýtt veiðihús.

Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd bendir á að forsenda uppbyggingar innan lóðarinnar sé gerð deiliskipulags sem tekur til framkvæmdaheimilda innan hennar. Samhliða mælist nefndin til þess að heimildir aðalskipulags á svæðinu verði teknar til skoðunar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir stofnun lóðar úr landi Laxárdals 1B, L166574 undir nýtt veiðihús. Forsenda uppbyggingar á lóðinni verði gerð deiliskipulags og samhliða því munu heimildir aðalskipulags á svæðinu verða teknar til skoðunar. 

 

24. Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting - 2009070

            Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Kílhrauns land L191805, Áshildarvegur 2-26, eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði. Tillagan var auglýst frá 3.11.21 - 17.12.21. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

            Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu og að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                       

25. Skarð L166685; Strengur veiðihús; Skarð 1 og 2; Breytt heiti og stækkun lóðar - 2112025

            Lögð er fram umsókn frá Sigurði Björgvinssyni er varðar stækkun lóðarinnar Skarð L166685 úr 1.000 m2 í 4.166 m2 vegna fyrirhugaðrar byggingar á nýju veiðihúsi. Stækkun lóðarinnar kemur annars vegar úr landi Skarðs 2 og hins vegar úr sameiginlegu landi Skarðs 1 og 2 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Jafnframt er gert ráð fyrir því að lóðin fái staðfangið Strengur veiðhús. Lóðin hefur gengið undir því heiti og er tilkomið vegna fengsæls veiðistaðar í Stóru-Laxá sem hefur heitið Skarðsstrengir. Yfirlýsing landeigenda og lóðarhafa lögð fram við afgreiðslu málsins.

            Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar eða breytt staðfang skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd bendir á að forsenda uppbyggingar innan lóðarinnar sé gerð deiliskipulags sem tekur til framkvæmdaheimilda innan hennar. Samhliða mælist nefndin til þess að heimildir aðalskipulags á svæðinu verði teknar til skoðunar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir stækkun lóðarinnar úr 1.000 m2 í 4.166 m2 og að breyta staðfangi lóðarinnar í Strengur. Samhliða munu heimildir aðalskipulags á svæðinu verða teknar til skoðunar.

 

16. Sorpstöð Suðurlands Fundargerð stjórnar 307. Fundur

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

17. Nefnd oddvita og sveitarstjóra. Fundargerð

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

18. Afréttamálafélag Flóa og Skeiða. Fundargerð aðalfundar

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

19. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Fundargerð aðalfundar 2021

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

20. Heilbrigðisnefnd  Suðurlands. Fundargerð 215. Fundur

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

21. Samband sunnlenskra sveitarfélaga. Fundargerð aðalfundar og ályktanir

Fundargerð aðalfundar og ályktun aðalfundar lögð fram og kynnt

 

22. Samband sunnlenskra sveitarfélaga. Fundargerð stjórnar 576. Fundur

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

23. Samband íslenskra sveitarfélaga.  Fundargerð stjórnar 904. Fundur

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

24. Skóla- og Velferðarþjónusta Árnesþings. Fundargerð 52. Fundur

Fundargerð lögð fram til kynningar

 

25. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Áform um lagasetningu íbúakosningar sveitarfélaga

Lagt fram og kynnt

 

26. Boð á Orkufund 2021

Boð á orkufund 2021 lagt fram til kynningar

 

27. Stefna Áshildarmýrar á hendur sveitarfélagsinu

Lagt fram og kynnt. Erindinu vísað til lögfræðings sveitarfélagsins til umfjöllunar og álitsgerðar.

 

28. Útleiga fjallaskála á Gnúpverjaafrétt

Rætt var um fyrirkomulag við leigu á fjallaskálunum, Bjarnlækjarbotnum, Tjarnarveri og Gljúfurleit. Lagt er til að fjallaskálarnir verði leigðir út til lengri tíma þar sem leigutaki muni sjá um rekstur fjallaskálanna.

Sveitarstjóra er falið að koma þessu í ferli og auglýsa eftir leigutaka á fjallaskálanum til eins árs.

 

Fundi slitið kl. 16:05.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 2. febrúar 2022 . kl 14.00. í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: