Sveitarstjórn

11. fundur 04. mars 2015 kl. 14:00
Nefndarmenn
 •  
 •  
 •  

 

11. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  04. mars  2015  kl. 14:00.

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Meike Witt, Gunnar Örn Marteinsson og Halla Sigríðar Bjarnadóttir.  Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið.  Svo reyndist ekki vera.

 

Dagskrá:

 

Mál til umræðu og umfjöllunar

 1. Fulltrúar Þjórsárdalslaugar ehf. Áform um uppbyggingu við Reykholtslaug í Þjórsárdal. Reynir Hjálmtýsson og Ragnheiður Björk Sigurðardóttir mættu fyrir 

 

Mál til umræðu og umfjöllunar

 1. Fulltrúar Þjórsárdalslaugar ehf. Áform um uppbyggingu við Reykholtslaug í Þjórsárdal. Reynir Hjálmtýsson og Ragnheiður Björk Sigurðardóttir mættu fyrir hönd Þjórsárdalslaugar ehf sem er leigutaki Reykholtslaugar og tilheyrandi lóðar, til fundar undir þessum lið.

  Reynir og Ragnheiður eru með áform um að byggja upp ferðamannaaðstöðu við Reykholtslaug í Þjórsárdal. Er þá um að ræða veitingaaðstöðu og gistingu. Þau lögðu fram teikningar af  húsi sem þau hyggjast byggja á því svæði. Auk þess ætla leigutakar að endurbæta sund – og baðaðstöðu. Samningur við Þjórsárdalslaug ehf rennur út árið 2022. Leigutakar óska eftir að fá aukið land  á leigu en það er forsenda fyrir fyrirhuguðum rekstri þeirra. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.

 2. Fulltrúar úr stjórn Veiðifélags Þjórsár. Viðhorf þeirra til virkjana í neðri hluta Þjórsár. Oddur Bjarnason, Jón Árni Vignisson og Úlfhéðinn Sigurmundsson úr stjórn Veiðifélagsins mættu til fundar undir þessum lið. Oddur Bjarnason formaður tók til máls. Hann gat þess að verndun lífríkis Þjórsár og hagsmunagæsla veiðiréttareigenda væri hlutverk veiðifélagsins. Hann sagði það mat stjórnarinnar að þeir hagsmunir hafi verið fyrir borð bornir í þeim umræðum sem verið hafa að undaförnu. Á svæðinu fyrir ofan fossinn Búða er dýrmætt uppeldissvæði fyrir laxastöð að sögn Odds. Stærstur hluti veiðinnar í Þjórsá hefur farið fram í formi netaveiða. Hann sagði ennfremur að aðalrannsókn veiðinnar hafi farið fram eftir að umverfismat var samþykkt. Oddur kvaðst hafa miklar áhyggjur af breytileika vatnsmagns í farvegi árinnar. Jón Árni Vignisson taldi kvaðst hafa efasemdir um að umhverfismat svæðisins hafi verið faglega unnið.Jón Árni sagði hafa gengið erfiðlega að fá tilheyrandi gögn frá Landsvirkjun. Oddur bentiað stærsti einstaki villti laxastofninn í Atlantshafinu væri í Þjórsá. Afar áríðandi væri að vernda hann. Jón Árni lagði áherslu á að aðalmarkmið baráttu veiðifélagsins væri að vernda lífríki Þjórsár. Rætt var um gagnsemi seiðafleytna. Veiðifélags stjórnarmenn kváðust ekki hafa mikla trú á gagnsemi þeirra.

 3. Skólaakstur, útboðsgögn. Sveitarstjóri lagði fram drög að útboði í skólaaksturs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Útboðsgögn hafa verið unnin af sveitarstjóra með aðstoð Guðjóns Sigfússonar verkfræðings. Nokkrar umræður urðu um málið. Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins til næsta sveitarstjórnarfundar. Auk þess verði málið lagt fyrir Skólanefnd og unnið með skólastjóra.

 4. Sorpmál minnisblað frá Tæknisviði uppsveita. Lagt var fram og kynnt minnisblað frá Berki Brynjarssyni verkfræðingi hjá Tækniþjónustu Uppsveita um sorpmál. Hugmyndir er um að fara í sameiginlegt útboð um sorpþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Nokkrar umræður urðu um málið og frekari umfjöllunar að vænta meðal sveitarstjóra í Uppsveitum og Flóa á næstu vikum og verður málið væntanlega tekið til nánari umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi.

 5. Breyting á lóðum úr Búgarðalóðum í Iðnaðarsvæði. Oddviti greindi frá hugmyndum um breytingu á deiliskipulagi neðan þjóðvegar við Árneshverfi. Lagt var fram uppkast að breytingunni unnin af Oddi Hermannsyni Landslagsarkitekt. Hugmyndirnar ganga út á að breyta um 30 hektara landsvæði úr búgarðabyggð í iðnaðarsvæði. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að vinna að breytingu á skipulagi á lóðunum.

 6. Tilnefning fulltrúa í stjórn Þjóðveldisbæjar. Fyrir fundinn var lagt bréf frá Mennta – og menningarmálaráðuneyti: Þar sem óskað er eftir tilnefningu í Hússtjórn Þjóðveldisbæjar. Í bréfi er vísað til 15 gr. laga frá 10 /2002 um jafnan réttar kvenna og karla til setu í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Í ljósi þess er þess óskað af hálfu ráðuneytisins að tilnefna bæði karl og konu. Sveitarstjórn tilnefndi Einar Bjarnason árið 2014. Oddviti lagði til að aukEinars Bjarnasonar yrðiHarpa Dís Harðardóttir tilnefnd. Gunnar Marteinsson lagði til að Kristjana Gestsdóttir yrði tilnefnd auk Einars Bjarnasonar. Harpa Dís Harðardóttir tilnefnd með þremur atkvæðum.

  Fundargerðir

 7. Fundargerð 84. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 2, 8 þarfnast umfjöllunar. Mál nr. 1 og 16 til kynningar.

  Mál nr 2. Reglugerð um hollustuhætti. Ákvæði 24. Gr. um fjarlægð  1502041. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og tekur undir áskorun nefndarinnar r á Umhverfis- og auðlindaráðuneytið um að endurskoða ákvæði 24. Greinar um hollustuhætti nr 941/2002

   

  Mál nr 8. Réttarholt : Tjaldsvæði Traðarlands : Aðalskipulagsbreyting 1502006. Óskað var eftir breytingu landnotkunar úr landbúnaðarsvæði í opið svæði til sérstakra nota sem tjaldsvæði. Í grenndarkynningu komu fram þrjú athugsemdabréf við umrædda breytingu landnotkunar. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og mælir ekki með að landnotkun svæðisins verði breytt ú r landsbúnaðarsvæði í opið svæði til sérstakra nota með það að markmiði að nýta svæðið sem tjaldsvæði.

          Gunnar Örn Marteinsson og Halla Sigríður Bjarnadóttir lögðu fram eftirfarandi bókun.

          Að okkar mati getur tjaldsvæði  í líkingu við það sem hér er til umfjöllunar verið jákvætt fyrir svæðið og stuðlað að auknum umsvifum á svæðinu. Hins vegar eru                     ákveðnir annmarkar á þeirri skipulagstillögu sem hér liggur frammi. Þeir annmarkar koma vel í ljós í athugasemdum eigenda og íbúa tveggja íbúðarhúsa sem næst             svæðinu standa. Að okkar mati hefur sá aðili sem óskar eftir að reisa tjaldsvæði í Traðarlandi alla möguleika á að velja tjaldsvæðinu annan stað í sínu landi  þar sem           tryggt er að íbúar í Árneshverfinu eigi ekki að þurfa að verða fyrir ónæði af rekstrinum. Við hvetjum eiganda Traðarlandsins og sveitarstjóra til að setjast niður og                 reyna að finna lausn á málinu sem sæmileg sátt ætti að vera um.     Sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókunina.

8.    Fundargerð 85. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr.21 þarfnast umfjöllunar. Mál 22 tilkynningar.

        Mál nr 21. Búrfellsvirkjun : Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi : Deiliskipulags 1502079. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og tekur undir með nefndinni um að ekki sé þörf á gerð lýsingar vegna deiliskipulags eins og Skipulagsstofnun           fer fram á og samþykkir fyrir sitt leyti að fela Skipulagsfulltrúa að svara Skipulagsstofnun.

9.     Fundargerðir Skólanefndar frá 09.02.15. Grunnskóla- og leikskólamál. Fundargerðir 06 fundar um Grunnskólamál og 7 fundar um leikskólamál lagðar fram og kynntar.

10.   Fundargerðir Atvinnumálanefndar nr 05 og 06. frá 09.02.15 og . 18.02. Í 05 fundargerð nefndarinnar komu fram hugmyndir að kanna hug íbúa til nafnabreytingar á Sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að efla tilskoðanakönnunar meðal íbúa           sveitarfélagsins 18 ára og eldri. Sveitarstjóra falið að annast framkvæmdkönnunarinnar. Fundargerðir að öðru leyti lagðar fram og kynntar. Umræða varð um fyrirkomulag boðunar varamanna á nefndarfundi og var sveitarstjóra falið að semja viðmiðunarreglur í       þeim efnum.

11.   Fundargerð Umhverfisnefndar frá 05.02.15. Fundargerð 04. Fundar Umhverfisnefndar lögð fram. Í þriðja lið fundargerðarinnar óskað eftir svörum við hvert hlutverk Umhverfisnefndar. Sveitarstjórn vísar til skipunarbréfs nefndarinnar. Auk þess er spurt hvort       hlutverk hennar samræmist lögum um náttúruvernd. Sveitarstjórn telur svo vera. Í 5 lið skorar nefndin á sveitarstjórn að standa fyrir íbúafundi um virkjanaáform í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn telur ekki tímabært að halda slíkan fund að svo stöddu.

Samþykktir/samningar

12.    Samþykktir BS Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings ásamt starfslýsingum og erindisbréfum. Seinni umræða.

        Lögð voru fyrir sveitarstjórn drög að samþykktum fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, drög að nýju erindisbréfi fyrir NOS, drög að erindisbréfi Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings og drög að starfslýsingu forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.

        Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti samþykktir fyrir Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, drög að nýju erindisbréfi fyrir NOS, drög að erindisbréfi Skólaþjónustu- og velferðarnefndar og drög að starfslýsingu forstöðumanns Skóla- og velferðarþjónustu.

13.   Samningur um Skógrækt við Bjarnarlón. Lagður var fyrir sveitarstjórn samningur milli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps um skógrækt við Bjarnarlón ofan Búrfells.

        Halla Sigríður Bjarnadóttir og Gunnar Örn Marteinsson lögðu fram eftirfarandi bókun hvað varðar samning um ræktun landgræðsluskóga, ráðstöfun lands við Bjarnarlón – kvaðir um ræktun, friðun og almenna umgengni.

         Árið 2012 var gerð skógræktaráætlun þar sem  landspildu í nágrenni við Bjarnarlón, sem er í eigu Landsvirkjunar, er ráðstafað undir landgræðsluskóg. Landið er þjóðlenda og samkvæmt 3.mgr. 3.gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðum marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta þarf samþykki hluteigandi sveitarstjórnar til nýtingar lands eða landsréttinda innan þjóðlendu, sem í þessu tilfelli var sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

        Nú liggur fyrir að samþykkja samningin um ræktun landgræðsluskóga á þessu umrædda svæði.

        Við gerum athugsemdir við þennan samning með eftirfarandi rökum.

         Samkvæmt samningi sem nú er lagður fram, kemur fram að um er að ræða um 130 ha landspildu en samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti af svæðinu sem var samþykkt 2012 er landspildan um 125 ha en ekki 130 ha og því munurinn 5 ha.

         Við förum fram á að landspildan sem samþykkt var 2012 verði mæld upp á kostnað landgræðsluskóga og Landsvirkjunar af viðurkenndum óháðum aðila og GPS hnitin sett inn í samning svo ekki fari á milli mála um hvaða land er verið að ræða.

         Við förum einnig fram á að í samningi komi fram að þeir sem standa að skógræktaráætluninni sjái um smölun á umræddu svæði á lögbundnum smaladegi eða geri langtímasamning við Afréttamálefnd um smölun.

         Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framkomna bókun.

14.   Samningur Uppsveita og Flóa við Landsgræðslu um seyrunotkun.

       Lagður var fram samningur milli Landsgræðslunnar annars vegar og sveitarfélaga í Uppsveitum og Flóahrepps hinsvegar um seyrunotkun.

       Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samning.

Umsagnir

15.     Fosshótel Hekla. beiðni um umsögn. Íslandshótel lagði fram umsókn um rekstrarleyfi. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti án athugsemda framlagða umsókn Íslandshótels um rekstrarleyfi.

16.     Umsögn Sambands Ísl Sveitarfélaga um náttúrupassa. Lögð var fram umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga nr 455, um náttúrupassa , undirrituð af Karli Björnssyni. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir framlagða umsögn Sambandsins um náttúrupassa.

17.     Umsögn Sambands Ísl Sveitarfélaga um Frumvarp um Vatnalög. Lögð var fram umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um vatnalög nr 511 , undirrituð af Karli Björnssyni. Sveitarstjórn tekurheilshugar undir framlagða umsögn um Sambandsins um Vatnalög.

Styrkbeiðnir

18.     Beiðni um styrk nemenda ML til Danmerkurferðar. Lögð var fram styrkbeiðni frá Kór nemenda Menntaskólans á Laugarvatni. Sveitarstjórn samþykkir að veita 50.000 kr í styrk til ferðarinnar.

19.      Sólheimar. Beiðni um styrk. Lögð var fram beiðni frá Styrktarsjóði Sólheima í Grímsnesi um styrk. Sveitarstjórn samþykkir 50.000 kr í styrk til Sólheima.

20.      Nýsköpunarkeppni grunnskóla. Beiðni um styrk. Lögð var fram beiðni um styrk frá NKG verkefnalausnum um styrk í Nýsköpunarkeppni grunnskóla. Samþykkt að veita 50.000 kr til Nýsköpunarkeppninnar.

21.     Styrktarsjóður EBÍ. Ósk um styrkbeiðni. Lagt var fram erindi frá Styrktarsjóði EBÍ undirritað af framkvæmdastjóra þar sem hvatt er til umsókna um styrk til framfaraverkefna. Samþykkt að vísa málinutil Skólanefndar og Menningar- og æskulýðsnefndar.

Mál til kynningar:

 

A. Almannavarnarnefnd. Fréttatilkynning og fróðleikur.

B. 238. Fundur stjórnar Sorpstöðvar Su.

C. Héraðsskjalasafn hlutverk.

D. Rannsóknir á högum og líðan barna.

E. Þingskjal 889 um varnir gegn gróðureldum.

F. Þingskjal 649 um landsáætlun uppb innviða fyrir ferðamenn.

G. Þingskjal 698 um br á lögum um aðb, hollustuhætti á vinnustöðum.

H. Þingskjal 421 um seinkun klukku.

I.  Þingskjal 624 um br á lögum félagsþjónustu.

J. Þingskjal 266 um br á lögum um húsaleigubætur.

K. Fundargerð 162. Fundar Heilbrigðisnefndar

L. Fundargerð 824 Fundar Sambands svf

M. Afgreiðslur byggingafulltrúa 10.02.15

N. Afgreiðslur byggingafulltrúa 26.02.15

O. Staðgreiðsluuppgjör 2014

P. Hestamannafélagið Smári ársreikningur 2014

 

Fundi slitið kl  18:04.

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn  1. apríl  n.k. kl 14:00.